Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 31

Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 31
otykki sem þeir vefja um sig miðjan, og í Egyptalandi ganga menn ef til vill í skósíðum skyrtum einum fata. Annars er ekki þörf. Og húsaskjól er ekki endilega nauðsynlegt heldur. Sumt fólk elur allan aldur sinn úti á götum, leggur sig hrein- lega á gangstéttina er það fer að sofa. Þvagan væri sennilega minni ef það væri kaldara. Það er ekkert annað en matarskortur- inn sem við er að berjast — hungrið. Og í þvögunni sér maður skortinn og eymdina á mörgum andlitum. Við allar götur að kalla í flestum löndum það syðra er fólk sem betlar. Sumt er horað, sumt er bæklað, sumt er sjúkt —sumt er í því ástandi að það er engin mannsmynd á því, af- skræmd andlit þar sem ekkert er þekkjanlegt nema augun, eins og gluggi inn í hyldýpi þjáningar og kvíða. Jafnvel úti í kyrrlátum sveit- um vofir hungrið yfir. Þar lifir fólk í sambýli við jörðina og himininn. Og meðan guð lætur rigna yfir réttláta og rangláta silast tíminn áfram stórslysalítið. En stundum bregzt regnið, jörðin skræinar og verður ófrjó, kýrnar og geit- urnar hætta að mjólka og fólk- ið sveltur. Eða hús og akrar eyðileggjast af flóðum þegar of mikið rignir. Fyrrum hrundi fólkið niður í hallærum og var ekkert um það fengizt. En nú er önnur öld. Menn spyrja: hvað er hægt að gera? Það er í rauninni ekki hægt að gera nema eitt: Það þarf að styðja þetta fólk tif sjálfs- bjargar, og það er ekki hægt nema með meiri þekkingu og menntun. Það er sannmæli hið fornkveðna, að fávísin er allt böl mannkynsins. Á hverju ári er veitt miklu fé til að bæta úr skortinum, með matvælagjöfum og tækni- hjálp, og læknisaðstoð er veitt um allan heim, en víða kemur þetta ekki nema að hálfum not- um enn sakir þess að þeir sem verið er að hjálpa skilja ekki sinn eigin vanda. Verkfæri liggja ónotuð eða hálfnotuð, nýjum vinnubrögðum er ekki beitt nema á meðan sá sem kenndi var viðstaddur. Það standa því mikil vandamál í vegi þeirra sem vilja hjálpa. Stærsta vandamálið er þó víða um heim annars eðlis. Það er ekki lengur liðið að fólk farizt unnvörpum úr • • » • • Framh á bls 35. ÆSKULÝÐSSAMBANÐ Islands hefur í undirbúningf mikla fjáröflunarherferð til þess að gefa Islendingum kost á að leggja fram sinn skerf í baráttunni gegn hungrinu í heiminum. Þeir kalla þessa fjáröflunarstarfsemi: ,,Herferð gegn hungri". Það eru 900 milljónir barna til á þessari jörð, og þar af líður meira en helmingurinn alvarlegan skort oq mörg beinlinis svelta. Annars staðar á þessari sömu jörð geta menn varla nokkurn tíma notið eðlilega máltíðar af ótta við það að þeir stofni heilsu simii í voða með offitu og hóglífi. Mjólkurgjafir i skóla á Fílabeins- strönd. Mjólk- in er heilsu- gjafi fyrir börnin, og rekur á eftir foreldrum að senda börnin í skóla. ílungrið sverfur að, holdið bráðnar og barn- ið niissir þrek, og að lokurn getur það hvorki hrært legg lið. FALKINN 31

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.