Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Blaðsíða 30

Fálkinn - 25.10.1965, Blaðsíða 30
IIVERSU MAMIR SVELTA? AÐ er sagt að í heiminum séu um 900 milljónir barna ,og þar af sé helmingurinn van- nærður. Þessi ágizkun er þó líklega of lág. Vannærðu börn in eru sennilega fleiri. Það mun ekki vera fjarri lagi að telja að þau séu 400—600 millj- ónir. í gamla daga var sagt að fólk dæi úr „ófeiti“ á íslandi, af því að það var fallegra i kirkjubókum heldur en að segja berum orðum að það hefði fallið úr hor. Nútíma orð fyrir „ófeitina“ er „vannærður“. Hvað er það að vera van- nærður? Læknar mundu auð- vitað koma með sína vísinda- legu skýringu á fyrirbærinu. En hvað er skýring þess sem fer í gegnum hörmungarnar sjálfur og líka hins sem horfir upp á þær hörmungar þó að sjálfur hafi hann sloppið? Áð vera vannærður er það að hafa aldrei alveg nóg af þeim efnum sem líkamanum eru nauðsynleg, fæðan er ein- hæf eða léleg — og flest fæða sem til fellst í hitabeltinu er efnasnauðari en sömu tegund- ir frá hinum tempruðu beltum — og maðurinn verður þrelc- laus, áhugalítill og sífellt með eitthvert slén. Hann finnur ekki til hungursins beinlínis, en það hrjá hann ýmsir sjúk- dómar er fara hamförum um byggðirnar af því að viðnáms- þróttur manna er lítill auk þess sem heilbrigðishættir eru oft bágbornir. Að vera vannærður er það að hafa aldrei alveg nóg, fá sjaldan almennilega nægju sína af mat, jafnvel ekki af almenni- legu drykkjarvatni, vera alltaf hálfsvangur, sísnuðrandi í krók- um og kimum eftir einhverju ætilegu, hugsa ekki um annað en mat, vera ekkert nema sjúkleg matarlyst. Og að vera vannærður er líka að svelta heilu hungri. Hvað er það að svelta heilu hungri? Engin orð megna að gefa hungur til kynna, því að í hungrinu býr einhver óhugnan- legur grunur um að það vofi yfir manni að hætta að vera til. Þetta er lýsing þess er þekkti: „Þetta kom líka fyrir mig, en ég gat ekki séð sjálfan mig, aðeins hveniig fór fyrir hinum. Ég sá að holdið eins og bráðn- aði utan af þeim og hörundið tók að skerast inn á milli út- stæðra beinanna. Ég sá augun sökkva inn í hauskúpuna og rifjaraðirnar bunga út undir skinninu. Og það sem þjakaði börnin lagðist með enn meiu þunga á fullorðna fólkið . .. Enginn þjáðist eins mikið og Kuti. Hann hafði aldrei verið hraust barn. Og nú var hann alltaf veikur. Fyrst bað hann um hrísgrjónavatn og grét af því að það var ekki til. Seinna hætti hann að biðja um nokkuð, bara grét, jafnvel meðan hann svaf var hann snöktandi, alltaf að snúa sér og bylta svo að enginn gat fengið nokkra hvíld. Ira reyndi langmest að lina þjáningar hans. Hún var öld- ungis óþreytandi, hélt honum í tærðum faðmi sér og gaf honum mest af því litla sem hún gat náð í fyrir sjálfa sig, en oftar sneri hann sér bara undan og hafði ekki nokkurt þrek til að taka við því sem að honum var rétt. Og þá lagði hún hann á brjóstið og hann tottaði skrælþurrar geirvört- urnar. ..“ Á hinum norðlægari slóðum yrði strax áberandi mannfellir ef skortur herjaði. Lífið er þar upprunalega erfiðara, en fólk- ið aftur á móti færra. Þegar Þetta er í Niger. Konan mjólk- ar sitjandi á hækjum sínum og mjólkurfatan er kalabas. maður ferðast rólega norður eftir hnettinum fer fólkinu jafnt og þétt fækkandi. Það verður færra á járnbrautar- stöðvum, höfnum og flugvöll- um, það verður færra fólk á gangstéttum þorpa og borga og minni troðningur og það verð- ur rýmra um hús og byggðir. í staðinn fyrir þvöguna er kom- in einmanaleg og þögul víðátta, og jafnvel lönd eins og Dan- mörk verða rúm og fámenn þó að íslendingum finnist þar ærið þéttbýlt og mannmargt. Lífið er allt öðruvísi suður frá, og þar er líka skorturinn og hungrið. Fólk þarf þar syðra sama og ekkert að klæðast. Á Indlandi er algengt að fátækir menn eigi ekki annað en eitt baðmullar- 30 FALKINNI

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.