Fálkinn - 25.10.1965, Page 20
Hrúturinn, 21. marz—20. apríl:
Þú ættir að forðast að hlaupa úr einu
verkefni í annað, en einbeita huganum að
bví að Ijúka að minnsta kosti einu þeirra
alveg. Allar skemmtanir er réttara að
geyma þar til um helgina, ef þær eiga ekki
að hafa of truflandi áhrif á störf þín.
Nautiö, 21. apríl—21. maí:
Einhver ykkar mun áreiðanlega komast
i hjónabandshugleiðingar í þessari viku.
Heimilisfeður ættu að skipuleggja betur
fjármálin og eiginkonur ættu að varast að
reyta menn sína til reiði því þær gætu látið
þau orð falla sem betur væru ósögð.
Tvíburarnir, 22. mal—21. júní:
Þessi vika virðist tilvalin til að koma i
framkvæmd glæsilegum áformum þínum
bæði efnahagslegum og félagslegum. Það
gætu þó verið einhverjir vankantar í heim-
ilislífi þinu eða varðandi yfirmenn þína sem
ekki féllu sem bezt í heildarmyndina.
Krabbinn, 22. júní—23. júlí:
Varastu að láta þér eldra fólk hafa þau
áhrif á þig að þú framkvæmir hluti, sem þú
ert i vafa um að séu heiðarlegir. Það er
betra að eiga einum kunningja færra held-
ur en að breyta gegn eigin sannfæringu.
Helgin ætti að geta orðið ánægjuleg.
LjóniÖ, 2b. júlí—23. ágúst:
Jafnvel þótt þetta sé langt frá Því bezti
tími ársins hjá þér mun hann samt sem
áður færa þér ýmislegt ánægjulegt. Gættu
þess samt að skapið hlaupi ekki með þig í
gönur. Vinum þínum væri ánægja í heim-
boði frá þér um helgina.
Meyjan, 2i. ágúst—23. sept.:
Það er ekki aðeins æskilegt heldur nauð-
synlegt fyrir þig að halda þér í jafnvægi
og forðast að gera nokkuð, sem gæti hnekkt
áliti annarra á Þér og skaðað fjölskyldu
þina. Einhver aðili, sem er nógu rólegur
gæti orðið þér hjálplegur ef þú leitar eftir
því.
Vogin, 2h. sept.—23. okt.:
Þú kannt að þurfa á öllu þínu viljaþreki
að halda til að ráða fram úr vandamáiun-
um. Og þó einhverjir peningar berigt þér
i hendur, munt þú fljótt þurfa að sjá af
þeim aftur. Þér er nauðsynlegt að varð-
veita sálarró þína.
Drekinn, 2h. okt.—22. nóv.:
Persónuleg málefni þin eru mest áber-
andi þessa viku og mun ýmislegt ganga Þér
í haginn. Þó er hætt við einhverjum erjum
varðandi peninga og skyld málefni, milli
þín og vina þinna og félaga. Þú getur orð-
ið þínum nánustu til mikillar ánægju.
Bogmaöurinn, 23 nóv.—21. des.:
Jafnvel þó þú eigir erfitt með að vera i
öðru sæti, væri hyggilegt að láta aðra sjá
um framkvæmd mála þessa viku, því þér
mundi hætta við að verða of fijótfær og
gætir þannig skaðað framgang viðkomandi
málefna.
Steingeitin, 22. des.—20. janúar:
Það er í þér nokkur kvíði sem þó er al-
gjörlega ástæðulaus. Ef þú vinnur vel að
því að bæta starfsaðstöðu þína og koma
þér vel við yfirmennina þá er þér vel borg-
ið í náinni framtíð. Það er ekki nóg að bíða
heima eftir tækifærunum.
Vatnsberinn, 21. janúar—19. febrúar:
Upphaf vikunnar virðist ætla að verða
gott, en það munu einhverjir reyna að
hafa áhrif á þig varðandi fiármálin, sem
gætu leitt til þess að þú yrðir fyrir tapi.
Treystu ekki um of loforðum annarra.
Fiskarnir, 20 febrúar—20. marz:
Ný áhugamál munu skjóta upp kollinum
] þessari viku og átt þú kannski úr mörgu
að velja og er vandinn sá að velja eitthvað
sem er raunveruiega við þitt hæfi og þai
sem þú eetur fullnæ"* „i,;;..,■ H;nrií
í
i
PHILIPS
FERÐA
SEGFEBA JVDSTÆKÍ
Auðveld í notkun — Bandið sett í
með einu handtaki — þræðing
óþörf.
Handhægur rofi á hljóðnema sem
nota má til þess að kveikja og
slökkva á tækinu.
Leðurtaska með ól, sem hafa má
um öxlina. — Hægt er að komast
að öllum stillingum án þess að
taka tækið ur tös^kunni.
Spennubreytar fáanlegir, svo að
nota megj tækin fyrir 220 volt.
SEGULBAJXDS-
TÆKl
Fjórar rásir
Tveir hraðar
leika allt að 16 klukkustundum af
einni segulbandsspólu.
Allar gerðir af Philips segul-
bandsspólum. — Einnig
allar stærðir af tómum
spólum.
RADIÓVER sf.
Skólavörðustíg 8 — Sími 18525.
*
20
FALKINN