Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1965, Side 42

Fálkinn - 06.09.1965, Side 42
HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 TRÚLOFUNAR H R I N G A R ULRICH FALKNER gulism LÆKJARGÖTU 2 2. HÆD 35 U '/.# és* ifijre D D 0 D U D n J o i Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið íítnanlega. KORKIOJAIXI H.F. Skúlagötu 57 — Símar 23200 • Farþegiðin Framh. af bls. 37. hjónaband, það dýrmætasta, sem lífið hefur að bjóða. Ég var ekki með öllum mjalla, þegar ég sagði það. Nú hef ég fengið aftur ráð og rænu og ég vildi gjarnan fá að gefa þessa yfirlýsingu: ég elska þig og ég er því feginn.“ „Við skulum gera þetta að sameiginlegri yfirlýsingu,“ sagði Betty. „Það brýtur í bága við reglur félagsins að sýna farþega blíðuhót, en þegar alls er gætt, þá er búið að segja mér upp, ekki satt?“ • Harmleikur Framh. af bls 27. því vísað til hæstaréttar, en þar hefur ekki ennþá fundizt lausn á þessu geysilega vanda- máli. Það var skrýtið augnablik, þegar þær mættust í réttin- um, mæðgurnar. Brigitta var þá 15 ára gömul. Allt sitt líf hafði hún verið flutt frá einu heimili til annars og aldrei hafði hún fundið öryggi, sem aðeins heimili getur veitt börn- um. Hún hafði aldrei þekkt ást- ríki foreldra, og nú þráði hún ekki slíkt. En áður en þetta var hafði frú Arzt fengið að vita að Brigitta var hálfvilltur ungling- ur, og það hafði ekki haft mikil áhrif á hana, þótt búið væri að hafa upp á hinum raunverulegu foreldrum hennar. Frú Arzt vonaði áð Brigitta mundi líta öðruvísi á málin, þegar þau höfðu hitzt. Og án þess að segja orð stóðu þær hver á móti ann- arri í réttinum, Brigitta og móðir hennar. Og nú fyrst var hægt að sjá, hversu nauðalíkar þær voru, Brigitta og systur hennar tvær. En Brigitta var ekki hrifin af foreldrum sínum. — Það eina sem mig langar til að gera er að fá mér atvinnu og lifa mínu eigin lífi, sagði hún. — Hvers vegna ætti ég allt í einu að flytja til þeirra núna, ég hef aldrei átt heimili og nú þarf ég þess alls ekki. Ég er aðeins 15 ára gömul og fullkomlega fær um að bjarga mér sjálf ... hvaða samleið á ég með þessu ókunnuga fólki. Arzt hjónin hafa auðvitað aldrei ætlað sér að láta Geir- þrúði fara frá sér. Hún hefur vaxið upp meðal annarra barná þeirra, hún er geðug stúlka, sem þekkir ást og glaðleg and- lit á heimili. Frú Arzt sagði, að þótt hún hefði aldrei ætlað sér að missa Geirþrúði, þá stæði heimili þeirra Brigittu alltaf opið. — Vissulega verður hún ókunnug fyrst, en hún er vel- komin og hún skal læra að skilja, að við elskum hana. Við viljum gera allt til þess að laga aftur þessi 15 erfiðu og eyði- lögðu ár. Brigitta hefur þegar skrifað hingað, og sagt að hún kæri sig ekki um að vera hér, en við vonum, að hún komi hingað einn góðan veðurdag, því hér á hún heima. Við vit- um vel, að við megum ekki þvinga hana. Hún verður að koma með eigin vilja, vegna þess að hún finni að við erum foreldrar hennar .. . og að þetta sé heimili hennar. Geirþrúður hefur orðið mjög ólánsöm í öllu þessu umstangi. Einnig hennar heimur er hrun- inn til grunna. Foreldrar henn- ar hafa sagt henni, að þau ætli alltaf að hafa hana hjá sér, en sjálf segir hún: — Þau eru þrátt fyrir allt foreldrar mínir, ég hef aldrei þekkt aðra foreldra. Ef þau senda mig ekki burtu og segja mér, að þau vilji ekki hafa mig hér lengur, þá verð ég hér og lít á þau sem foreldra mína. .. ENDURNÝ JUM SÆNGUR OG KODDA FLJÓT AFGREIÐSLA HÖFUM EINNIG EINKASÖLU A REST-BEST KODDUM Póstsendum um land allt. DÚN- 0G FIÐUR- HREINSUNIN i VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740. 42 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.