Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1965, Qupperneq 37

Fálkinn - 06.09.1965, Qupperneq 37
• Farþegínn Framh. af bls. 35. Brennan, Arnie, heldur mín. Herra Brennan er einmana og hefur drukkið fáein glös. Ég er að gæta hans.“ ( „Þú hefur aldrei gætt mín á þennan hátt,“ sagði Arnie. „Er það satt?“ spurði Tracy harðánægður. „Ég ætti að sundurlima þig, betlari," sagði Arnie, íhugandi. ;„Ég held ég geri það.“ Tracy reiddi upp hnefana í hinni klassisku stöðu en Arnie hjó til hans, hnitmiðað og af afli og kom höggið beint á nef- ið. Eitt líflegt augnablik fannst Tracy eins og neon-ljósum hefði verið komið fyrir í heila- búi hans; svo datt hann niður og rak hnakkann í svalahand- riðið. Seinna mundi hann aldrei eftir uppnáminu, sem hann olli í veizlunni, manninum með myndavélina og ljósaperurnar og gleraugnaglámnum með blý- ant og blokk, sem hneggjaði lítilsháttar þegar hann skrifaði niður nafn og heimilisfang Tracy. Þegar Tracy vaknaði, var sólin komin hátt á loft. Hann var með óbragð í skrælnuðum munninum, honum leið ein- kennilega 1 augunum og það skringilega við nefið á honum var, að hann sá það hvert sem hann leit. Hann lá kyrr stund- arkorn og reyndi að kalla vit- glóruna til sín aftur. Síðan j settist hann upp og leit í kring- |i:; um sig. Herbergið var skemmti- legt en nokkuð blómstrað. Skáp- hurð stóð í hálfa gátt og hann varð fram úr hófi niðurbeygð- ur af að sjá kjóla þar inni; nylonsokkar, sem lágu á stól . juku honum enn vanlíðan. | Hann vissi hvar hann var og í stundi ámátlega. í hvert skipti, sem hann lenti í kasti við rauð- hærðan kvenmann, varð hann veikgeðja og óhöppin hrönn- uðust á hann. Það hafði verið á nóttu sem þeirri, sem nú var ný dunin yfir hann, sem Gladys Cormwell fann gullnámuna sína. Hann velti því fyrir sér, hvort O’Brien hefði frá byrjun vitað hver hann var og veikt mótstöðuafl hans svo slóttug- lega með svikinni rausn og blíðu. Hann óskaði þess, að hann gæti munað, hvort hann hefði beðið hennar; ef hann hefði gert það, gat þetta atvik orðið honum dýrt spaug. Eins og komið var, hafði hann orð- ið að þola opinbera niðurlæg- ingu af hendi þjóns, verið lam- inn í klessu af aðstoðarflug- manni og misst af flugvélinni sinni. Hann verkjaði í nefið. Eftir nokkra stund fór hann fram úr rúminu og fann fötin. sín liggjandi á stól. Ofan á buxum hans lá dagblað, með þriggja dálka mynd á forsíð- unni. Það var eitthvað við tvö andlitin á myndinni, sem dró að sér athygli hans. Hann rýndi í hana og sá þar konu, sem líktist mjög Betty O’Brien og manni, sem var alveg eins og Arnie Schultz og studdu þau á milli sín máttvana mann- veru, sem kom honum kunnug- lega fyrir sjónir. Það sást á strigaskóna. Fyrir neðan myndina stóð, að Tracy Brennan (í miðjunni) vellauðugur visindamaður frá Long Beach, sem var á heim- leið frá ráðstefnu með yfir- mönnum flughersins í Rapid City, S.D., hefði verið sleginn í rot af Arnold Schultz (til hægri) aðstoðarflugmanni hjá Falcon flugfélaginu, fyrir að gerast nærgöngull við ungfrú Betty O’Brien (til vinstri), lag- lega, rauðhærða Falcon flug- freyju, í fylliríisáflogum á gisti- húsi nokkru kvöldið áður Yfir efri hluta mindarinnar hafði verið skrifað með rauð- um blýanti þetta eina orð: KVIKINDI! Tracy klæddi sig og velti vöngum örvinglaður yfir þeim áhrifum, sem þetta gæti haft á kaup flughersins á þrýstilofts- hreyfli hans. Hann reimaði að sér strigaskóna stúrinn í bragði, opnaði svefnherbergishurðina og lét þá hugmynd hvarfla að sér að taka á sprett út úr hús- inu. Hann læddist á tánum eftir gangi. „Ert þú þarna, Brennan?" Tracy leit inn í dagstofuna og sá rauðbirkinn, gráhærðan kúluvamb liggja þar á legu- bekk. Hann var með gleraugu á nefinu og hélt á dagblaði. „Þú fetar um hljóðlega, ha?“ sagði maðurinn. „Hvað á það að þýða?“ „Ég vildi ekki gera -neinum ónæði,“ sagði Tracy. „Hver ert þú?“ „John Francis O’Brien. Eliza- beth Kathleen Mary O’ Brien er dóttir mín. Að því er mér er tjáð hefur þú blekkt litlu stúlkuna mína skammarlega, látið þér um munn fara hnjóðs- yrði um heilagt hjónaband og gerst sekur um ruddalega árás á ungan flugmann. Komdu inn- Framh. á bls. 42. • Gagnrýnendur Framh. af bls. 19. þessu en hér á landi. T. d. er það algengt að starfsfólk fyrir- tækja leggi í sjóð, sem síðan er ætlaður til kaupa á málverk- um. Fyrir upphæðina er keypt vandað málverk og síðan haft happdrætti um það. Þetta gæti starfsfólk Fálkans hæg- lega gert án mikilla fjárútláta per einstakling. — Teljið þér, að samlandar yðar hafi eitthvert vit á listum? — Já, já, að minnsta kosti einn, — kannski tveir. — Hvað vilduð þér segja um áhrif gagnrýnenda? — Þeir hafa auðvitað engin áhrif á málarana, en hins vegar hafa þeir mikil áhrif á fólkið. Ég vil ekki ræða um einstaka gagnrýnendur, en hitt er rétt, að gagnrýni er nauð- synleg. Og mér finnst það viðurkenningarvert, að menn skull fást til þess að skrifa um sýningar. Þeir reyna að vera sann- gjarnir, greyin, það mega þeir eiga. Ég held það sé rangt sem sagt hefur verið, að pólitík ráði þar nokkru um. — Hvað álítið þér um Ferró? — Ja, ég hef alls ekki gaman af honum, það er allt og sumt Persónulega er ég á móti fílósófíu þessara manna. — En hvað álítið þér um yngri málara okkar? — Það ber ósköp lítið á þeim, því miður. — Miðið þér við sölumöguleika, þegar þér málið málverk? — Alls ekki. Málari, sem vinnur að málverki hugsar alls ekki um peningahliðina, meðan hann vinnur að því. Hann hugsar fyrst um slíkt, þegar hann hefur lokið málverkinu. En það er atriði út af fyrir sig. Verðlag er lægra á málverk- um hér á landi en annars staðar. Og það er eiginlega hlægi- lega lágt hér. Það virðist jafnvel vera nauðsynlegt að hugsa stundum um peninga. En slíkt er auðvitað mjög óæskilegt. — Hvað vilduð þér segja um nauðsyn málverkaverzlana í bænum? — Því miður er engin slík verzlun í bænum, sem hægt er að bera virðingu fyrir. Og fyrir mitt leyti, þá sel ég min málverk sjálfur. Málari miðar alls ekki við álit málverka- sala. Jafnvel þótt Sigurður Benediktsson segi, að landslag selj- ist bezt, þá þýðir það ekki, að við eigum að mála landslag. — Hafið þér fleiri málverk hangandi á heimili yðar en eftir yður sjálfan? — Já, nú er ég líka með Valtý Pétursson og Svavar Guðna- son uppi. Annars fæst ég ekki til að gagnrýna aðra málara; þér verðið að leita annað til þess að fá upplýsingar um þá. — Er mikill hiti innan málarastéttarinnar, kannski öfund eða eitthvað slíkt? — Svona mál ræði ég ekki, en hitt er mér óhætt að segja, að ástandið þar er tiltölulega gott. En málarar eru auðvitað eins og annað fólk, elska sjálfa sig mismunandi mikið, ekki rétt? — Kaupir fólk mikið af málverkum? — Já, það má segja það. Það virðist koma svona í períód- um, stundum er mikið keypt, stundum ekkert. Jú, fólk kaup- ir mikið til gjafa líklega er meira um það. Og núna í vor átti það sér stað í fyrsta skipti hjá mér, að fólk keypti málverk til fermingargjafar. Það var mjög ánægjulegt. Er mikill skoðanamunur hjá gömlu málurunum og þeim sem nú ryðja veginn? — Þetta er viðkvæmt mál og ég vil helzt ekki ræða það. — Þér rekið gullsmíðaverkstæði, Jóhannes, er kannski meira upp úr því að hafa en r.rálaralistinni? — Það er nú eiginlega gullsmíðin, sem rekur mig sem mál- ara. _ — En hvað haldið þér um aukin peningaráð íslendinga. Hafa þau negatív áhrif á listaáhuga þeirra?, — Ég hef ekki hugmynd um hvaða lögmál ráða Þar um. — Hvað álítið þér um eftirprentanir málverka? — Er það nokkuð verra en hvað annað? Það má vissu- lega of mikið af öllu gera, en ég held að það sé ekki svo slæmt hér. — Og vilduð þér þá segja eitthvað að lokum? — Nei ég held ekki. Annaðhvort er maður hógvær eð mað- ur rífur eitthvað í sig. Ég ætla að vera hógvær núna. Og með það er Jóhannes Jóhannesson kvaddur. FALKINN 37

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.