Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Blaðsíða 21

Fálkinn - 25.10.1965, Blaðsíða 21
EIXMAM SÖIVIJR SLÉTTEMAR UTUSAGAN EFflR V WIUY BR0NHOIST Og nú er það lítil, lærdómsrík saga frá villta vestrinu. Það er sagan um óviðráðanlega konu, sem varð manni sínum góð kona, af því að hann skyldi þegar í upphafi, að hann varð að láta bera virðingu fyrir sér. Sjá. ef þér fylgið Rio Grande svo langt inn í Aiizona og þér komizt, og haldið því næst vestur eftir meðfram Rio Salado komið þér, eftir 3—4 sólar- hringa reið, til lítils afskekkts sléttu- bæjar, sem kallaður er Pie Town. Um það bil 100 mílum norðan við Pie Town bjó eitt sinn cowboy, sem hét Joe Harmony. Það er hann, sem er hetjan í þessari sögu. Á hverjum degi stökk Joe upp á hnakkinn og þeysti út yfir slétturnar. Yuppe-ye-e-e, söng Joe og klemmdi sig fastan í hnakkinn. Svo þeysti hann áfram um slétturnar þangað til sólin gekk niður á bak við Newhope Mount- ains. Þá fyrst steig hann af baki, henti frá sér baksekknum og tók. fram gítar- inn. Svo söng hann alla gömlu góðu cowboysöngvana, en sléttuúlfarnir ráku upp söngelsk gól. Svona leið hver einasti dagur hjá hinum einmana syni sléttunnar. En dag einn birtist konan í lífi hans. Hann var á leið til barsins í Pie Town til þess að skola niður slétturykinu, þegar hann fyrir utan pósthúsið, kom auga á þá glæsilegustu stúlku, sem hann hafði nokkurn tíma séð. Þetta var dóttir nýja lögregluþjónsins, hún hét Clementine. Hún brosti til hans, og þá rann það upp fyi'ir honum. Það ólgaði í bi'jósti hans, og það sauð í blóði hans. Auðvitað varð hann að fá sér konu. Það var einmitt það, sem hann vant- aði á sléttukvöldunum. í einu handtaki hafði hann tekið snöi-una, og áður en Clementine gat talið upp að þremur, hafði hann fangað hana, sleppt henni, fengið já og sleppt henni aftur fyrir framan altarið í litlu timbui'kirkjunni við hliðina á pósthúsinu. Þegar prest- urinn hafði sagt amen, lyfti Joe ungu bi’úðinni upp í hnakkinn og reið stolt- ur gegnum Pie Town. — Þú ert nú sjóðandi vitlaus, hróp- aði hjólbeinóttur cowboy, sem hékk upp að stoðunum fyrir framan barinn. — Stelpan er óviðráðanleg, þú get- ur aldrei tamið hana. — Aumingja strákurinn. Þú hefur fengið greiðu í hárið þitt hrópaði póst- meistarinn. — Gott að ég missti hana, sagði lög- reglustjórinn. — Ég hefði ekki getað ráðið við hana, þótt ég hefði átt 400 hektara lands. En Joe tók þessu rólega. Hann lét sem hann heyrði ekki þessar upphrópanir. Hann reið út á sléttuna, fullkomlega ánægður með tilveruna. En allt í einu hrasaði hesturinn um stein, og Joe var nær dottinn af baki með brúðina. — Þetta var í fyrsta skipti, sagði hann og kom hestinum á lappirnar. Tíu mínútum seinna, einmitt þegar hann var kominn að Salt Fork, hrasaði hesturinn aftur. Hann var ekki vanur að hafa meira en einn í hnakknum. — Þetta var í annað skipti, sagði Joe. Við Sweed Water hrasaði hesturinn í þriðja skipti. Þá steig Joe af baki, lyfti Clementine af baki og skaut hestinn. Clementine varð öskuvond. — Hvað átti þetta að þýða, sagU hún. Við verðum að ganga það sem eftir er leiðarinnar. Og það eru fimm- tíu mílur eftir. Ég vil ekki hafa að þú gerir svona, heyrirðu það, fíflið þitt. Joe hvessti brýnnar og leit fast á konu sína. — Þetta er í fyrsta skipti, sagði hann svo. FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.