Fréttablaðið - 07.10.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 07.10.2009, Síða 10
10 7. október 2009 MIÐVIKUDAGUR FJÖLMIÐLAR Guð blessi Ísland, heimildarmynd Helga Felixson- ar um efnahagshrunið, gæti talist utan hefðbundinna viðmiða í blaða- mennsku, miðað við það sem við- mælendur Fréttablaðsins hafa séð af henni. Þá er það mjög óheppilegt fyrir blaðamennsku því það hræðir aðra hugsanlega viðmælendur frá frétta- mönnum, segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri. „Fyrir það fyrsta eru almennar siðareglur í blaðamennsku og það gildir líka um heimildarmyndagerð, sem kveða á um að þú látir fólk vita ef það er í viðtali,“ segir Birgir Guð- mundsson, lektor í fjölmiðlafræði. „Síðan geta verið undantekning- ar, til dæmis þegar notuð er falin myndavél. En þá þurfa að vera ákveðin skilyrði, eins og að ekki sé hægt að fá upplýsingarnar með hefð- bundnum aðferðum. Einnig að þetta sé skipulagt fyrirfram og menn viti hvað þeir ætla að fá fram,“ segir Birgir. Hann tekur fram að hann tali almennt, því hann hefur ekki séð myndina. Helgi Felixson hefur kynnt mynd sína á sjónvarpsstöðvum og sýnt þar myndbrot sem eru tekin upp án vitundar viðmælenda.Hann hefur viðurkennt að ganga á bak orða sinna, það er brotið samkomulag við viðmælend- ur. Helgi heldur því fram að viðmælendur hans í myndinni hafi einnig brotið samkomulag við aðra. Jónas Kristjánsson segist andvígur aðferð- um á borð við þær sem Helgi notar, þær gangi gegn viðurkenndum hefðum blaða- mennskunnar. „Hann er bara að auðvelda sér vinnuna á líðandi stund. Svo fréttist þetta út og þegar næsti maður ætlar að gera svona heimildarmynd lendir sá í vandræðum því allir eru orðn- ir fullir af efasemdum og hrædd- ir. Hann er því að spilla bæði fyrir sjálfum sér en sérstaklega fyrir öðrum kvikmyndagerðarmönnum og blaðamönnum með því að gera svona,“ segir Jónas. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, for- maður Blaðamannafélags Íslands, vill ekki fjalla um aðferðir Helga fyrr en hún hefur séð myndina. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, kemur fram í mynd- inni óafvitandi. Hann vill ekki ræða vinnubrögð Helga, en segir þau koma á óvart. „Miðað við brotið sem við höfum séð af okkar þætti í myndinni er maðurinn ekki að gera það sem hann sagðist ætla að gera,“ segir hann. Hafliði Helgason, aðstoðarmað- ur Bjarna Ármannssonar, vildi ekki tala um hlut Bjarna í myndinni og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannes- son, en þeir Bjarni eru viðmælendur Helga í myndinni. klemensfrettabladid.is 1 Hvað heitir eiginkona Gor- dons Brown, forsætisráðherra Breta? 2 Hver voru talin standa sig best í knattspyrnunni í sumar? 3 Hvaða fréttamaður er að byrja með matreiðsluþátt? SVÖRIN ER AÐ FINNA Á SÍÐU 26 * M .v . 1 5 0 þ ús un d kr . i nn le nd a ve rs lu n á m án uð i, þ. a. 1 /3 h já s am st ar fs að ilu m . / S já n án ar á w w w .a uk ak ro nu r.i s. 40 andlitshreinsar á ári fyrir Aukakrónur Þú getur keypt þér 3 andlitshreinsa í mánuði í apótekum Lyfja & heilsu fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða fengið þér eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. * AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000 Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is N B I h f. (L an ds ba nk in n) , k t. 47 10 0 8 -2 0 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 3 2 1 Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Bílavarahlutir TYRKLAND, AP Lögreglan í Istanbúl beitti þrýstivatnsslöngum, táragasi og piparúða til að dreifa hundruð- um manna sem komu saman til að mótmæla ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Tugir grímuklæddra mótmæl- enda flúðu út í hliðargötur frá Taksimtorgi, sem er skammt frá fundarstaðnum. Á leiðinni brutu þeir rúður á MacDonalds-veitinga- stað og í nokkrum bönkum ásamt því að skemma bifreiðar. Mótmælendurnir reyndu síðan hvað eftir annað að ráðast til atlögu gegn lögreglunni, vopnaðir eldsprengjum og slöngvibyssum. Meira en 70 mótmælendur voru handteknir, en lögreglan hafði girt fundarstaðinn af með rammgerð- um hindrunum. Talið er að flestir mótmælend- anna hafi komið úr röðum lítilla vinstriflokka og verkalýðsfélaga. Einnig er talið að hópur erlendra mótmælenda hafi verið með í aðgerðunum. Viðræður um aðstoð Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins við Tyrk- land hafa gengið hægt. Tyrknesk stjórnvöld hafa verið treg til að fallast á kröfur sjóðsins um nið- urskurð ríkisútgjalda og aðhalds- aðgerðir. Í síðustu viku kastaði fjölmiðla- nemi skó í áttina að Dominique Strauss-Khan, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þegar hann svaraði spurningum í háskóla í Istanbúl. - gb Táragasi, piparúða og þrýstivatnsslöngum beitt á mótmælendur í Istanbúl: Tugir manna handteknir ÁTÖK Í ISTANBÚL Grímuklæddir mót- mælendurnir voru vopnaðir eldsprengj- um og teygjubyssum. NORDICPHOTOS/AFP Fagmenn gagnrýna Guð blessi Ísland Það getur skaðað blaðamennsku þegar farið er út fyrir hefðbundin mörk, líkt og virðist gert í heimildarmyndinni Guð blessi Ísland. „Maðurinn er ekki að gera það sem hann sagðist ætla að gera,“ segir talsmaður Björgólfsfeðga. ÁSGEIR FRIÐGEIRSSON ■ Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína […]. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaða- manns […] ■ Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína. ■ Blaðamaður vandar upplýsinga- öflun sína, úrvinnslu og framsetn- ingu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. ■ Í frásögnum af dóms- og refsi- málum skulu blaðamenn virða þá meginreglu laga að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. ■ Blaðamaður hefur í skrifum sínum sannfæringu sína að leiðarljósi. ÚR SIÐAREGLUM BLAÐAMANNAFÉLAGS JÓNAS KRISTJÁNSSON BIRGIR GUÐ- MUNDSSON HELGI FELIXSON SJÁVARÚTVEGUR Írar ráða yfir 650 þúsund ferkílómetra svæði undir sjávarmáli, því mesta í Evrópu- sambandinu. Að því er írska ríkisútvarpið greinir frá kom fram á ráðstefnu um rannsóknir á sjávarbotni Íra að þar á landi sé horft til stór- aukinnar nýtingar auðlinda hafs- ins og sjávarbotnsins. Ávinn- ingur fyrir írska hagkerfið gæti numið milljörðum evra. Ráðstefn- an hófst í gær og lýkur í dag. Til samanburðar má nefna að lögsaga Íslands nemur 758 þúsund ferkíló- metrum innan tvö hundruð mílna lögsögunnar og sjávarbotn nálægt milljón ferkílómetrum. - óká Írar eiga mestan sjó í ESB: Horfa til auk- innar nýtingar VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.