Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Síða 8

Fálkinn - 25.10.1965, Síða 8
„Ég get svo sem leigt mér herbergi úti í bæ og látið ykkur vita þegar allt er búið,“ sagði ég. „Finnurðu nokkuð til?“ spurði Siggi. Ég fussaði á hann. „Ja, ég vildi helzt að þú ættir barnið núna,“ sagði hann. „Af hverju ekki á rnorgun?" spurði ég. „Þá þarf ég að fara á æf- ingu.“ „Geturðu ekki frestað því þangað til næst?“ spurði ég. „Nei,“ sagði Siggi. „Ég verð að fara á æfingu á morgun af því að ég fór ekki síðast, af því að ég hafði kvef, og af því að ég fór ekki þar áður, af því að þú hélzt að þú værir að verða veik. Af því verð ég að fara á morgun.“ „En á föstudaginn?" spurði ég- „Þá verður hann að keppa við Val,“ sagði mamma hans Sigga og þangað verður hann að fara.“ „Verður hann það?“ spurði ég- Móðir mín leit hneyksluð á mig. „Þú ætlast þó ekki til þess að hann Siggi hafi það á samvizkunni alla ævi að KR skyldi tapa fyrir Val, af því að hann var hérna til að horfa á þig eiga barn? Það er hlutverk karlmannsins að setja mörk, hlutverk kon- unnar að eiga börn. Hann getur hvort eð er ekki hjálp- að þér neitt við það.“ „Ég vil að hann sé hjá mér á meðan,“ sagði ég þrjózkulega. „Þá skaltu flýta þér að verða veik,“ sagði Siggi. Og af því að ég er vel uppalin, góð og hlýðin eigin- kona, þá tókst mér að verða veik rétt eftir að mæður okkar beggja voru farnar af heimili okkar Sigga. Ég var einmitt að laga til áður en við færum að hátta, þegar það byrjaði. Ég gekk úr eldhúsinu inn í stofuna og sömu leið til baka, söngl- andi fyrir munni mér, og af og til nam ég staðar til að anda djúpt og styðja mig við það húsgagn sem fyrst varð fyrir mér. „Kaffið er orðið kalt," sagði Siggi. „Mig langar í sopa.“ Hann hefur strítt mér á 8 FÁLKINN því síðan að ég geti ekki hafa verið með fullu viti, eins og ég segist hafa verið, því hann segir að ég hafi hitað kaffið á pönnuköku- pönnunni. Ástæðan hefur þá áreið- anlega verið sú að ég hef verið að hugsa um að kaff- ið hlyti að hitna fyrr á lág- um flötum hlut en í háu íláti sem hefur ekki einu sinni þykkan botn. Ég man ekki betur en ég hafi hagað mér nákvæmlega eins og ég er vön að haga mér á hverju einasta kvöldi eftir að gestirnir eru farnir og áður en við Siggi förum að hátta. Samt fannst Sigga ég eitt- hvað skrítin. Hann virti mig mjög vandlega fyrir sér og sleppti meira að segja íþróttasíðu Vísis. Loks spurði hann: „Hvernig líður þér?“ „Vel,“ svaraði ég. „Heldurðu að ég ætti að hringja í ljósmóðurina?" spurði hann. „Svona eftir miðnætti, kannski,“ sagði ég. „Ef þetta heldur áfram, annars ekki. Ég vil sko ekki að hún fari einhverja fýluferð hingað.“ Siggi reis á fætur og spurði kurteislega í fyrsta skipti síðan við giftum okk- ur hvort ég vildi ekki að hann hjálpaði mér með upp- þvottinn. „Nei, nei, það er óþarfi," sagði ég og greip andann á lofti smá stund áður en mér tókst að brosa hughreyst- andi til hans. „Mér líður svo vel,“ sagði ég. Hann hélt áfram að horfa svona skringilega á mig, og ég hélt áfram að laga til og brosa til hans. Mér leið vel, allir þessir erfiðu mán- uðir með uppköstum og brjóstsviða og svima og þyngslum og vesaldómi voru á enda og loksins, loksins átti ég að verða mjó aftur. Það var mikið gefandi fyrir það. Mig svimaði náttúrlega svolítið. Og ég fann til í al- vöru en ekki þessa smá verki, sem ég hafði verið með daginn sem Siggi skróp- aði á æfingunni. „Jæja,“ sagði ég. „Hvort viltu eignast son eða son?“ „Seztu niður,“ sagði Siggi. Hann var á svipinn eins og maður sem bíður eftir því að dómarinn ákveði hvort sá sem markið setti var rang- stæður eða ekki. „Þú ættir

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.