Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 28
Japanska þjúnustustúlkan Aika er augnayndi karl-
mannanna sem sækja veitingahúsið „Tókíó-garðurinn.“
Meðal þeirra sem veita henni nána athygli er Kínverj-
inn Chiang og Bandaríkjamaðurinn Larson, sem er liðs-
foringi. Aika kynnist þeim báðum, með ólíkum hætti
þó, og Larson og Chiang kynnast einnig eftir slagsmál
í veitingahúsinu sem stöfuðu af ruddaskap nokkurra
gesta í garð Aiku . ..
Rigningin var að færast í auk-
ana, þegar hann ók inn á upp-
ljómaða aðalgötuna í Watson-
ville. Umferðin var mikil þar
eins og venjulega og fólksmergð
á gangstéttunum þrátt fyrir úr-
komuna. Chiang lagði bílnum í
hliðargötu og gekk aftur til aðal-
götunnar. Hann dró hattinn nið-
ur á ennið, smeygði upp frakka-
kraganum og tróð sér inn í
mannþröngina. Þegar hann kom
í kinversku matstofuna, heils-
aði veitingamaðurinn honum
með orðunum: „Gleðilegt nýár
og græddu mikla peninga," á
kanton-máli, en þetta var hin
venjulega nýárskveðja. Chiang
svaraði í sömu mynt og fékk sér
sæti í einum smábásnum. Þjónn
færði honum te og kínverskt dag-
blað. Hann athugaði matseðil-
inn og pantaði fjögurra rétta
kvöldverð; slíkt óhóf átti að
tryggja honum farsælt nýár.
Þjónninn tók við pöntuninni
brosandi og dró tjaldið fyrir. 1
næsta bás við Chiang sátu nokkr-
ir Filipseyingar og mösuðu og
hlógu. Af þeim fáu, ensku orð-
um, sem þeir blönduðu saman
við þjóðtungu sína, skildi Chiang
að þeir voru að tala um hóru-
hús í einhverjum bæ nálægt
Watsonville. Hann hafði aldrei
á ævi sinni heimsótt raunveru-
legt vændishús og hugsaði sem
svo, að það kynni að reynast
fróðlegt. Hann var kominn á
fremsta hlunn með að fara og
afla sér nánari upplýsinga i
næsta bás, en sá sig um hönd.
Þetta var gamlárskvöld. Og það
væri ills viti að heimsækja slík-
an stað á gamlárskvöldi, hvort
heldur var til fróðleiks eða ann-
arra erinda.
Þegar hann hafði lokið við
kvöldverðinn, skoðaði hann leif-
arnar. Það var kjúklingur, fisk-
ur, svínakjöt, nautakjöt og
grænmeti eftir í skálunum. Fyr-
irtak. Þá átti honum að vera
tryggt nóg af þessum fæðuteg-
undum á komandi ári. Honum
varð allt í einu léttara um hjarta-
ræturnar og hann skildi eftir ríf-
legt þjórfé á borðinu þegar hann
fór út úr veitingahúsinu.
Það var hætt að rigna. Hann
stóð á gangstéttinni og leit til
hægri og vinstri og reyndi að
ráða við sig hvað gera skyldi
næst. Enn var of snemmt að fara
á bjórstofu, svo hann brá sér í
næsta kvikmyndahús og sá þar
myndina Blackboard Jungel.
Hann naut myndarinnar allvel,
en fannst þó að heppilegra hefði
verið að horfa á glaðlegri mynd
á gamlárskvöldi. Hann var sí-
fellt að verða hjátrúarfyllri og
hugsaði um, af hverju það gæti
stafað. Hann hafði aldrei áður
tekið eins mikið mark á hvers
konar fyrirboðum og nú. Jafn-
vel óhugnanleg kvikmynd gat
vakið hjá honum kvíða og ugg
um að hún kynni að vita á eitt-
hvað illt. Var hann að verða
gamall? Eða var öryggisleysið
að ónáða hann? Þvættingur, —
hann var aðeins þrjátiu og átta
ára gamall og stálhraustur og
yfir honum vofði ekki önnur
hætta en sú, að missa kennslu-
starfið. Og í þessu landi gat
hvaða lúsablesi sem var unnið
fyrir lifinu, að því er sagt var.
Hann hafði heyrt um fólk, sem
dó af ofáti í þessu landi. en
aldrei heyrt minnzt á neinn, sem
hefði dáið úr sulti; utan einu
sinni fyrir fimm árum, að hann
hafði lesið um gamla konu, sem
hafði látizt úr næringarskorti í
lítilli herbergiskytru, með tutt-
4. HLDTI
ugu þúsund- dali í tösku undir
rúminu sínu. Það var hlægilegt,
að finna til öryggisleysis, nema
hungurdauðinn biði manns bók-
staflega á næsta leiti eins og
hann hafði þráfaldlega orðið
fyrir í Kína á stríðsárunum. Og
þá hafði það aldrei valdið hon-
um áhyggjum. Fyrst hann hafði
engu kviðið þá, hvers vegna ætti
hann þá að gera það nú?
Hann herti sig upp og gekk
út úr kvikmyndahúsinu. Þegar
út á götuna kom, hóf hann leit
að mexicanskri bjórstofu, sem
ekki væri þegar troðfull af fólki,
en þær voru fáar. Þá mundi
hann eftir stórri vínstofu í einni
hliðargötunni, sem kölluð var
Chico og þangað hélt hann hik-
laust. Hjá Chico var glatt á
hjalla og mannþröng mikil en
hann fékk þó sæti við borð hjá
fleira fólki og undi þar yfir
nokkrum bjórum næstu klukku-
stundirnar. Þegar komið var
fram yfir miðnætti var hann
farið að svima af bjórnum, svo
hann ákvað að læðast út frá
Chico og halda heimleiðis. Hann
gekk út í ferskt næturloftið og
andaði djúpt að sér; hann var
ánægður með kvöldið og sjálfart
sig, því fallega, mexicanska þjón-
ustustúlkan, sem dansaði við
gestina gegn greiðslu, hafði virzt
taka hann fram yfir aðra og
hann hugsaði með sér, hvort
þetta vissi á kvennalán í fram-
tíðinni. Hún hafði jafnvel gefið
honum kost á að bjóða sér út
eftir lokun, en hann afréð að
hirða ekki frekar um það, held-
ur hverfa frá Watsonville og fá
sér kaffibolla á leiðinni heim.
Þegar hann kom heim til sín
tveim tímum seinna, var farið
að morgna. Hann opnaði bíl-
skúrshurðina og kveikti ljósið
og sá þá sér til undrunar hvar
framandlegt bréf lá á gólfinu
og virtist sem einhver hefði
rennt því undir hurðina kvöldið
áður. Hann tók það upp og sá
að frú Thompson hafði hripað'
nýárskveðju utan á umslagið.
Þetta var bréf frá konu hans,
blautt og snjáð, og hafði fyrrver-
andi húsráðandi hans, frú Wang,
eftirsent honum það frá San
Francisco.
Hann reif bréfið upp og las
stuttaralega orðsendinguna, sem
það hafði að geyma:
„Fu, ég ætla að gifta mig.
Ég beið eftir þér í sjö ár.
Fyrst þú ætlar ekki að koma
aftur til Nýja Kina þá lít ég
svo á, að hugarfar þitt sé
orðið eitrað af amerískri
heimsvaldastefnu. Ég ætla að
giftast ungum flokksbróður,
sem hefur vakið mikla að-
dáun hjá mér með hollustu
sinni við þjóðina. Við þurf-
um ekki skilnað, þar sem við
Chiang virtist þessi uppástunga búa yíir
leyndum loforðum og þrungin bráðlœti. Hann
komst strax í uppnám og varð þvalur í lófun-
um. Hann horfði á Aiku og bœldi niður hjá
sér þrá eftir að kyssa hana.