Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Page 7

Fálkinn - 25.10.1965, Page 7
sem ekki eru í KR. Heim- urinn skiptist í þessar tvær manngerðir. Við erum hepp- in. Við tilheyrum KR. Við erum í KR.“ „KR-INGAR og ekki KR- INGAR,“ sagði ég hugsandi. „Þetta er rétt hjá þér, Siggi. Ég vil vera í KR og það, sem mestu varðar ég vil vera kona KR-INGS." Ég tók utan um' handlegginn á hon- um Sigga. Hann sleit sig lausan. „Eigum við ekki að skreppa á leikinn á eftir klukkan átta?“ spurði hann. „Það eru Valur-Fram og Valsarar ógna KR-LIÐINU í keppninni um íslandsmeist- aratitilinn. Ef Valur vinnur Fram þá verða þeir með jafn mörg stig eins og við og þá verðum við að keppa við þá úrslitaleik.“ .,Siggi,“ sagði ég yfir- þyrmd af sorg. „Geturðu ekki gert neitt betra á kvöldi brúðkaupsdagsins okkar en farið á fótboltaleik?“ „Hvað heldurðu að sé stórkostlegra en að horfa á góðan fótboltaleik," spurði Siggi. „Finnst þér ekki gaman að fótbolta?“ „Jú,“ svaraði ég. „Þá förum við auðvitað og bjóðum svo strákunum heim á eftir.“ Og þar með var það ákveð- ið. Á mínútunni átta var stormað með mig í brúðar- kjólnum á fótboltaleik Fram- Valur. Það var úrhellisrign- ing. Siggi keypti handa mér stúkumiða, því eins og hann sagði: „Eftir allt giftirðu þig ekki á hverjum degi. í dag sit- urðu í stúku.“ KR-INGAR héldu áfram að drekka heima hjá okkur um kvöldið innan um allar gjafirnar og pakkana, sem ég hafði ekki enn komizt til að opna. Það var þröng á þingi i tveggja herbergja kjallara- íbúðinni, sem við höfðum tekið á leigu í Vesturbæn- um fyrir sama og við hefð- um orðið að greiða fyrir fjögurra herbergja íbúð á hæð í Austurbænum. Skyndilega reis Maggi á fætur. „Kæru brúðhjón,“ sagði hann. „Áður en við skálum fyrir framtíð heill og ham- ingju ykkur til handa finnst mér að við ættum að strengja þess heit hér allir að bæta ráð okkar í fram- tíðinni. Ég stíg hér á stokk og strengi þess heit að frá og með deginum í dag er ég hættur að drekka.“ Hann fékk sér sopa úr glasinu til að árétta orð sín. Gunni spratt á fætur. „Og ég,“ sagði hann og lagði mikla áherzlu á orðið ég eins og KR-INGAR gera gjarnan. „Ég stíg hér á stokk og strengi þess heit að hætta að berja konuna mína.“ „Ég er hættur að reykja,“ pípti Ólafur. „Ég ætla ekki að skrópa framar í vinnunni þegar ég er timbraður,“ sagði Óli. Þá reis Siggi á fætur, karlmannlegur og sterkleg- ur í kjólfötunum sínum. „Ég,“ sagði hann, „stíg hér á stokk og strengi þess heit að ég skal aldrei sofa fyrir austan læk.“ Hinir KR-ingarnir þögn- uðu og það var ekki meira um heitstrengingar þetta kvöldið. Svo stórkostlegt heit hafði aldrei verið strengt áður í þeirra hóp. Ég sat kyrr og svitnaði við tilhugsunina um það, hvað myndi ske, þegar Siggi kæmist að því að ég hafði sofið sjö nætur fyrir austan læk — meðan móðir mín lá á fæðingardeild Land- spítalans um árið. 8. KAFLI. BARNIÐ. Eiginlega áður en nokkuð annað kæmi fyrir var ég orðin stór og mikil með út- þaninn maga og lafandi brjóst. Ég var þegar byrjuð að framleiða nýja litla KR- INGA handa næstu kynslóð. Tvisvar á dag hringdi Siggi heim til mín, og í í hvert skipti sem ég svar- aði sagði hann undrandi: „Sæl og blessuð.“ „Áttirðu kannski von á að einhver önnur svaraði en ég?“ spurði ég. „Nei, nei, nei, alls ekki,“ sagði Siggi. „Heyrðu, hvern- ig hefurðu það annars?“ „Ég? Alveg hreint ljóm- andi.“ „Jæja,“ sagði hann, og ég heyrði á honum hvílík vonbrigði það voru fyrir hann að ég skyldi ekki engj- ast sundur og saman af kvölum. „Þú lætur mig vita ef eitthvað skeður," bætti hann svo við. „Hvort ég geri!“ og braut heilann um það, hvað hann héldi að ég gerði annað en láta hann vita. „Ja, ég á við, þú lætur ekki telja þig á að fara upp á Fæðingardeild ha?“ sagði Siggi. „Þú manst það að drengurinn á að fæðast heima.“ „Heldurðu virkilega að ég ætli að láta barnið sofa fyrir austan læk fyrstu sólar- hringana sem það lifir?“ spurði ég hneyksluð og hugs- aði um það, hvað Siggi myndi segja ef hann vissi að einmitt það hafði komið fyrir mig. „Nei, nei, ég sagði bara svona,“ sagði Siggi. „En ef það verður nú stelpa?“ spurði ég. „Þá verður maður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti,“ sagði Siggi. „Annars verður það strák- ur.“ Og svo kvöddumst við. Alltaf stækkaði á mér maginn og móðir mín var farin að sitja yfir mér á hverju kvöldi og mamma hans Sigga kom ískyggilega oft að heimsækja mig. Einu sinni sátu þær báðar heima hjá okkur og við vor- um að drekka kaffi öll fjög- ur. Aldi-ei þessu vant var Siggi ekki á æfingu. „Hvenær heldurðu að þú leggist?“' spurði móðir mín. „Ég veit það ekki,“ sagði ég. „Ég bara bíð.“ „Ég líka,“ sagði Siggi. Ég leit bitrum augum á þau þrjú. ► FALKINN 7

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.