Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 6
GAMANSAGA EFTIR INGIBJÖRGU JÓIMSDÓTTUR
7. KAFLI.
BRÚÐKAUPSVEIZLAN.
Ég sveif inn kirkjugólfið
klædd hvítum skósíðum
kjól og slörið mitt báru
fjórar litlar brúðarmeyjar.
Faðir minn gekk við hlið
mér klæddur í kjól og hvítt
og hjá prestinum beið hann
Siggi hár og herðibreiður og
glæsilegur.
Ég hef aldrei séð neitt
jafn glæsilegt og hann Sigga,
enda er þetta í eina skiptið
sem ég hafði séð hann til
þessa dags klæddan í annað
en KR-búning.
Presturinn talaði yfir okk-
ur allir sungu, og áður en
ég vissi hvernig á mig stóð
veðrið vorum við Siggi orðin
hjón, maður og kona frammi
fyrir Guði og mönnum.
Við fórum í bíl til mynda-
smiðsins og svo beint upp
á Sögu, en það hafði reynzt
eini staður bæjarins sem
móður minni og mömmu
hans Sigga fannst sæma
undir brúðkaupsveizluna.
Við stóðum þarna í for-
stofunni og biðum eftir gest-
unum.
„Komið þið sæl,“ sögðum
við.
„Hvernig hefur hann bróð-
ir þinn það? Er hann kom-
inn heim af spítalanum?"
„En hvað það var leitt að
konan þín skyldi einmitt
þurfa að liggja á sæng
núna!“
„Jú, það verður spilað
hérna á eftir, og allir geta
dansað.“
„Setjið þið fötin ykkar i
fatahengið.“
„Gaman að þú skyldir
geta komið.“
„Farið þið beina leið upp.“
Ég var orðin dauðþreytt
í handleggnum af hamingju-
óskum og brosið var stirðn-
að á vörum mínum svo við
lá að ég gæti ekki lokað
munninum aftur.
Siggi tók þessu öllu eins
og sannur KR-INGUR.
Þegar við komum upp
hópuðust konur KR-INGA
utan um mig og þreifuðu á
kjólnum mínum.
„En hvað þetta er dásam-
legt efni,“ sagði Abba. „Hvar
fékkstu það?“
„I Parísartízkunni," sagði
ég og fór hjá mér.
,,Og sniðið er hreint út
dásamlegt. Hann klæðir þig
alveg dásamlega,“ sagði
Labba.
„Þið Siggi voruð hreint
það dásamlegasta brúðar-
par, sem ég hef nokkurn
tíma séð,“ sagði Lá.
Ég hef aldrei heyrt orðið
„dásamlegt" jafn oft og
þennan eftirmiðdag. Aldrei.
Allur Súlnasalurinn var
skreyttur hvítum blómum
og borðin báru fagurlegar
skreytingar líka.
„Það er allt fullt af KR-
INGUM hérna,“ sagði Siggi
við mig.
„Já, og þeir eru ekki i
æfingabúningum,“ sagði ég,
því ég hafði tekið eftir fót-
boltanum, sem hann hafði
smyglað inn með sér í kirkj-
una, tekið með sér til mynda-
smiðsins og látið mig halda
á í stað brúðarvandarins og
sett svo upp á loft um leið
og við komum út á Hótel
Sögu.
„Elskan mín,“ sagði Siggi
sárþjakaður og leiður. „Ég
ætlaði alls ekki að byrja á
að spila fótbolta hérna
núna.“
Stúlkurnar gengu um með
kampavín og snittur stóðu
á tveim langborðum.
Nokkrir KR-INGAR stóðu
úti í horni og Siggi dró mig
beint þangað.
Þeir voru með boltann
hans Sigga.
„Það er sko svona,“ sagði
Maggi. „Undirstaða varnar-
leiksins hefur ekki breytzt
svo óskaplega mikið síðustu
árin þó allir séu að tala um
alls konar kerfi. Það er enn
takmark leikmannsins að
komast með boltann sem
næst markinu og skora.“
Ung, Ijóshærð stúlka
starði á Magga aðdáunar-
augnaráði.
„Væri það ekki auðveld-
ara ef hinir væru ekki alltaf
að flækjast fyrir honum?“
spurði hún.
Maggi lét sem hann heyrði
ekki til hennar.
„Ég skal sýna ykkur það,"
sagði maðurinn minn elsku-
legur og stilti boltanum upp
fyrir framan tærnar á sér.
„Það er sko alveg sama
hvernig náunginn sem er
með boltann hefur hann. Ef
varnarleikmaðurinn er nægi-
lega leikinn og hefur nægi-
lega næmt auga fyrir bolt-
anum reddar hann sér út
úr öllu. Reyndu að ná bolt-
anum af mér, Maggi.“
„Skal gert,“ sagði Maggi.
„Sko sérðu,“ sagði Siggi,
og lék sér að boltanum með
tánum áður en ég vissi hvað
á mig stóð veðrið hafði leik-
urinn borizt út á dansgólf-
ið.
Gestirnir voru hættir að
tala saman og allir störðu
frá sér numdir á brúðgum-
ann, sem dansaði sinn brúð-
arvals ekki við brúðina eða
B
Magga heldur við elskunaF
sína fótboltann sjálfan.
„Það er alveg sama hvað
þú gerir Maggi,“ sagði Siggi
hátt mjög, „ég held boltan-
um samt. Þarna sérðu bara
góði hvort það er ekki satt
sem ég segi að ég er leikn-
asti varnarleikmaður sem
íslendingar hafa nokkurn
tíman átt þó svo að ég vilji
ekki gerast atvinnuleikmað-
ur með erlendum liðum.“
„Af hverju viltu það
ekki?“ kallaði einhver.
Siggi hætti að leika og
starði út í salinn.
„Hver spurði?" sagði hann
reiðilega.
Ungur og fölur maður
gekk fram.
„Ég,“ svaraði hann.
„Það skal ég segja þér
góði,“ sagði Siggi. „Einu
sinni KR-INGUR, alltaf KR-
INGUR. Ég fer sko ekki að
spila með einhverju lásý út-
lenzku liði eftir að hafa spil-
að með fínustu náungum
þessa heims, KR-INGUM.“
Hljómsveitin hóf að leika
brúðarvalsinn og við Siggi
svifum yfir gólfið.
Mér er sama hvað aðrir
segja um KR-INGA, fóta-
hreyfingar þeirra eru sér-
lega glæsilegar, og þeir
dansa eins og englar.
Ég hef náttúrlega aldrei
dansað við Valsara, Víkinga,
Frammara og bara við einn
Þróttara, en samt segi ég:
það er enginn og ekkert sem
jafnast á við KR-INGA í
dansi.
Það klöppuðu allir fyrir
okkur og almennur dans
hófst. Við Siggi settumst
augnablik tvö við borð úti
í horni og kveiktum okkur
í sigarettu.
„Hvernig finnst þér að
vera gift?“ spurði Siggi.
„Gott!“ sagði ég. „Dásam-
legt!“
„Finnst þér hljómsveitin;
ekki spila vel?“
„Ægilega,“ sagði ég.
Við reyktum þegjandi
smá stund.
„Siggi,“ sagði ég svo. „Allt
þetta vesen. Finnst þér það
ekki undarlegt? Veiztu hvað,
ég hélt að menn héldu ekki
svona veizlur í raunveru-
leikanum?"
Hann hló hátt og karl-
mannlega.
„Ég skil þig,“ sagði hann
með sinni djúpu dödd. „Og
það er enn dásamlegra
vegna þess að við k'mnum
að meta það. Það eru til
þeir sem eru í KR og þeir
FALKINN