Fréttablaðið - 07.10.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 07.10.2009, Blaðsíða 23
umhverfisþing 2009 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2009 Umhverfisráðherra boðar til Um- hverfisþings dagana 9. og 10. okt- óber. Sjálfbær þróun verður aðal- umfjöllunarefni þingsins að þessu sinni. Nú stendur yfir endurskoðun á áherslum stjórnvalda á sviði sjálf- bærrar þróunar og þátttakendum á Umhverfisþingi verður boðið að leggja fram hugmyndir í þá vinnu. Efnt verður til svokallaðs heimskaffis þar sem hugmynd- ir verða ræddar og þær kynntar þinggestum. Í kjölfarið verða til- lögurnar teknar saman í skýrslu sem stjórnvöld munu nýta við endurskoðun stefnu um sjálfbæra þróun. Á þinginu verður einnig lögð áhersla á þátttöku ungs fólks til að stuðla að umræðu milli kyn- slóðanna um framtíðarþróun Ís- lands. Þau Sigríður Ólafsdótt- ir og Unnsteinn Manuel Stefáns- son, nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð, flytja erindi fyrir hönd ungmenna á þinginu. Í málstofum á þinginu verður fjallað um umhverfismál í sveit- arfélögum og atvinnulífinu. Hjalti Þór Vignisson, sveitar- stjóri Sveitarfélagsins Horna- fjarðar, verður heiðursgestur. Þóra Arnórsdóttir og Freyr Eyj- ólfsson verða þingforsetar. Þingið er haldið á Hótel Hilton í Reykjavík og hefst klukkan 9 með ávarpi umhverfisráðherra. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um þingið á heimasíðu umhverf- isráðuneytisins, umhverfisradu- neyti.is/umhverfisthing09. Umhverfisþing um sjálfbæra þróun Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð- herra boðar til umhverfisþings. ● SJÁLFBÆR SAM- GÖNGUSTEFNA Kristj- án Möller samgönguráðherra mun flytja erindi á Umhverf- isþingi um samgöngustefnu stjórnvalda. Ríkisstjórnin sam- þykkti nýlega að hefja gerð áætlunar um sjálfbærar sam- göngur. Áætlunin verður undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra og Kristjáns Möllers samgönguráðherra en auk þess verður haft náið sam- starf við fulltrúa fjármálaráð- herra vegna breytinga sem lúta til dæmis að sköttum og öðrum gjöldum. Umhverfisráðherra og samgönguráðherra hafa orðið sammála um að leggja áherslu á nokkrar aðgerðir, þar á meðal stuðning við hjólreið- ar almennings, breytingar á skattlagningu ökutækja og að hvetja stofnanir og fyrirtæki til að taka upp heildstæða samgöngustefnu. Ákvörðun rík- isstjórnarinn- ar um gerð sjálfbærrar samgöngu- stefnu er í samræmi við samstarfsyf- irlýsingu hennar. ● NÝ SKÝRSLA UM UM- HVERFISMÁL Á Umhverf- isþingi verður fjallað um nýja skýrslu umhverfisráðuneytisins um stöðu umhverfismála hér á landi. Eitt af helstu verkefnum ráðuneytisins er að safna upp- lýsingum um stöðu og þróun umhverfismála, meta þær og miðla til almennings og þeirra sem taka ákvarðanir. Skýrslunni svipar til Velferð- ar til framtíðar sem kom út fyrir sjö árum og nær til sömu málaflokka. Í henni er þó ekki að finna stefnumörkun stjórn- valda heldur ítarlega grein- ingu á ástandi og þróun mála. Vægi mála hefur einnig breyst og til dæmis er í skýrslunni fjallað ítarlega um loftslags- breytingar, sjálfbæra neyslu og framleiðslu. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að Íslend- ingar losa meira af gróður- húsalofttegundum á mann en meðaltal þróaðra ríkja þrátt fyrir að losun frá staðbundinni orkuframleiðslu sé líklega minni á mann en í nokkru öðru þróuðu ríki. Þetta skýrist að stórum hluta af miklu vægi stóriðju og sjávarútvegs í efnahag Íslendinga. „Sumir halda að umhverf- isvernd snúist um að fara aftur í torfkofa,“ segir Berglind Viktorsdóttir, umhverfisfræð- ingur og gæðastjóri Ferða- þjónustu bænda, en hún segir mikilvægt að auka skilning á mikilvægi ferðaþjónustu hér á landi. Hlutverk hennar hafi far- ið vaxandi og gjaldeyristekjur af henni aukist. Berglind bendir á að rekstur ferðaþjónustu sé alls engin trygg- ing fyrir virðingu fyrir umhverf- inu. Of mikið álag sé á sum svæði vegna ferðamannastraums, þau þurfi að undirbúa betur með hlið- sjón af auknum átroðningi. Þá sé einnig mikilvægt að dreifa ferða- mannastraumi markvissara um landið, úr mörgum stöðum sé að velja. „Við eigum mikið af földum perlum sem ekki hafa verið mark- aðssettar,“ segir hún. Auk þess telur hún þörf á því að miðla frek- ar upplýsingum um svæði, kynna sögu þess og kennileiti í auknum mæli svo hægt sé að lengja heim- sóknir fólks og gera veru þess innihaldsríkari. Þá bendir Berglind á mikilvægi sjálfbærrar ferðaþjónustu en í stuttu máli er slík ferðaþjónusta skilgreind sem: starfsemi sem ber virðingu fyrir umhverfinu, trygg- ir verndun náttúrulegra og menn- ingarlegra auðlinda til langs tíma, og er ásættanleg og réttlát frá fé- lagslegu og efnahagslegu sjónar- miði. Nokkuð vantar upp á sjálfbærni ferðaþjónustu hér á landi en hjá Ferðaþjónustu bænda hefur markvisst verið unnið að því að auka þekkingu og skilning á mik- ilvægi þess með fræðslu og nám- skeiðahöldum. „Það eru um 140 fé- lagar í Ferðaþjónustu bænda um allt land og fjölbreytni og umfang starfsemi mjög margbreytileg,“ segir Berglind. Lagður hafi verið grunnur að markvissri vinnu í um- hverfismálum innan Ferðaþjón- ustu bænda árið 2002 en þá setti þjónustan sér sérstaka umhverf- isstefnu. „Við vildum vekja fólk til umhugsunar og kenna fólki að ná markmiðum og svo hvernig það getur orðið sér úti um gæðavott- un,“ segir Berglind en hún segir vottanir á borð við Svaninn, ISO 14001 og Green Globe mikilvæga við að ná fram markmiðum og mæla árangur. Þessir þrír staðl- ar geta þó verið of umfangsmiklir og kostnaðarsamir til að þeir henti minni fyrirtækjum. Leita þurfi fleiri leiða til að umbuna fyrir það sem vel er gert í þessum efnum. Fáum sem ferðast um land- ið dylst að margt er ógert í upp- byggingu á innviðum ferðaþjón- ustunnar. Salernisaðstaða er víða í ólestri og átroðningur á viðkvæm svæði mikill. Berglind segir að í því ástandi sem nú ríkir á Íslandi felist mörg tækifæri. Fólk kanni rætur sínar og uppruna í aukn- um mæli, læri að meta matargerð og fatnað þjóðarinnar. Þá ferðist fólk meira um landið sitt og læri þannig að meta hve mikilvægt það er því sjálfu og þeim kynslóðum sem eru og eiga eftir að vaxa hér úr grasi. Því eigi fólk eftir að gera sér betur grein fyrir mikilvægi sjálfbærrar ferðaþjónustu. - kdk Fjöldi falinna náttúruperlna Þekki ferðamenn sögu staðanna staldra þeir lengur við og ferð þeirra verður innihaldsríkari. Myndin sýnir Herðubreið og Lindará í námunda við dvalarstað Fjalla-Eyvinds. Berglind Viktorsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.