Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Blaðsíða 19

Fálkinn - 25.10.1965, Blaðsíða 19
þær með klónum, en hann slær ekki fuglinn með vængnum, eins og talið var hér áður. Hann krepp- ir þá klærnar saman og þegar hann rennir sér að öndinni vísa báðir fætur fram á við og kemur snarpur smellur þegar hann slær fuglinn og oft mölbrýtur hann hauskúpuna á honum. — En þegar hann tekur fugl á fiugi? — Þá grípur hann venjulega fuglinn í klærnar, rjúpur til dæmis. Þó kemur fyrir að þær hrapa niður. Ég hef oft náð í rjúpu sem hefur hrapað niður af þessum sökum og er þá oftast flugvöðv- inn ristur sundur og vængurinn þar af leiðandi máttlaus. Svo kemur oft fyrir að fálkinn grípur fuglinn áður en hann nær til jarðar. Einu sinni hef ég séð fálka slíta væng af rjúpu, og féll hann til jarðar á eftir henni. — En smyrillinn? — Það var eins og honum fækkaði hér fyrir þrem árum. Smyrillinn sækist mest eftir þúfu- tittlingum, langmest. En þeir verjast býsna vel og leitast þá við að komast í' skógarkjarr og bað kemur fyrir að smyrillinn flýgur inn í hús á eftir þeim. Þó er til einn spörfugl sem ekki hræðist smyrilinn, en það er maríuerlan, hún storkar hon- um miskunnarlaust. Ég hef oft séð maríuerlu sem á unga í felum, þvælast fyrir smyrli og stríða honum. Einu sinni sá ég maríuerlu setjast u. þ. b. metra frá smyrli sem var að reyna að ná í ungana hennar. Um leið og hann flaug upp, var hún á lofti og stríddi honum á alla lund. Hún var bæði huguð og snarráð. Annars hef ég séð smyril taka skógarþröst og jafnvel lóu. Ekki getur hann samt borið lóurnar, en dröslar þeim til og étur á staðn- um. Og það er margt hjá fuglunum sem kemur manni á óvart. Einu sinni verpti hávella hér skammt suðvestur á heiðinni. Ragnar bróðir minn fylgdist með því hvenær hún verpti, til að merkja ungana. Seinustu dagana, áður en hún ungaði út, var hann að tína til hennar egg sem hann tók úr öðrum hreiðrum og vissi að í voru lifandi ungar. Öndin flaug ekki þegar hann kom, en gekk frá hreiðrinu meðan hann kom eggjunum fyrir og settist svo á aftur. Svo eitt sinn þegar hann ætlaði að koma að hreiðrinu, þá mætti hann öndinni á leiðinni og var hún með ungana á eftir sér, alla nema einn. Þá ætlaði hann að fara að hreiðrinu og at- huga hvað orðið hefði af ungunum. Öndin gerði sér þá lítið fyrir og labbaði með honum, en ung- arnir bældu sig niður í eina kös á, meðan. Þegar þau svo nálguðust hreiðrið komu þau að djúpu hestspori og þar niðri var unginn og komst ekki upp úr sporinu. Ragnar tók ungann upp úr spor- inu og fékk henni, en það var eins og hún hefði vitað hvað hann ætlaðist fyrir, tók við sínum unga og labbaði til baka. Þau voru farin að þekkj- ast og hún vissi að þarna væri hjálpar að vænta. Þetta er dálítið sérstakt atvik og athyglisvert. Einu sinni kom ég norðan úr heiði og sjö til átta kílómetrum norðan við vatnið gekk ég fram á önd sem var með fimm unga. Öndin gekk á undan en ungarnir i röð á eftir og beit hver unginn i stélið á þeim næsta og sá fremsti í stélið á önd- inni. I fyrslu heyrði ég einhvern klið sem ég gat ekki áttað mig á, en svo þegar ég sá þessa hers- ingu vissi ég hvaðan kliðurinn kom, þetta tísti allt saman. Þegar ég nálgaðist færði hersingin sig út úr stígnum en þegar ég var kominn hjá, fór hún ofan í stíginn á ný og hélt áfram sína leið. Svona þurfti hún að ganga alla leið suður að vatninu, en gat þó hvílt ungana á smá tjörnum á leiðinni og þar gátu þeir einnig fengið æti. Fuglarnir sýna iðulega mikla skynsemi. Með þessum orðum skulum við ljúka viðtalinu við Jóhannes, þann margfróða listamann. Auk málverkanna sem Jóhannes liefur gert, liggur eftir hann fjöldi teikninga, af mönnum, fugluin og landslagi. Jóhannes lánaði Fálk- anum góðfúslega teikn- ingu þá sem hér birt- ist í réttri stærð, en hún er af klettum við Kálfastrandarvoga. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.