Fréttablaðið - 07.10.2009, Side 15

Fréttablaðið - 07.10.2009, Side 15
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Erlendir vogunarsjóðir hafa gert nokkrum stór- um kröfuhöfum fjárfestingarbankans Straums óformlegt tilboð um kaup á hluta af skuldum Straums með allt að tuttugu prósenta afslætti frá upphaflegu kaupverði. Af verðhugmyndum þeirra má ætla að þeir reikni með að nauðasamning- ar verði samþykktir því áætlanir gera ráð fyrir að almennir kröfuhafar Straums fái allt frá 33 upp í 77 prósentur greiddar af almennum kröf- um sínum eða 54 prósent að meðaltali. Náist nauðasamningar ekki verður Straumur lýstur gjaldþrota og ljóst að heimtur versni til muna en áætlað er, að endurheimtur við gjald- þrot verði um 11 prósent eða minna. Á meðal helstu kröfuhafa Straums eru þýski risabankinn Commerzbank og austurríski bank- inn Raiffeisen Zentralbank. Kröfuhafar munu hafa verið mótfallnir tilboðinu og virðast þeir frekar styðja nauðasamningaleiðina enda heimt- ur áætlaðar mun betri ef sú leið er farin. Náist samningar er stefnt að því að skipta Straumi upp í tvö fyrirtæki, jafnvel í kringum áramót- in: Annars vegar verður til eignastýringafyrir- tækið Straumur, sem tekur við eignum núver- andi banka og greiðir niður langtímaskuldir. Hins vegar verður stofnaður fjárfestingabanki sem verður í eigu sömu kröfuhafa og Straumur hefur. Hann mun líklega ekki bera heiti Straums. Gangi allt eftir mun nýi bankinn einbeita sér að fyrir- tækjaráðgjöf og miðlun með skuldabréf, hluta- bréf og gjaldeyri en bankinn mun verða fjárfest- ingabanki með takmarkaðan efnahagsreikning og ekki stunda innlána- eða útlánaviðskipti. Miðað við skiptingu krafna verður nýi bankinn um sjö- tíu prósent í eigu erlendra aðila og þrjátíu pró- sent í eigu innlendra aðila. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í síðustu viku hefur verið líflegur markaður með skuldabréf gömlu bankanna í erlendri mynt. Þar hefur sömu- leiðis kveðið mest að bandarískum sjóðum, sem hafa keypt skuldabréf bankanna af evrópskum kröfuhöfum gömlu bankanna. Fjárfestar keyptu bréfin með 95 til 98 prósenta afslætti skömmu eftir ríkisvæðingu bankanna í fyrra. Verð bréf- anna hefur margfaldast síðan þá, er nú fjórfalt til ellefufalt hærra. Þetta fer þó bæði eftir þeirri mynt sem bréfin eru í og skuldabréfaflokkum. Eftir því sem næst verður komist er endur- heimtuhlutfall almennra krafna hæst hjá Straumi en lægst hjá Landsbankanum. Nærtækasta skýr- ingin felst í viðskiptamódeli bankanna fjögurra. Straumur var ekki með almenna innlánsreikn- inga líkt og hinir bankarnir þrír. Miðað við áætl- aðar endurheimtur sem Markaðurinn hefur undir höndum er gert ráð fyrir sambærilegum endur- heimtum hjá Glitni og gamla Kaupþingi, sem bendir til að viðskiptamódelin hafi verið áþekk. Þeir sem Markaðurinn ræddi við í gær telja við- skiptamódel Landsbankans hins vegar áhættu- samast og skýri það verri endurheimtur eins og staðan sé í dag. Skilanefndir Kaupþings og gamla Landsbank- ans vildu ekki tjá sig um endurheimtuhlutfall bankanna þegar þær voru inntar eftir því í gær. Landsbankinn kynnti kröfuhöfum nýja áætlun um endurheimt krafna fyrir stuttu og birtir hana op- inberlega á næstu dögum. Það mun þó ekki vera langt frá fyrra mati. 4 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 7. október 2009 – 26. tölublað – 5. árgangur Ný krabbategund Matarmikill grjótkrabbi finnst við Ísland 2 Verðbréfamarkaðir Uppsveifla í Bandaríkjunum og Japan VIÐSKIPTI Allt á einum stað – betri kjör Þú nýtur betri kjara og yfi rsýnar með því að hafa allt á einum stað í færsluhirðingu. Hafðu samband við okkur í síma 560 1600 eða á tilbod@borgun.is og við gerum þér tilboð um heildarlausn í færsluhirðingu. Græna prentsmiðjan Erlendir sjóðir vilja skuldir Straums Kröfuhafar bankanna fá mismikið greitt til baka af lánum sínum. Áhættufjárfestar sjá gróðavon í braski með þrotabú. Skúli Mogensen í Oz Þolinmæði mikilvæg í frumkvöðlastarfi 6 Uppspretta heitir nýtt lánafyr- irgreiðslufyrirtæki sem hafið hefur starfsemi. Á samnefndum vef, uppspretta.is, er höfð milli- ganga um að veita fólki og fyrir- tækjum svonefnd örlán. Á vefnum eru leiddir saman lántakendur og -veitendur, en lánin eru á bilinu 50.000 til 3.000.000 króna. Lánstími getur verið að lágmarki einn mánuður og að hámarki 36 mánuðir. Í tilkynningu segir að mikil áhersla sé lögð á gagnsæi upp- lýsinga og með hverri umsókn fylgi lánshæfi lántakanda, jafn- framt er hægt að spyrja lántak- anda spurninga áður en tekin er ákvörðun um hvort veita eigi lán. Örlánavefur opnaður Banki Hlutfall Verð skuldabréfa á markaði Gamli Landsbankinn 0-5% 5-7% Gamla Kaupþing 20-46% 19,5-20,5% Glitnir 22-33% 21-22% Straumur 33-77%* - * Engin skráð skuldabréf á markaði S A M A N B U R Ð U R Á Á Æ T L U Ð U M E N D U R H E I M T U M A L M E N N R A K R A F N A Hátt gullverð l Heimsmarkaðs- verð á gulli sló nýtt met í gær þegar únsan fór í 1.038 dollara á fjármálamarkaði í New York í Bandaríkjunum. Fyrra verðmet var slegið í mars í fyrra þegar það fór í 1033,9 dali. Það var í kjölfar fjárhagsvandræða Bear Stearns. Frekari svartsýni l Hagfræði- prófessorinn dr. Nouriel Roubini, sem þekktur er sem herra dóms- dagur, varar við snarpri hækk- un á gengi hlutabréfa. Af þeim sökum telur hann að þessir mark- aðir muni taka dýfu niður á við á yfirstandandi ársfjórðungi eða fyrsta ársfjórðungi á næsta ári. Brugðist við bata l Seðlabanki Ástralíu hefur hækkað stýrivexti um 25 punkta og verða þeir eft- irleiðis 3,0 prósent. Ástralir eru fyrsta ríkið af tuttugu umsvifa- mestu iðnríkjum heims til að bregðast við efnahagsbatanum með hækkun stýrivaxta. Loka í japan l French Connect- ion, ein þekktasta tískuvörukeðja Bretlands, hefur ákveðið að loka öllum verslunum í Japan. Þær eru 21 talsins. Með þessu ætlar stjórn verslanakeðjunnar að hagræða í rekstri og draga úr tapi. Þrotabú Baugs á tæpan átján prósenta hlut í French Connection. Á barmi gjaldþrots l Royal Bank of Scotland (RBS) rambaði á barmi gjaldþrots og mátti litlu muna að hann færi á hliðina þegar bresk stjórnvöld komu honum til hjálpar í október í fyrra, að því er breska blaðið Financial Times hefur eftir ónafngreindum heim- ildarmanni. „Ástæðan fyrir þessu eru er- lendu lánin sem voru tekin við kaup á Húsasmiðjunni árið 2005. Gengishrunið hefur haft neikvæð áhrif. Við erum í skilum en eig- infjárstaðan er neikvæð,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Eignarhaldsfé- lagið Vestia tók félagið yfir á að- alfundi Húsasmiðjunnar í gær. Vestia er dótturfélag Lands- bankans sem heldur utan um eignir sem bankinn hefur tekið yfir. Steinn Logi áréttar að þetta hafi verið ákveðið í kjölfar skila á ársreikningi. Eigendur Húsasmiðjunnar voru SPV, dótturfélag Byrs, sem eignaðist hlutinn við yfirtöku á Primusi, félagi Hannesar Smára- sonar í fyrra, Hagar, móðurfélag Hagkaupa og fleiri verslana, og Saxsteinn, dótturfélag Saxbygg sem er í skiptameðferð. - jab Bankinn tók Húsasmiðjuna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.