Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1965, Síða 34

Fálkinn - 06.09.1965, Síða 34
„Mér virðist þér vera hálf- niðurdreginn, hefra Brennan," sagði hún. „Hvers vegna eruð þér ekki á flugi um bláan g- nrnnn?" Hann skýrði henni frá því, að flugvélinni hefði seinkað. „Fimm klukkustunda bið, já?“ sagði hún. „Og engir pen- ingar til að gera biðina þolan- legri.“ Hún velti þessu fyrir sér. „Herra Brennan, ég segi þetta án allrar beiskju, en þér hafið satt að segja slegið botn- inn úr kaupgetu minni í kvöld. eftir nokkra bjóra í viðbót er ég orðin blönk, svo .. .“ „Þetta er fáránlegt,“ sagði Tracy og reis á fætur. „Ég er að drukkna í peningum. Ég ætla að finna framkvæmda- stjórann og fá peninga hjá honum.“ Hún ýtti honum í fljót- heitum niður á stólinn aftur. „Við höfum þetta í gegn án þess að grípa til örþrifaráða.“ Hún saup nokkra teyga úr bjórglasinu, og var hugsi. „Ég get ekki skilið yður eftir á almannafæri, svona ég ætla að taka yður með mér.“ „Hvert?“ „Starfslið Falcon flugfélags- ins heldur smá samkvæmi á efri hæðinni. Ég skal koma yður inn. Seinna hjálpumst við svo að með að koma yður út á flugvöllinn.“ Hún brosti yfir öxl hans. „Þarna er herrann minn að koma.“ Dökkhærður, myndarlegur maður gaf eignarétt sinn 1 skyn með því að kyssa Betty á kinn- ina. Tracy bretti grönum ósjálf- rátt. „Arnie,“ sagði Betty, „mig langar til að kynna þig fyrir herra Brennan. Hann var far- þegi á flugfari númer fimmtíu í dag ... herra Brennan, þetta er Arnie Schultz, aðstoðarflug- maðurinn okkar.“ Þeir tókust í hendur og brostu falskt. „Herra Brennan kemur með okkur í samkvæmið,“ sagði Betty. „Nei, en gaman!" sagði Arnie. „Hann er aleinn á báti hér í Denver,“ útskýrði hún. „Að hugsa sér!“ sagði Arnie. „Gvöð!“ Tracy fann til virkrar and- úðar á Arnie. „Ég þarf að bíða fáeinar klukkustundir milli flugvéla og ungfrú O’Brien hefur sýnt mér þá vinsemd, að bjóða mér þátttöku í samkvæmi ykkar. Þér megið trúa því, Schultz, að ég mun ekki tæla frá yður dömuna.“ „Nei, það segið þér satt,“ sagði Arnie. Hann sneri baki við Tracy og beindi orðum sín- um til Bettyar. „Þau eru farin að bíða eftir okkur uppi, Ijúfan. Komdu með frímiðafarþegann þinn og svo förum við.“ Hann tók um handlegg Bettyar og þau sigldu í átt til lyftunnar með Tracy í kjölfarinu, en svifu síðan með henni upp á aðra hæð. Danssalurinn var fullur af heilbrigðum ameríkönum af báðum kynjum. Grammófónn hafði verið settur í samband og töluvert var af dansfólki á gólfinu. „Verið yður úti um glas, Brennan,“ sagði Arnie. „Reyn- ið svö að gera yður ósýnilegan, ha?“ „Þú verður að vera vingjarn- legri við herra Brennan,“ sagði Betty, „annars gæti farið svo að einhver annar gerði sig ó- sýnilegan.” „Takið upp ykkar skemmtan, börn,“ sagði Tracy. „Farið ekki að rífast yfir mér.“ Betty deplaði hlýlega til hans auga, en sveif síðan út á dansgólfið í hröðum dansi við Arnie. Hún var töfrandi á að horfa, en Tracy fannst dans- herra hennar meiri andstyggð en hann gæti afborið, svo hann rölti yfir að litlu vín- borði og þar var honum feng- ið stórt glas með sterkri vín- blöndu. Hann hallaði sér upp að vegg, og virti með ólund fyrir sér hina glaðværu mann- þröng. Hann var á góðri leið með annað glasið, þegar lagleg Ijós- hærð hnáta nam staðar fyrir framan hann. Hún brosti upp til hans. „Halló,“ sagði hún. „Langintes með lokkinn.“ Hann horfði á hana alvar- legur í bragði. „Við skulum dansa.“ „Hvað annað?“ sagði sú ljós- hærða og breiddi út faðminn. Hún hét Marianne og vann í farþegaafgreiðslunni og hún trúði Tracy fyrir því, að hann dansaði prýðilega upp á nítjándu aldar móð. „Leyfið mér að spyrja þig að einu,“ sagði hún. „Fötin þín — hélztu, að hér ætti að vera grímu- ball?“ Snöggir þjáningadrættir fóru um andlit Tracy. „Nú hef ég sært tilfinningar þínar, var það ekki? sagði Marianne. „Ég frem sjálfsmorð.“ Þau dönsuðu, drukku eitt glas til viðbótar og reyndu aftur. „Þú hefur eitthvað við þig, Tracy,“ sagði hún. „Ég er mjög móttækileg fyrir þér.“ Tracy kreisti hana í tilrauna- skyni og hlaut í staðinn nokk- ur kramin rif. Honum fór að finnast hann vera hættulegur kvennaljómi. Seiðmagnað bros myndaðist á vörum hans. Þeg- ar danslagið var búið, kreisti hann Marianne aftur . „Losaðu tökin, Tracy,“ sagði hún. „Ef þú ert þannig stemmdur, þá verð ég að biðja þig að koma með mér út á svalirnar.“ Hann fylgdi henni eftir, rjóður og sigurviss, gegnum franska gluggann út á litlar svalir. Þar var þröngt á þingi, en þeim tókst samt að finna leikstað og Marianne lyfti vör- unum. Þær voru heitar og lif- andi og þegar hún sleppti hon- um, þreif Tracy í svalahandrið- ið. „Þú ert fyrirtak, Tracy,“ sagði hún, „á þinn sérstæða, svifaseina hátt, og það hefur verið mér ánægja að kynnast þér. Laumaðu til mín síma- númerinu þínu einhvern tíma og þá mun ég halda samband- inu við þig. Nú verð ég að stinga af. Vinur minn mun véra farinn að leita að mér. Hún faðmaði Tracy enn á ný að sér svo brakaði í rifjum hans og fór svo. Þegar Tracy hafði náð and- anum aftur, gekk hann inn í salinn og fannst hann vera hresstur og endurnærður. — Hinum megin í herberginu sá hann O’Brien. Hún var auð- fundin á eldrauða hárinu og græna kjólnum. Tracy hysjaði upp um sig buxurnar og lagði af stað til hennar, þegar næsti dans hófst. ,,0’Brien,“ sagði hann, „þenp- an eigum við.“ Hann tók áf henni glasið og fékk Arnie það, greip þéttingsfast um mitti hennar og sveiflaði henni út á dansgólfið. „Ég hef haft áhyggjur af yður, herra Brennan,“ sagði Betty. „Síðast þegar ég sá yður, voruð þér mjög upptekinn af einni glóhærðri.11 „Iss, hún,“ sagði Tracy. „Stundarhrifning. Hún kemst yfir það.“ „Ég sé að hún hefur skilið eftir stimpil sinn á yður,“ sagði O’Brien, með ískulda í svipnum. „Fáið mér vasaklút- inn yðar. Einhver kynni að halda, að þessi þakmálning væri af mér.“ Tracy hafði aldrei fundizt hann vera jafn ómótstæðileg- ur og glæstur. „Ég vildi óska leiguflug flugskóli sjúkraflug fjögurra hreyfla flugvél ^fi FLUGSYN 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.