Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 27

Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 27
i kgasta allra verka, að taka mannslíf. Vald. Hann öðlaðist það með ofbeldi, og hann elskaði það. Hann elskaði það á sama hátt cg aðrir elska stúlkur eða vélar eða íþróttir. Gegnum ofbeldið kynntist Chuck í fyrsta sinn sinu ófrjóa lífi, sköpunarmætt- inum. Vitfirring? Það sagði verjandinn. Ákær- andinn var á öðru máli. Ákær- andinn staðhæfði, að Chuck hefði einkenni sálsýki, en væri ekki geðveikur. Hann kunni vel að greina rétt frá röngu. Hann kærði sig bara ekki um það. Og gegnum öll réttarhöldin jVar Chuck kaldur og óhræran- legur eins og ísjaki. Með Finelli- morðið komust þeir ekki lengra en að annarri gráðu, svo hann þurfti ekki að óttast dauðadóm. Hann fékkst ekki til að með- ganga neitt. Hann hæddist kurt- eislega að allri vitnaleiðslunni og sakaði okkur öll um lygi. Hann virtist algjörlega öruggur í þeirri trú, að hann myndí sleppa vegna þess að hann var Chuck Landry og hvað hann snerti, kæmi ekkert annað til mála. 1 vissum skilningi slapp hann vel. Hann hafði mjög færa lög- fræðinga. Hann fékk fimm til tuttugu ára fangelsisdóm en það táknar, að hann verður kominn út aftur eftir fimm ár, jafnvel þótt áfrýjun hans verði synjað. Til þess er ætlazt, að þetta komi honum á rétta braut. Ég vona að það geri það; en þó efast ég. Þegar ég virti fyrir mér andlit hans og reyndi að kánna köld hulinsdjúpin bak við það, efað- ist ég um, að nokkuð gæti orð- ið til þess að breyta honum. Mér finnst eins og ég hafi beð- ið ósigur. Svo mörg voru þau orð. Einka- Vandamál mín, sem til urðu í þessu sambandi, eru leyst. Kona mín og ég höfum skapað á mil’i okkar dýpra og göfugra sam- band, sem byggist á sameigin- legum raunum okkar. Fótur minn er nú gróinn að fullu, þótt ég haltri enn örlítið, þegar raki er í lofti. Og læknirinn tjáir mér, að jafnvel það muni hverfa með tímanum eða allt að því. Og þegar á allt er litið, hvað eru fjórir, fimm mánuðir úr heilli ævi? Artie Clymer er dauður, en hann var einskis virði, hvort eð var. Nokkrir umrenningar fengu barsmíð. Og Finelli, sá öðlings- maður, er látinn, en menn deyja á hverjum degi og eru jarðaðir og heimurinn snýst sem áður. Og hvað ætlið þér að gera í málinu? Sennilega ekkert. En fari það bölvað, eitthvað ætti að gera. Ég á ekkert svar við því. Ég á sjálfur tvö börn og það kemur í minn hlut að sjá um, að þau vaxi upp sem nýtir þjóðfélags- þegnar. Vera má, að svo færi, ef . ég yrði var við eitthvert grimmdareðli hjá Pudge, sem engin venjuleg tamning fengi upprætt, að ég yrði tregur til að horfast í augu við það. En ég held samt, að minningin um nótt- ina, þegar ég lá i illgresinu við Williamsgötu, muni neyða mig til þess. Ég held, að fyrr eða seinna verði okkur nauðugur einn kost- ur að finna svarið. Vegna þess að nú búum við öll í nánara sambýli, háðari hvort öðru og tengdari en nokkru sinni fyrr, og tígrisdýrið vex og dafnar meðal okkar. Á hverjum degi lesið þér um ofbeldisverk þess og fórnardýr. En auðvitað dettur yður aldrei í hug, að þér kynnuð að verða næstur. Mér kom það heldur ekki til. hugar. ENDIR. -/>^/2 &LEYM£>U£> ATxZ/rrA | HALLUR SÍMONARSON skrifar i jm s-mm m = f = =L = = iws SKEMMTILEGT SPIL. Suður gefur. Allir á hættu. A G-9-7 V D-6 ♦ Á-9-5-4-2 * 6-6-4 A 10-2 V G-10-9-4 ♦ K-10-8-6 * K-G-4 A Á-K-D-8-6-4-3 V 7-2 ♦ G * Á-9-5 A 5 V Á-K-8-5-3 ♦ D-7-3 * D-10-7-2 Suður 1 A 4 A Sagnir: Vestur Norður pass 2 A pass pass Austur pass pass Vestur spilaði út hjartagosa. Sum spil eru sjálfspilandi. Sagnhafi hefur i byrjun ákveðinn slagafjölda, sem hann fær án fyrirhafnar. Önnur eru ekki eins örugg, þar sem árangurinn fer eftir skipt- ingu hjá mótherjanum eða úrspili spilarans. Þessi spil eru miklu skemmtilegri og eitt af þeim er spilið hér að ofan. Austur-Vestur byrja á því að taka tvo slagi á hjarta og Austur spilar síðan laufi. Svo virðist sem sagnhafi tapi einnig tveimur slögum á lauf og verði einn niður — en Suður hefur góða möguleika til að vinna spilið. Hann hefur ástæðu til að ætla, að hægt sé að fría tígul í blindum og vinna því á laufaásinn, spilar tígli á ásinn og trompar tígul heima. Sagnhafi þarf að eiga þrjár innkomur í blindan til að geta nýtt tígulinn, og spilar því spaða og svínar sjöinu, þegar það á slaginn er tígull trompaður heima. Spilar spaða á gosann og trompar fjórða tígulinn heima. Spilinu er nú raunverulega lokið. Blindum er spilað inn á spaðaníu og tapslag í laufi kastað á fría tígulinn — og tiu slagir eru i höfn. Það var nauðsynlegt að svína i trompinu og án þess var ekki hægt að vinna sögnina. Það er betra að svina fyrir tíunni í sjötta slag en spila gosan- um í von um að spaða 10 falli. Meiri líkur eru til þess, að Vestur eigi spaða 10-5-2 eða 10-2, en að Austur eigi tíuna einspil. FAukvi NN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.