Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 13
*»•
HANN VAR GJÖRSAMLEGA
ABYRGÐARLAUS,
EN STULKURNAR VDRU
ALLAR
YFIR SIG HRIFNAR
AF HDNUM
Dauði Önnu varð mikið áfall fyrir
Marius. Óviljandi hafði hann verið
ófyrirgefanlega grimmur, en hann
var ekki slærqur maður — og hann
var mjög miður sín yfir þessum
hræðilega atburði.
Marius gjörbreyttist. Hann varð
afundinn og fór einförum. Það leit
út fyrir að hann hefði misst allan
áhuga á kvenfólki, og hann forðaðist
allt samneyti við kunningja sína. Ég
var sá eini sem hann umgekkst.
Þegar versta áfallið var liðið hjá,
varð hann í fyrsta skipti á ævinni
niðursokkinn í námið, og við lásum
saman af kappi. Þegar komið var
að lokaprófi og leiðir okkar myndu
brátt skiljast, var dauði Önnu fjar-
lægur, og ég álít, að Marius hafi
ekki hugsað mikið um hann, a. m. k.
ræddi hann aldrei um þennan at-
burð.
Þegar við höfðum lokið kandidats-
árinu á spítalanum, keypti Marius
hlut í læknishéraði úti á landi. Ég
gekk í félag með eldri lækni í bæn-
um, þar sem við höfðum lært. f
fyrsta skipti síðan við hófum læknis-
fræðinámið skildust leiðir okkar.
Næstu ár skrifuðumst við á við
og við, en hittumst aldrei. Svo var
það dag nokkurn, er ég af tilviljun
var í embættiserindum í nágrenni
við bæinn þar sem hann var búsett-
ur, að ég ákvað að heimsækja hann.
Ég hitti hann í móttökuherberg-
inu. Hann varð glaður yfir að sjá
mig, en hann átti mjög annríkt og
bað mig um að bíða á meðan hann
lyki við að tala við sjúklinga sína.
Það var erfitt fyrir mig að trúa
því er ég leit þennan rólega og alvar-
lega mann, sem tók á móti sjúkling-
um sínum af slíkum innileik, að
þetta væri gamli kæruleysislegi
Marius.
Það olli mér kvíða að sjá, að
hann virtist hafa hrörnað líkamlega,
hann leit veiklulega út. Ég hugsaði
með mér, að þetta gæti stafað af
ofþreytu, en samt gat mér ekki
dulizt, að eitthvað alvarlegra var að baki — það var næstum þvi eins
og hann væri rekinn áfram af hræðslu við eitthvað.
Þegar ég hafði verið þarna í hálftíma eða svo, tók ég eftir undar-
legri hreyfingu. Hann hreyfði höndina alltaf upp að hægra auganu,
eins og hann væri að reyna að bægja einhverju frá. í hvert skipti, sem
hann tók á móti sjúklingi í dyragættinni, tók ég eftir þessari hreyfingu.
Þegar við síðar gengum heim til hans, var ég enn að hugsa um
þetta. Á meðan við töluðum saman, færði hann höndina oft upp að
hægra auganu. Hann nuggaði augnhárin með visifingri og með skjálf-
andi fingrum greip hann um augnalokin.
— Er eitthvað í auganu á þér, Marius? spurði ég loks.
Hann var mjög fölur og ég tók eftir því að hönd hans tók að
hristast, þegar hann enn einu sinni lyfti henni í átt að auganu.
— Já, þú hefur þá tekið eftir því, sagði hann. — Ég veit ekki
hvað ég á að taka til bragðs, John. Hann virtist örvæntingarfullur. —
Það er hér alltaf. Ég get ekki náð því burt.
— Finnst þér eins og eitthvað sé í auganu? spurði ég.
Hann kinkaði kolli. — Það hreyfist við augnlokið. Svo finnst mér
eins og það sé á sjálfum augasteininum og ég sé allt í þoku. Augað fyllist
af tárum og þetta reynir svo á taugarnar að ég er að verða vitskertur.
— Hafa einhverjir skoðað í þér augað?
— Já, svaraði hann stuttur í spuna. — Þeir hafa ekkert fundið.
Það leit út fyrir að hann vildi ekki ræða þetta mál frekar, þegar
við höfðum setið dálitla stund, bað ég um að fá að líta á augað. Ég
fann ekkert. Augað var fullkomlega eðlilegt.
— Þú heldur að þetta sé hugarburður. Hann starði á mig og fól
síðan andlitið í höndum sér.
— Það gæti verið, sagði ég að lokum. — Þú ert ef til vill of þreytt-
ur. Þú veizt hvernig getur farið ef maður vinnur of mikið. Hvenær tókstu
fyrst eftir þessu?
— Það leið löng stund þar til hann svaraði. Svo sagði hann lágum
rómi: — Það byrjaði stuttu eftir að Anna dó.
— Af hverju hefurðu ekki sagt mér frá þessu fyrr?
— Það byrjaði svo smátt, að ég tók næstum ekki eftir því. En svo
hefur þetta versnað með árunum og nú veit ég ekki hvað ég held þetta
lengi út.
Skjmdilega brast hann í grát.
Ég dvaldi hjá honum næstum viku. Ég hefði gjarnan viljað vera
lengur, en ég varð að snúa aftur til vinnu minnar. Ég hafði þó þá ánægju
að sjá, að hann virtist glaðari og hressari síðustu dagana. Hönd hans
leitaði ekki eins oft til augans með þessari ógnvænlegu og þreytulegu
hreyfingu. Þegar við kvöddumst, gat hann meira að segja hlegið að þessu,
og hann sagði, að manni gæti ýmislegt dottið í hug þegar maður byggi
einn, og það hefði orðið sér til mikils góðs að fá mig í heimsókn.
Ég hafði ekki eins miklar áhyggjur út af honum þegar ég hélt
aftur heim
Það var ekki fyrr en ég fékk boð frá honum, að það rann upp fyrir
mér hvað langur tími hafði liðið frá því að ég hafði séð hann. Ég
hafði að sjálfsögðu ekki gleymt honum, en hafði skrifað honum oft.
Stundum var eins og hann vildi komast undan því að svara spurningum
Framh. á bls. 25.
FÁLKINN 13