Fréttablaðið - 07.10.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 07.10.2009, Síða 16
MARKAÐURINN 7. OKTÓBER 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N „Það er ógerningur að segja til um hvenær nið- urstöðu er að vænta frá okkur,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um efnahagshrun- ið, spurður um næstu skref í kjölfar húsleitar starfs- manna embættisins hjá endurskoðunarfyrirtækjun- um PriceWaterhouseCoopers og KPMG á fimmtu- dag í síðustu viku. Sama máli gegnir um önnur mál á borði embættis- ins. Þar á meðal eru gögn eftir húsleit á skrifstofum Milestone og Sjóvár og á heimilum forsvarsmanna fyrirtækjanna í byrjun júlí. Ólafur segir að búið sé að fara í gegnum hluta gagnanna. Hann bendir á að starfsmenn embættisins hafi stundum þurft að leggja önnur mál tímabundið til hliðar þegar beina hafi þurft kröftunum að öðrum og brýnni. Við húsleitina á föstudag hafi nær allir starfsmenn lagst á eitt enda hald lagt á meira magn gagna en í fyrri húsleitum. Fimmtán vinna nú hjá embætti sérstaks saksókn- ara og er verið að fjölga starfsmönnum, að sögn Ólafs Þórs. - jab SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI Þeir sem rannsaka efnahagshrunið þurfa stundum að leggja mál frá sér þegar önnur brýnni koma upp. MARKAÐURINN/STEFÁN Starfsmannaskortur tefur rannsókn Forsvarsmenn fimm íslenskra sprotafyrirtækja og tvö norsk kynna starfsemi sína fyrir áhættufjárfestum á sprotaþingi Seed Forum í salarkynnum Kaup- þings á föstudagsmorgun. Seed Forum blæs til fjárfesta- þings að vori og hausti og er þetta það tíunda í röðinni. Meðal fyrirtækja sem kynntu starfsemi sína á fyrsta þinginu í apríl 2005 voru CCP og ORF Líf- tækni. Talsverður fjöldi af sprota- fyrirtækjum hefur bæst við síðan þá, svo sem Caoz, Gogogic, Mar- orka, Trackwell, Carbon Recyc- ling International, Gogoyoko og síðast E-Label. „Þetta er sögulegt,“ segir dr. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmda- stjóri Seed Forum. Hann bætir við að fáir hafi trúað því að fjár- festaþingið myndi tóra þetta lengi. „Það var lítill áhugi á sprotafyrir- tækjum þegar við byrjuðum. Nú héldu menn að þingið myndi leggj- ast af þar sem allir fjárfestarn- ir hefðu dáið út í fjármálakrís- unni. Enn er þó mikill áhugi á þessu,“ segir Eyþór og bætir við að vettvangur á borð við Seed Forum sé mikilvægur forsvars- mönnum sprotafyrirtækja til að byggja upp sambönd og læra að gera fyrirtækin fjárfestingahæf. Vandamálið snúi orðið nær ein- göngu að stöðu Íslands, sem hafi valdið því að erlendir fjárfestar eru tortryggnari en áður um fjár- festingu hér. Um fyrirtækin gegni öðru máli: „Hér er fullt af fyrir- tækjum að gera góða hluti.“ Stefnt er að því að Steingrímur J. Sigfússon flytji opnunarávarp og Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri Kaupþings, flytji erindi. Þá munu tveir erlendir reynslu- boltar flytja tölu um fjárfesting- ar í sprotafyrirtækjum. - jab Fjárfesta leitað í tíunda sinn Fyrirtækjaheiti Tegund fyrirtækis Íslensk: ReMake Electric ehf. Þróa sparneytin rafmagnsöryggi MindGames Tölvuleikir sem stjórnað er með huganum Kerecis Lækningavörur úr fiskiprótínum TellmeTwin Samskipta- og meðmælavefur Spennandi Fatnaður fyrir stangveiðifólk Norsk: Electra Automotive Framleiðir rafbíla Carbatt Systems Þróar rafkerfi og rafhlöður fyrir rafbíla F Y R I R T Æ K I N Í Á R EYÞÓR ÍVAR Fáir höfðu trú á að Seed Forum myndi tóra lengi þegar það byrjaði fyrir fjórum árum. Sigríður B. Tómasdóttir skrifar Grjótkrabbi finnst í töluverðum mæli á nokkrum stöð- um við Suðvesturland, einkum þó í Hvalfirði. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin er við Háskóla Íslands. Grjótkrabbi er krabbategund sem veidd er til manneldis undan ströndum Kanada. Krabbinn er töluvert stærri en til dæmis trjónukrabbi sem hefur verið veiddur hér við land en skelin á grjótkrabba er um 14 sentímetrar í þvermál. Að sögn Halldórs Pálmars Halldórssonar, líffræð- ings hjá Náttúrufræðistofu Reykjaness, bendir allt til þess að krabbinn sé í nýtanlegu magni hér við land en einkum hefur fundist mikið magn af honum í Hval- firði. „Fjöldi krabba sem kemur í gildru hjá okkur er alveg sambærilegur við það sem þekkist í Kanada.“ Krabbategund þessi fannst fyrst svo vitað sé árið 2006 við Ísland en þá færði kafari Jörundi Svavars- syni, prófessor við Háskóla Íslands, eintak af krabban- um. Það var svo í framhaldi af því að tveir nemendur, þeir Óskar Sindri Gíslason og Marinó Fannar Páls- son, hófu rannsóknir á grjótkrabba við Ísland undir handleiðslu Jörundar og Halldórs. Nú þremur árum síðar er komið í ljós að magnið er töluvert. „Við höfum fundið hann í Kollafirði, Skerja- firði, nokkur eintök hafa fengist í Breiðafirði og svo í Hvalfirði,“ segir Halldór. Líklegasta skýringin á þessum nýbúa í náttúrulífi landsins er sú að lirfa hans hafi komið hingað í kjöl- festuvatni stórra skipa. Kjölfestuvatn er sjór sem er dælt í kjöl skipa til að gera þau stöðugri á siglingu en lífverur berast auðveldlega með slíku vatni. Stærð krabbans sem fannst árið 2006 bendir til þess að hann hafi verið hér við land í um tíu ár áður en rannsókn- in á honum hófst. Krabbinn er eins og áður sagði veiddur undan ströndum Norður-Ameríku. Þar veittu sjómenn honum fyrst athygli þegar hann kom í humargildr- ur, fyrst var honum hent en svo þegar menn fóru að skoða hann nánar og smakka þá komust menn að því að hann er herramannsmatur. Grjótkrabbi er kjöt- meiri en trjónukrabbi og segir Halldór, að fenginni reynslu, hann vera mjög bragðgóðan. Ekki eru áform um að hefja veiðar á grjótkrabba en Halldór segir marga hafa fylgst með rannsóknunum og sýnt þeim áhuga. „Fjöldi trillukarla fylgist með rannsóknum okkar og hafa verið að velta möguleikanum á nýt- ingu fyrir sér.“ Halldór bendir á að byrja þyrfti á hóflegum veiðum ef út í það færi, stofnstærðin hafi ekki verið áætluð en verið sé að skoða hana. Hver áhrif krabbans á líf- ríkið við Íslandsstrendur verða er algjörlega óljóst og segir Halldór: „Það mun tíminn leiða í ljós.“ Ný krabbategund Grjótkrabbi er krabbategund sem fannst í fyrsta skipti við Ísland fyrir þremur árum. Rannsóknir vísindamanna benda til þess að hann sé hér í nýtanlegu magni. VEITT Í ÞÁGU VÍSINDA Óskar Sindri Gíslason til vinstri og Marinó Fannar Pálsson við gildruveiðar í Hvalfirði. • Hagstæðar afborganir • Söluaðilar geta valið um lán með breytilegum vöxtum eða vaxtalaus • Söluaðilar greiða ekkert þjónustagjald af Kortalánum • VALITOR greiðir út til söluaðila annan virkan dag eftir að sala fer fram FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is Verð á olíutunnu hækkaði um rúm 40 sent í gær og fór yfir 71 Bandaríkjadal í Asíu. Má rekja hækkunina til þess að að aukn- ing á heimsbirgðum olíu hafi ýtt undir traust fjárfesta. Verð á olíu hefur lónað í kring- um 70 dali á tunnu undanfarna mánuði, meðan fjárfestar reyna að greina hversu vel bandarískt efnahagslíf réttir úr kútnum. Hækk- unina má einnig að einhverju leyti rekja til veikingar bandaríkjadals. Olíuverð hækkar Vika Frá ára mót um Atlantic Petr. -0,6% -39,3% Bakkavör -17,1% -41,8% Föroya Bank -3,1% 14,5% Icelandair 11,4% -81,6% Marel 4,8% -15,3% Össur -0,4% 22,9% Úrvalsvísitalan OMXI6 812 *Miðað við gengi í Kaup höll í gær.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.