Fálkinn - 25.10.1965, Blaðsíða 11
Já, þér vilduð gjarnan vera orðin nokkrum kílóum
léttari. Reynið þá þennan megrunarkúr sem hefur það
til síns ágætis að vera hollur og ríkur af vítamínum
og málmsöltum.
MORGUNVERÐUR Á HVERJUM DEGI:
Ein appelsína eða hálft greipaldin, eitt linsoðið egg,
ein þunn sneið af heilhveitibrauði eða hrökkbrauði með
einni teskeið af smjöri, ein sneið af osti, kaffi eða te
sykurlaust.
HÁDEGISVERÐUR
Á HVERJUM DEGI:
Eitt soðið egg, ein til tvær
sneiðar af mögru kjöti, grænmeti
(tómatar, agúrkur, blómkál, gul-
rætur eða salat), eitt glas af tómat-
safa, ein sneið af osti, sykurlaust
og rjómalaust kaffi.
MILLI MÁLTÍÐA EF ÞÉR
ERUÐ MJÖG SVÖNG:
Eitt epli eða ein pera.
í STAÐINN FYRIR
EFTIRMIÐDAGSKAFFIÐ:
Safi úr einni appelsínu eða eitt
glas af tómatsafa.
KVÖLDVERÐUR:
Súrmjólk með nokkrum rúsín-
um í staðinn fyrir súpu, græn-
metissalat, soðnar gulrætur, blóm-
kál og rófur, magurt kjöt eða fisk-
ur, ávextir, eitt glas af mjólk.
Sneiðið hjá steiktum og brösuð-
um réttum, borðið ekki of mikið
af kartöflum og brauði og látið
kökur og sætindi aldrei freista
yðar.
VEL KLÆDD KONA FYLGIR TÍZKUNNI EKKI
í BLINDNI
segir Marc Bohan, einn af frægustu tízkuteiknurum
heimsins.
Fáir karlmenn á þessum hnetti vita jafnmikið um
kventízkuna og Marc Bohan, eftirmaður Christians Dior
í París. Tvisvar á ári vekur hann athygli úti um allan
heim með djörfum nýjungum sínum á aðalsýningum
haust og vor. En þótt hann skapi í sífellu ný afbrigði,
óvenjuleg og jafnvel sérvizkuleg, af kvenfatnaði, er hann
ekki hrifinn af konum sem eltast við tízkuna án tillits
til hvað þeim sjálfum fer vel.
„Vel klædd kona fylgir tízkunni ekki í blindni,“ segir
hann og leggur áherzlu á orð sín. „Hún þekkir sjálfa
sig of vel til þess, veit hvað henni fer bezt og hvað
dregur fram hennar sérstöku kosti. Hún kann að undir-
strika persónuleika sinn með fötunum sem hún gengur
í og velja og hafna í samræmi við það. Ekkert er eins
ósmekklegt og að klæðast fötum sem eru í hróplegu
ósamræmi við persónuleika hennar sjálfrar.“
Marc Bohan
og nokkur
sýnishorn af
tízku sem
hann hefur
skapað
ÞREYTIST ÞÉR I FÓTUNUM
af að standa við
straubrettið? Þá
þurfið þér ekki ann-
að en fá yður mottu
úr þriggja sm.
þykku svampgúmíi
og standa á henni
skólaus eða í létt-
um töfflum meðan
þér strauið. Þannig
getið þér staðið ó-
trúlega lengi án
þess að þreytast..
FÁL.KINN 11