Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 27

Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 27
Sem pólitísk samtök á Sósíalistaflokkurinn það sam- merkt við bræðraflokka sína erlendis, að hann er hreinn afturhaldsflokkur (þrátt fyrir allt byltingarhjal), sem um skipulag allt og hugsjónafræði hefur tekið sér til fyrirmyndar pólitíska skipan Austrómverska ríkisins, og er útaf fyrir sig mjög fróðlegt að gera saman- burð á Sovétríkjunum og Býzans í þessu tilliti. Það breytir hinsvegar engu um, að í röðum sósíalista eru margir íhaldssamir hugsjónamenn, sem unna þjóðlegum hefðum og andlegu frelsi og vilja standa vörð um inn- lendan menningararf. Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd sósíaldemókratískur hentistefnuflokkur, sem sameinað hefur innan sinna vébanda sundurleitustu öfl, og er sú sambúð einatt dá- lítið óróleg, einsog vænta má. f flokknum er mikið af óforbetranlegum afturhaldsseggjum, sem kysu helzt að koma hér á lénsskipulagi miðalda til að geta stundað brask sitt og bitlingasnap í friði, þó aðrir úr þeirra hópi mundu sennilega heldur velja ,,frelsi“ frumskógarins til að tryggja forréttindi sín. En í þessum flokki er líka álitlegur hópur góðra íhaldsmanna sem eiga djúpar ræt- ur í íslenzkum menningararfi og vilja varðveita það bezta úr fortíðinni jafnframt því sem reynt er að auka félagslegt jafnrétti og öryggi. Þessi hópur ætti, ef allt væri með felldu, að vera kjarni Sjálfstæðisflokksins, en einsog aíþjóð er kunnugt eru það ekki slíkir menn sem til forustu og áhrifa veljast í íslenzkum stjórnmála- flokkum, heldur hentistefnumennirnir sem sífellt aka seglum eftir vindi, hinir pólitísku ævintýramenn sem eiga engar hugsjónir eða sannfæringar aðrar en þær að þóknast misvitrum foringjum og koma sér í mjúkinn hjá valdhöfunum. Slíkir menn þekkja ekki annað sið- gæði en það sem ákvarðast af frama- og ábatavonum. Strangt tekið er þessi stóri jábræðrahópur íslenzkra stjórnmálaflokka, þetta allsherjárbræðralag um ósóm- ann, hið eiginlega afturhald í landinu, því þessir menn grafa undan raunverulegu lýðræði (þó þeir hafi það á vörunum dagsdaglega) og róa að því að koma hér á höfðingjaveldi með sæg þægra og tungumjúkra skó- sveina á þönum kringum gerráða og duttlungafulla vald- hafa. Alþýðuflokkurinn er mjög í sama báti og Sjálfstæðis- flokkurinn, néma hvað einstakir afturhaldsseggir hafa ■ náð meiri þrælatökum á honum og að heita má þurrk- að út hvern snefil af góðu íhaldi innan hans. Þar er hentistefnan og bitlingagræðgin orðin hið alráða afl, sem gengið hefur af flestum hinum gömlu hugsjónum dauðum. Hinsvegar mætti segja mér, að með fráfalli eldri afturhaldsmanna innan flokksins væri tiltölulega auðveldast að gera Alþýðuflokkinn að sönnum íhalds- fiokki, og gæti hann þá átt þörfu og merkilegu hlut- verki að gegna i íslenzkum þjóðmálum. Framsóknarflokkurinn er sennilega hreinræktaðastur og sjálfum sér samkvæmastur i ómenguðu afturhaldi þó innan hans kunni að leynast einstaka góður íhaldsmaðnr. Framh. á bls. 35. HEILDSÖLUBlRGÐlR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. Síftll 2 4120 KI.VSII lOKIIVA liílak‘i<4a ma^miKar 21 síinar: 2llf)0-2IIK5 Haukut (juðtfu/hcfóácn HEIMASTMI 21037 FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.