Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Side 4

Fálkinn - 25.10.1965, Side 4
4» »•••••••••••<••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• ☆ BENEDEKT YIGGÓSSON SKRIFAR FYRIR UNGA FÓLKIÐ ☆ HLJÓMAR EFSTIR EiNAR VINSÆLASTI SÖNGVARINIM * ^☆^☆^☆^☆^☆^☆^☆^☆^☆-^☆^☆^☆^☆^☆^☆^☆^☆-X'5 Ég vil byrja á því að þakka hinum fjöl- mörgu lesendum FÁLKANS fyrir það, hvað þeir brugðust vel við þeirri áskorun um að taka þátt í þessari skoðanakönnun. Síðustu vikurnar leit út fyrir, að PÓNIK myndi hreppa hið eftirsótta efsta sæti, en Hljómaaðdáendur tóku góðan lokasprett og færðu þessari keflvísku hljómsveit titilinn VINSÆLASTA HLJÓMSVEITIN 1965. Þegar stutt var eftir af þeim tíma sem veittur var til að gera atkvæðunum skil, bárust þættinum tvö bréf, en þau höfðu að geyma samtals 80 atkvæði og hljómsveitin, sem þessir tveir athafnasömu piltar vildu koma á toppinn var DÚMBÓ OG STEINI. Því miður var ekki hægt að taka þessi at- kvæði til greina, þar sem ég liafði ekki ósk- að eftir því, er þessi skoðanakönnun hófst, að einstaklingar færu á stúfana til að safna undirskriftum og verður því DÚMBÓ að láta sér nægja 4. sætið, en STEINI er hins veg- ar nr. 3 á listanum yfir vinsælustu söngvar- ana, en hann er mjög efnilegur söngvari að mínum dómi og mega Skagamenn vera stolt- ir bæði af hljómsveitinni og söngvaranum. Það er dálítið kaldhæðnislegt, að Reykvísk hljómsveit, sem hefur leikið um tíma í KEFLAVÍK skuli hreppa annað sætið, en hér á ég við PÓNIK, en söngvara þeirra, EINARI, gekk enn betur, því hann hlaut titil- inn VINSÆLASTI SÖNGVARINN 1965. í bréfunum voru Pónik mikið lofaðir fyrir góða sviðsframkomu og snyrtimennsku í klæðaburði. Þeir hefðu örugglega fengið titil- inn BEZT KLÆDDA HLJÓMSVEITIN, ef keppt hefði verið um hann. Hér á síðunni sjáið þið listann yfir 10 vin- sælustu hljómsveitirnar og fimm vinsælustu söngvarana. Síðan verða þessar hljómsveitir kynntar sérstaklega í þættinum hver fyrir sig. ~K ☆-K ☆-K ☆-K ☆ ☆-K ☆-K ☆-K ☆-K ☆-K ☆-K ☆ ~)< ☆-K ☆ ☆-K ☆-X ☆-K ☆ ☆-K ☆-K ☆-K ☆-K ☆-K ☆' MANFRED MANN Eitt vinsælasta lagið hérlendis sl. vetur var „DO WAH DIDDY DIDDY“. Nú og hverjir voru það, sem fluttu þetta fjöruga lag . .? „Er maðurinn alveg gal að vita það ekki. Að sjálfsögðu var það MANFRED MANN,“ segið þið auðvitað og það er alveg rétt, þ. e. a. s. það síðara er rétt. Manfred Mann enr frá Liverpool, eins og mai'gar aðrar brezkar hljómsveitir. Fyrsti vísirinn að hljóm- sveitinni mun hafa orðið til i ónefndum jazzklúbb 1 heimaborg þeirra. Síðan, þegar piltarnir höfðu leikið lengi saman í Liverpool, ákváðu þeir að leggja land undir fót og áfangastaður var London. Uppfullir af frægðarvonum, heimsóttu þeir hvert hljómplötufyrir- tækið eftir annað og piltarnir voru ekkert feimnir við að láta sín eigin meðmæli fjúka: „Við erum bezta rythme og blues hljómsveitin í Bretlandi. Hvernig væri að hljóð- rita eitt lag til reynslu,1’ sögðu þeir. En enginn vildi sinna þessum hrokafullu piltum og svarið var alls staðar: „Nei.“ Þar til þeir komu að máli við John Burgess hjá E. M. I. Hann lét taka upp nokkur lög með þeim og hlustaði af athygli og árangurinn lét ekki á sér standa, því fljótlega eftir þessa hljóðritun undir- rituðu þeir félagar samning við E. M. I., sem er ein voldugasta hljómplötustevpan í Evrópu. Fvrsta lapið. sem komst á vinc-inM-UÍQ+nrm ’ var hi<i skemmtilega „5—4—3—2—1“. Næst kom hið þekkta „Do wah diddy.. .“ en það var fyrsta lagið, sem komst í efsta sæti, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þá er það „Sha la la“. Það náði hæst 2. sæti, en fór upp fyrir 20. í U.S.A. Það var tæpa tvo mánuði á brezka listanum. Þegar „Do wah . ..“ var nr. 36 eftir 27 vikur í Bret- landi, skipaði það hið langþráða efsta sæti í U.S.A. Svona getur Kaninn verið lengi að taka við sér. Fyrir utan fyrr- nefnd lög, hafa Manfred Mann sungið m. a. lögin „Come tomorrow" og Oh no not my baby“ inn á hljómplötu. Þá hafa þeir og verið mjög ofarlega á E.P.-listanum í Bretlandi með plötuna „The one in the middle“ síðustu vikurnar og hafa skipzt á við Rolling Stones um fyrsta sætið þar. Þá er bezt að kynna fyrir ykkur hljóm- sveitarmeðlimina. Manfred Mann, maðurinn, sem aldrei brosir eða sá með skeggið“, eins og hann er stundum nefndur hér heima, er einn af stofnendum hljómsveitarinnar, en þó að hún beri nafn hans tekur hann þvert fyrir það að vera hljómsveitarstjórinn. „Við erum það allir. Nafn mitt var aðeins notað vegna þess. að umboðsmanninum okkar þótti það henta bezt. Eitthvað varð hljómsveitin að heita.“ segir Manfred. 4 FAt.KINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.