Fálkinn - 25.10.1965, Síða 29
höfum verið aðskilin i sjö ár
og hjónaband okkar þar með
ógilt að lögum. Vertu sœil og
gæfan fyigi þér.“
Langalengi stóð Chiang Fu
kyrr í sömu sporum og einblíndi
á bréfmiðann. Hann vissi ekki
hvort hann hataði hana eða elsk-
aði; þessar fréttir voru honum
slikt reiðarslag, að hann var sem
lamaður, gólfið gekk í bylgjum
undir fótum hans og honum
fannst blóðið frjósa í æðum sér.
Hann riðaði við og settist á stól,
krypplaði bréfið í hendi sér og
reyndi að bæla niður vaxandi
þunglyndið, sem var að ná á
honum kverkatökum. Hann
hugsaði um börnin sin, þar til
tárin tóku að læðast niður vanga
hans. Þetta var svo fyrirvara-
laust og grimmdarlegt; hann
langaði til að formæla konunni
en samt átti hann enga reiði til.
Einhvern veginn vildi hann ekki
trúa því, að kona hans hefði
yfirgefið hann til þess að giftast;
hann vildi heldur trúa því að
hún væri dáin.
Þarna sat hann þar til um-
ferðarhljóðin fóru að berast inn
til hans af götunni fyrir utan.
Hann leit upp í litla gluggann
og sá, að það var kominn dagur.
Himinninn var grár og þungbú-
inn og Chiang fannst hann
endurspegla sálarástand sitt.
Hann yrði að hætta að hugsa
um konu sina og börn núna; það
var til einskis, hann gat ekkert
að gert, eins og komið var, alls
ekkert. Hvers vegna gat hann
ekki hugsað eins og hinir glað-
iyndu mexicanar, sem hanr,
hafði hitt hjá Chico? Hann ætti
að tileinka sér heimspeki þeirra
og einkunnarorð: Fari það allt
saman norður og niður, æ fari
það ailt fjandans til.
Skyndilega fór honum að líða
betur. Hann mundi, að hann átti
enn eftir hálfa portvínsflösku.
Hann tók hana út úr sápukassa,
hellti í fullt glas handa sjálfum
sér og skálaði fyrir sinni eigin
sj álfstæðisyfirlýsingu. Síðan tók
hann rauðan blýant, dró hring
um nýársdaginn á nýja alma-
nakinu sínu og skrifaði undir
með upphafsstöfum: „Sjálfræð-
isdagur minn.“
IV.
■ Kyiksögurnar um, að fækka
setti í kennaraliði tungumála-
skólans, mögnuðust stöðugt.
Kennararnir ræddu um það
kvíðafullir sin á milii á hverjum
degi og sumir voru jafnvel farn-
ir að skrifa umsóknarbréf um
aðrar stöður; aðrir töldu saman
árafjölda sinn í starfinu og báru
fram getgátur um, hverjir yrðu
undir „öxinni". Þeir töldu hæ-
versklega sjálfa sig, þó þeir
væru öruggir um sig vegna
starfsaldurs síns.
Hinir, sem staddir voru á hinu
raunverulega hættusvæði, hlust-
uðu af meiri hugarró á kvik-
sögurnar, eins og dæmdir menn,
sem vita hvað í vændum er.
Chiang Fu var þeirra á meðal
og þar sem kona hans var gift
aftur lét hann sögusagnirnar
alls ekki á sig fá. Hann hafði
samúð með þeim, sem kviðu
uppsögninni og höfðu fyrir stór-
um fjölskyldum að sjá, því hann
vissi af eigin raun, hve þung
byrði það gat orðið, að sjá föl-
skyldu farborða. Hann hugsaði
um, hve margar andvökunætur
þessar kviksögur hefðu valdið
honum, ef kona hans hefði skrif-
að honum ástarbréf í stað þess-
arar stuttu orðsendingar. Hon-
um fannst óljóst, að í stað þess
að vekja hjá honum ugg, hefði
orðrómurinn sefað sársaukann,
sem bréf konu hans haíði valdið
honum. Nú lifði hann aftur eðli-
legu og frjálsu lífi, fannst hon-
um.
Nú var aftur komin helgi.
Þegar hann kom i bílskúrinn um
kvöldið, mundi hann, að það var
eitthvað, sem hann hafði ætlað
að. gera, en hann gat ekki mun-
að hvað það var, fyrr en hann
rak augun í „Sjálfræðisdaginn“ á
almanakinu sínu. Hann tók í
snatri fjárhagsáætlunina út úr
sápukassanum, sem hann notaði
fyrir skrifborðsskúffu, reif hana
í tætlur og fleygði þeim í annan
sápukassa, sem hann notaði fyrir
bréfakörfu. Nú var hann alveg
frjáls. Honum var frjálst að
eyða öllum peningum sínum að
eigin vild. Án þessa frelsis væri
sjálfstæði hans einskis virði. Ef
til vill ætti hann að tvöfalda
ánægjustundir sinar með Aiku,
eða jafnvel að þrefalda þær, ef
það yrði honum ekki um megn.
Hann gekk út á benzínstöðina
hinum megin við götuna og
hringdi til Aiku í Tókíó-garðin-
um. Jú, hún ætti frí í kvöld,
sagði hún; hún skyldi með
ánáegju hitta hann eftir vinnu-
tima. Mundi hann vilja gjöra
svo vel að sækja hana klukkan
hálfellefu, eins og venjulega? Ör
i skapi sneri hann til húss frú
Thompson og fékk sér steypi-
bað, síðan ætlaði hann að fá sér
blund í bílskúrnum. Hann þurfti
enn að bíða nokkrar klukku-
stundir og honum virtist skyn-
samlegast að nota þær til að
hvíla sig undir áreynslu kvölds-
ins. Hann vissi, að þar sem allar
áhyggjur voru úr sögunni, þá
myndi hann njóta þessarar næt-
ur til fulls.
Hann stillti vekjaraklukkuna
á tiu og reyndi að sofna, en
það tókst ekki. Þá reyndi hann
að lesa, en hugur hans nam ekki
orðin, sem hann las. Hann gafst
upp og hlustaði á útvarpið þar
til klukkan var hálftíu. Þá af-
réð hann að fara út úr bílskúrn-
um. Að bíða eftir einhverju
skemmtilegu var alveg eins og
að bíða eftir einhverri ógæfu;
það olli sömu hugaræsingunni.
Hann gat eins vel ekið um, þessa
klukkustund, sem eftir var, eða
bara lagt bílnum fyrir utan
Tókíó-garðinn og beðið.
Hann valdi síðari kost’-nn og
beið þar til Aika kom út úr
veitingahúsinu. Klukkan var
nærri ellefu. „Fyrirgefðu ég
sein,“ sagði Aika, um leið og
hún settist við hlið hans og sam-
stundis lagði hinn velþekkta ilm
af henni, um allan bílinn. Hún
var í loðjakkanum sínum og
nýjum, dökkum kjól og hár
hennar var öðruvísi greitt; það
var dregið upp á hvirfilinn i
stóran hnút, eins og minnis-
merki. „Þykir þér hárgr.eiðslan
ljót?“ spurði hún og strauk hár-
hnútinn að aftanverðu með hend-
inni. „Hvernig finnst þér?“
Chiang hleypti brúnum. Hún
minnti hann á kínverskan Tao-
prest; í myrkrinu fannst hon-
um líka hnúturinn minna á
fuglshreiður, sem byggt hefði
verið á höfði hennar og honum
virtist hún hreyfa höfuðið var-
lega og óeðlilega. En hann vildi
ekki skyggja á gleði hennar.
„Hún er nokkuð góð. Byggðirðu
þetta musteri sjálf ?“
„Áttu við hárið á mér?“
„Já.“
„Nei, nei,“ sagði hún. „Ég
fara á hárgreiðslustofu. Það
kosta sjö dali. Þær segja þetta
eina leiðin að sýnast hár.“
„Hvers vegna þarftu að sýnast
há? Þú ert nógu há.“
„Ö, ég þykir fallegt vera hár.“
Svo breytti hún um umræðu-
efni í skyndi og spurði hann
hvert þau væru að fara.
„I kvöld förum við á fínan
skemmtistað," sagði Chiang upp-
veðraður. „Langar þig til að
dansa? Ég hef heyrt getið um
stað nálægt Salinas — Rauð-
viðargarðurinn heitir hann eða
eitthvað þess háttar. Þar er fræg
hljómsveit og góð skemmtiat-
riði...“
„Nei, nei,“ sagði Aika. „Ég
langar ekki að dansa i kvöld. Við
förum heim til þín, allt í lagi?
Við drekka te og tala saman dá-
lítið, ekki satt?“
Chiang virtist þessi uppá-
stunga búa yfir leyndum loforð-
um og þrungin bráðlæti. Hann
komst strax í uppnám og varð
þvalur í lófunum. Hann horfði
á Aiku og bældi niður hjá sér
þrá eftir að kyssa hana. Honum
fannst hann vera eins og hund-
ur, sem hefði komist yfir girni-
legt bein; honum lá ekkert á
erin, að éta það.
„Af hverju þú hlæja?“ spurði
Aika, undrandi.
„O, mér datt bara dálítið
skrítið í hug,“ sagði Chiang og
ræsti bílinn.
„Hvað þér detta í hug?“
„Ég ímyndaði mér skrítinn
hund, sem væri að naga bein.
Ef ég á að segja þér eins og
er, þá langar mig til að eyða
peningum í kvöld. Hvers vegna
viltu ekki dansa?“
Framhald í næsta blaði.
um
ÚLPUR
VERUr
NO.: 6— 8 KK. 595,00
NO.: 10—12 KR. 680,00
NO.: 14—16 KR. 765,00
FÁLKINN