Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Síða 18

Fálkinn - 25.10.1965, Síða 18
— Þá langar þig af stað með pensilinn? — Já, stundum, og stundum fer maður af stað. Annars er þetta ekki eins óviðráðanlegt og einu sinni var. — Þú hefur þá ferðazt um til að mála? — Oftast voru lítil tækifæri til þess, en þó fór ég á staði þar sem ég hafði séð falleg mótív. — Og þú teiknaðir nýju Reykjahlíðarkirkjuna og sást um smíðina? — Já, ég byggði hana, ég hef gert dálitið af því að teikna hús. — Þú hefðir máske kunnað vel við þig í arki- tektúr? — Já, það hlýtur að vera gaman að þeirri grein, en það er svo gaman að mörgu að erfitt er að gera upp á milli. — Þú hefur alizt upp í stórkostlegu umhverfi fyrir áhugamann um náttúruskoðun? — Ef ég var að mála eða teikna, sagði fólkið að ekkert þýddi að tala við mig, ég heyrði ekkert til þess. En ég var ekkert síður gefinn fyrir jarð- fræði og skoðun á skordýralífinu, þá gleymdi ég mér alveg, og tímanum líka. — Mér var sagt að erfitt væri að fá ánamaðk hér í sveit? — Þó er mikið til af honum, en aðeins smáar tegundir. Menn verða að kunna að tína hann á réttum tíma, þegar hann kemur upp úr jörðinni eftir miklar rigníngar og eins á nóttunni, en hann er smár. Annars hefur sá stóri verið fluttur hingað og sést stöku sinnum. — Hvað viltu segja um kísilgúrframkvæmd- irnar? — Ég er að vona að þær valdi ekki miklu tjóni, en um það er erfitt að vita að óreyndu. Það fer að sjálfsögðu mikið eftir því hvernig á málunum er haldið og hvernig framkvæmdunum er stjórnað Magnið er óhemju mikið. Til dæmis er vatnið 36—38 ferkílómetrar og þykktin á leirn- um er víða geysimikil. Ég var með Tómasi Tryggva- syni jarðfræðingi þegar leirinn var rannsakaður í fyrstu og merktum við þykktina inn á kort. Þá kom það fyrir á nokkrum stöðum að borinn sem við notuðum náði ekki til botns, en hann var 12 metra langur. en algengasta þykktin á leirnum var 6—8 metrar. Við nákvæmari rannsóknir i sumar hittu þeir á blett hér skammt frá landi þar sem leirinn var 21 metri að þykkt. — Hvernig myndast þessi leir? — Þetta er svif í vatninu, sem myndast fremur snögglega þegar vatnið hlýnar. Þetta svif er óæðri lífverur sem hafa um sig skel, kísilskel, og líf- verur þessar grugga vatnið frá yfirborði til botns og jafnþétt á mesta dýpi og við yfirborðið, Og þegar svifið deyr flýtur það upp og myndar skán á yfirborði vatnsins og er þá vatnið hreint undir og þar rotnar svifið og skeljarnar falla til botns og mynda leirinn. — Kannski mundi leirinn fylla vatnið upp, ef hann væri ekki tekinn? — Án efa mundi hann gera það, og að því leyti getur orðið gagn að þessum framkvæmdum, að vissu marki. En ef vatnið dýpkar til muna, þá kólnar það að sjálfsögðu líka og það getur haft skaðvænleg áhrif á smádýralífið í vatninu, sem hið æðra líf byggist á, svo sem fugla og fiska. Enn sem komið er veit enginn hve mikið bætist við af leirnum á hverju ári, en þó er sennilegt að það vegi upp á móti því sem tekið er, eða t. d. 30 þúsund tonn á ári. Og þó grafið sé aðeins á ákveðnu svæði, leitast vatnið við að slétta botn- inn á ný, og holur fyllast. — Og til hvers er leirinn notaður? — í ýmiss konar iðnað, til dæmis í einangrun- arefni og margs konar síur og margt annað sem ég kann ekki upp að telja. Þetta er mjög verðmæt vara fullhreinsuð og meiningin er að þannig verði hún flutt héðan. Þeir ætla að nota gufukraftinn, sem hér er fyrir hendi, til þess arna. — Svo við víkjum nú aftur að fuglalífinu Jó- hannes, hefur þú séð erni hér í Mývatnssveit? — Ekki nú í nokkur ár. Það var hér um sjö ára skeið að við sáum örn, svo til daglega hér í sveitinni, og hann sat oft hérna á símastaurnum. Einnig sást hann í Herðubreiðarlindum, en þetta mun hafa verið á árunum milli 1940 og ’50. Hann átti auðvelt með að grípa endurnar hér á vatninu, það var eins og þær forðuðust hann alls ekki. Hann renndi sér bara niður að þeim og greip þær í kiærnar. En aftur á móti ef fálki var á ferð, fóru þær allar í kaf. Það er athyglisvert að þegar svartbakurinn kemur þá fljúga allar endur upp af vatninu og færa sig oft á tíðum langar leiðir. En ef fálki kemur, stinga þær sér í kaf og gera mikinn buslugang, en hann verður mikið hrædd- ur við þær aðfarir, og er sennilega vatnshræddur fugl. End'' nar kafa þó mjög stutt í senn, sem liggur í því, að ef þær eru lengur, getur verið að fálkinn snúi við og þá mundi hann grípa þær um leið og þær koma úr kafinu. Ég hef séð heilan hóp af öndum gusa upp vatni eins og rok væri og var fálkinn fljótur að hækka flugið. Þarna var um að ræða gráendur sem annars eru hálfkafar- ar, en stungu sér á kaf í þetta sinn, rétt sem snöggv- ast. Fálkinn kom aftur, en þá endurtóku þær leik- inn og þá hypjaði hann sig burtu og kom ekki aftur í þriðja sinn. Þegar fálki kemur hér í veiði- ferð, hefur hann venjulega þann háttinn á, að fljúga lágt yfir landi og skjótast út yfir vatnið. Þá sjá endurnar ekki til hans og hann grípur þær um leið og hann rennir sér fram af bakkanum. Annað hvort grípur hann þær í klærnar eða slær Reykjahlíðarfjall, séð frá Slútnesi. (Málverk eftir Jóhannes). FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.