Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 16
— Maður heyrir svo marga bölva hettumáv-
inum?
— Já það eru til ótal sögur um skaðsemi þeirra,
til dæmis eiga þeir að éta svo mikið af eggjum,
en það hef ég aldrei séð og er óhætt að fullyrða
að þeir taki aldrei egg, enda hef ég ekki trú
á því að endurnar sæktust þá eftir nábýlinu við
þá, eða aðrir fuglar.
— En hvað um ránfugla hér?
— Hettumávurinn rekur aðra ránfugla burtu,
til að mynda kjóann, sem við annars skjótum
hvenær sem færi gefst, og svo er það svartbakur-
inn, en hann gerir mikið að því að éta ungana. í
fyrsta sinn sem ég sá svartbak, það var árið 1906,
einn einasta fugl, vissi ég ekki hvaða fugl þetta
gat verið. Svo fór þeim að fjölga hér og árið 1915
voru þeir talsvert algengir hér við Mývatn. Ástæð-
an til þess að þeir fóru að leggja leið sína hingað,
held ég að hafi verið meðal annars stíflun Laxár.
Þegar hún þornaði átti svartbakurinn hægt með
að ná í silunginn úr ánni og þá komu þeir í
veiðiferðir upp með ánni, allt upp í vatnið og
fannst gott að vera hér við Mývatn, eins og
fleirum.
— Verpir svartbakurinn hér?
— Flest árin verpir hann eitthvað. Það er reynt
að útrýma honum eins og hægt er, en gengur
illa, þetta eru mest flækingar sem eiga sér ekki
hreiður hér.
— En hvað um minkinn?
— Hann er mesti vágesturinn, en þó hefur tek-
izt að halda honum í skefjum. Það hefur sann-
fært mig um, að þá muni vera hægt að útrýma
honum annarsstaðar á landinu, ef samtök um það
eru nógu sterk. Um áramótin er venjulega búið að
útrýma honum alveg hér í Mývatnssveit. Þegar
vetrar sjást slóðirnar hans vel, og allir sem þær
sjá, gera sér að skyldu að láta minkaeyðinn, Finn-
boga Stefánsson á Nónbergi, vita, en hann er orðinn
sleipur við að ná þeim. Finnbogi notar boga, gildr-
ur og hunda við veiðarnar Þegar líður á vetur-
inn fer minkurinn að streyma annarsstaðar frá,
til dæmis ofan úr öræfum, þar sem alltof lítið er
gert að því að útrýma honum, en þar er það mun
auðveidara en hér, það er varla hægt að hugsa
sér verri aðstæður til slíkra hluta, en hér í sveit.
En sá árangur sem náðst hefur. sannfærir mig um,
að takast megi að útrýma minkinum að mestu
hérlendis, ef samtökin um það eru nógu almenn
og sterk.
— Er eitrað fyrir minkinn?
— Nei, nei, það er ekki gert.
— Hvað um fálkann, er ekki mikið af honum
hér?
— Honum fjölgar stöðugt.
— Er hann mikill vágestur?
— .Tp nokkuð, en þó held ég að hann komist
ekki í námunda við svartbakinn, sem gleypir
ungana hvern af öðrum. En hrafninn vinnur mikið
ógagn með eggjaþjófnaði sínum, sömuleiðis kjó-
inn, sem gerir mikið tjón, og það sem verra er,
að hann lætur sér ekki nægja að taka eitt egg
í hreiðrinu, heldur brýtur hann göt á öll hin,
máski til að velja það bezta. En það er auðvelt
að skjóta kjóann, hann er forvitinn og létt verk
að ginna hann í skotfæri við sig.
— Hefur Slútnesinu farið aftur, hvað varpið
snertir?
— Já, það eyðilagðist alveg af mink. Reyndar
átti ferðamannastraumurinn sinn þátt í afturför-
inni, sem orðin var í varpinu áður en minkurinn
kom í eyjuna, en svo kom minkurinn, gerði sér
greni í eyjunni, og útrýmdi varpinu alveg. Til
dæmis í fyrra voru tekin aðeins 12 egg í Slútnesi,
en við tókum 10 þúsund egg í eyjunni hér á ár-
unum. Svo í vor var enginn minkur í Slútnesi,
og þá glæddist varpið á ný og hef ég góða von
um að það nái sér að nýju, ef tekst að halda
minkinum frá því.
— Eg hef séð tvær uglur hérna.
— Já, branduglur eru nýir landnemar hér. Þær
eru ljósgulbrúnar og dröfnóttar en máske mis-
Ijósar eftir aldri. Þær hafa ekki verið hér að
neinu ráði fyrr en séinni árin, eftir 1930 fóru
þær fyrst að verða algengar hér í sveitinni. Ég
hef farið að haustlagi umhverfis vatnið í bifreið,
og við hvern bæ sem við fórum hjá, komu uglur
í ljósin frá bílnum en þær voru á músaveiðum.
Þær sitja stundum hér á símastaurnum fyrir utan
gluggann minn á nóttunni, og þá vakna ég við
vælið í þeim, þær eru þá að kallast á og bíða
eftir að músunum bregði fyrir.
— Þær eru stórar?
— Þær sýnast nokkuð stórar, en það er ekki
alveg að marka, fiðrið er svo mikið á þeim og þegar
þær eru að athuga eitthvað eða hlusta, reisa þær
fiðrið og sérstaklega á hausnum þegar þær opna
hlustirnar.
— Heyra þær í músunum?
— Já, heyrnin er með afbrigðum góð, og ég
hef tekið eftir þvi, að þær líta upp við minnsta
skrjáf.
— Og þær lifa eingöngu á músum?
— Fyrst og fremst, en þær taka unga og ýmsa
smáfugla, ef þær hafa ekki nóg af músum.
— Hvar ver’pa þær helzt?
— Aðallega í mýrum, held ég, og þær finnast
sjaldan ef þær liggja í hreiðrum, það er hér
LambafjöII, séð frá Vesturklettum. (Málverk eftir
Jóhannes.l
FÁLKINN