Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 24

Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 24
TRYLLI- TÆKID TORONADO EKLEND blöð ræða mikið um bílateg- undirnar 1966. Bandaríkjamenn gera ráð fyrir mjög góðu árferði hjá bílaverk- smiðjunum sínum og talið er, að sam- keppnin hjá Ford, Chrysler og GM verði mjög hörð og spá Fordmenn því að þeir muni selja Ford betur en GM Chevrolet, en það hefur ekki gerzt síðan 1959. Sá bíll, sem einna mesta athygli vekur á bandaríska markaðnum, er Oldsmobile TORONADO, sem er með drifi á fram- hjólum og með keðju frá vél niður í gír- kassann. Gírkassinn og drifið er sambyggt og það eru framhjólin sem toga bílinn áfram. TORONADO á að geta tekið beygju á 100 km hraða eins auðveldlega og marg- ir aðrir bílar á 55 km hraða. Óþarfi er að nota keðjur eða snjódekk á veturna, og þeir segja, að næsta ómögulegt sé að hvolfa honum, vegna þess hve hann er lágbyggður. Framleiddir verða um 60 þúsund bílar af þessari tegund. Mótorinn er V-8 385 hestöfl, gírkass- inn sjálfvirkur og 3ja þrepa. Bíllinn veg- ur 2040 kg og þar af hvíla 60,3% á fram- hjólunum. Verðið verður um 5000 dollar- ar, og mundi þá líklega kosta hér 650— 700 þúsund krónur. Bílasýnandi danska blaðsins BT er ekki á því, að þessi bíll sé fyrir viðvaninga og hann sé í rauninni stórhættulegt trylli- tæki. TORONADO er arftaki CORD, sem var fyrsti framhjóladrifni ameríski bíllinn og hér á landi á einn slíkur að vera til — um 30 ára gamall. F0RD BR0NC0 RENNUR ÚT Bandaríski fólks- og fjallabíllinn FORD BRONCO rennur víst út eins og heitar lummur, því að þetta er bíllinn sem hent- ar okkur íslendingum sérstaklega vel. Sveinn Egilsson og Kr. Kristjánsson eru báðir um að selja bílinn, en Ford hefur víðast hvar tvo aðila til að keppa innbyrðis um markaðinn. Hefði bíllinn verið tveim tommum lengri á milli hjóla hefði hann lent í öðrum tollaflokki og verðið orðið það hátt, að flestum hefði orðið ofviða að * kaupa hann. CKEVY SIDEWINDER BÍLLINN, sem við sjáum hér á mynd- inni, á eiginlega að geta farið hvaða torfærur sem er. Hann heitir CHEVY Sidewinder og er skipt í þrjá hluta með vél í miðjunni og er sá hluti tengd- ur fram og afturparti með snúnings- liðum. Bíllinn er 16 feta langur með lágþrýstidekk 14X20 og vélin er 8 sýlindra. Gírkassi er sjálfskiptur. Þótt FORD Bronco sé seigur, er hætt við að hann hefði lítið að gera í samkeppni við þennan furðubíl. 24 h iMná

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.