Fréttablaðið - 07.10.2009, Síða 30
MARKAÐURINN 7. OKTÓBER 2009 MIÐVIKUDAGUR8
F R É T T I R / S K O Ð U N
Í mörgum hrollvekjum eru fyr-
irbæri sem nefnast uppvakning-
ar í aðalhlutverki. Uppvakning-
ar eru, samkvæmt íslenskri þjóð-
trú, verur sem vaknað hafa upp
eftir dauðann og ganga meðal lif-
enda. Yfirleitt gera þessar verur
ekki annað en ógagn, stundum
óskunda.
UPPVAKNINGUM FJÖLGAR
Þegar gengi krónunnar féll um
páska 2008 og svo aftur við hrun
fjármálakerfisins varð fjöldi fyr-
irtækja á Íslandi gjaldþrota. Fyrst
og fremst gerðist það vegna þess
hve skuldir jukust (gengis- eða
verðtryggðar) og eignir rýrnuðu
samhliða. Í framhaldinu gerðu
háir vextir og óstarfhæfur fjár-
magnsmarkaður, samdráttur eft-
irspurnar og almennt minnkandi
umsvif í hagkerfinu fyrirtækjum
enn erfiðara fyrir og hefur því
bæst í hóp gjaldþrota fyrirtækja.
ÓJÖFNUÐUR UPPVAKNINGA
Einhver hluti þessara fyrirtækja
er þó enn starfandi, sum fyrir-
tækjanna við aðstæður sem stuðla
síður en svo að heilbrigðu við-
skiptaumhverfi. Fjöldi fyrirtækja
hefur færst undir forsjá ríkisins,
með óbeinum hætti, í gegnum yfir-
töku ríkisbankanna á þeim. Önnur
búa við það óvissuástand að ekki
hefur verið tekið á þeirra málum
í bankakerfinu og því óljóst um
framtíð reksturs og eignarhalds.
Þetta ástand leiðir til vinnu-
bragða sem skapa mikla röskun
á almennu rekstrarumhverfi og
getur hún verið af margvísleg-
um toga.
Til að mynda getur betri fjár-
hagsstaða fyrirtækis í ríkiseigu,
vegna eftirgjafar skulda eða sér-
stakrar fyrirgreiðslu sem sam-
keppnisaðilar njóta ekki, gert því
kleift að keppa um hylli viðskipta-
vina af meiri hörku en annars.
Vonlaus staða annars fyrirtækis,
sem ekki hefur verið tekið á
með greiðslustöðvun,
gjaldþrotaskiptum
eða afskrift skulda,
svo félagið verði
rekstrarhæft, getur
einnig leitt til skað-
legra vinnubragða.
Fyrirtækjum sem
ekki hafa skýrar
rekstrarforsend-
ur og heilbrigðan
efnahagsreikning
verður ekki stýrt
til lengdar á eins
hagkvæman máta
og unnt er. Segja
má að fyrirtæki í
þessari stöðu séu uppvakning-
ar viðskiptalífsins.
DRAUGAR KVEÐNIR NIÐUR
Á undanförnum mánuðum hafa
komið upp allt of mörg dæmi
um óheppileg vinnubrögð af því
tagi sem nefnd eru hér að ofan og
þau finnast í nánast öllum grein-
um atvinnulífsins. Því verður að
linna. Nú er ár liðið frá falli ís-
lenska fjármálakerfisins og mik-
ilvægt er að gengið verði rösklega
til verks við endurskipulagningu
skulda fyrirtækja.
Uppvakninga viðskiptalífsins
verður að kveða niður, annaðhvort
með hefðbundinni gjaldþrota-
meðferð eða meðhöndlun skulda
sem gerir viðkomandi fyrirtæki
rekstrarhæft. Verði það ekki gert
skemmist rekstrarumhverfi fyr-
irtækja enn frekar og heilbrigð
fyrirtæki velta í kjölsogi þeirra
sem haldið er gangandi á óeðli-
legan hátt.
Kostnaðurinn af löskuðu sam-
keppnisumhverfi fellur á heim-
ili landsins og líklegra er að við
horfum fram á mun lengra tímabil
stöðnunar en ella þyrfti. Vítin eru
til varnaðar og er japanska hag-
kerfið ágætt dæmi um langvar-
andi stöðnun sem varð vegna þess
að ekki var tekið á vandamálum
óstarfhæfra fyrirtækja.
FÓRNARLÖMB AÐSTÆÐNA
Rétt er að halda því til haga að
mörg fyrirtæki sem nú starfa við
óvenjulegar aðstæður, undir rík-
isbanka, skilanefnd eða í annarri
óvissu, eru rekin á eðlilegan og
sanngjarnan hátt. Fyrir það eiga
stjórnendur þeirra
hrós skilið en um
leið er ljóst að það
er hagsmunamál
þeirra, banka, skila-
nefnda, viðskipta-
vina, keppinauta og
samfélagsins í heild
að rekstur þessara
fyrirtækja verði sem
fyrst færður á eðlileg-
an grunn. Í þessu felst
að tekið verði á skulda-
vanda fyrirtækja af
samkvæmni, festu og
heiðarleika. Mörg þeirra fyrir-
tækja sem nú standa illa eru mun
frekar fórnarlömb ytri aðstæðna
en óskynsemi í rekstri. Því ber að
halda til haga og leita í þeim tilfell-
um leiða til að koma til móts við
stjórnendur og eigendur þeirra við
endurskipulagningu skulda.
SUMIR EIGA RÉTT Á LÍFI
Að undanförnu hefur skortur á
trúverðugleika og stefnufestu við-
skiptalífs, fjármálageira, embætt-
is- og stjórnmálakerfis staðið end-
urreisn fyrir þrifum. Skref í átt
að meira trausti til allra viðkom-
andi er að úrvinnsla á vanda fyr-
irtækja fari fram fyrir opnum
tjöldum eftir skilvirku og gagn-
sæu ferli. Eftir fremsta megni
verður að koma í veg fyrir að illa
löskuðum fyrirtækjum, uppvakn-
ingum, sé leyft að ráfa um meðal
þeirra sem eiga góða lífsvon í eðli-
legu rekstrarumhverfi. Þessi fyr-
irtæki þarf annað hvort að vekja
aftur til lífsins með endurskipu-
lagningu skulda og skýru eign-
arhaldi, eða fara með þau í þrot
og selja eignir þeirra. Heppileg-
asta leiðin að þessu marki er að
eignum og fyrirtækjum verði sem
fyrst komið úr höndum banka og
ríkis þangað sem framtak og hags-
munir geta farið saman. Þetta á
við jafnvel þó aðstæður til sölu
eigna séu ekki sem bestar. Ávinn-
ingur af heilbrigðu rekstrarum-
hverfi sem getur af sér þróttmikið
atvinnulíf verður í öllum tilvikum
meiri en væntur ávinningur ríkis
eða ríkisbanka af sölu fyrirtækja
síðar meir.
Uppvakningar viðskiptalífsins
Finnur Oddsson
Framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs Íslands
O R Ð Í B E L G
Fjölmargir sóttu fyrstu TEDx-
ráðstefnuna sem var haldin í
Reykjavík í gær. Íslenskir fyr-
irlesarar komu fram og fluttu
innblásnar ræður um hin ýmsu
efni sem tengjast því sem TEDx
stendur fyrir, Technology, Ent-
ertainment, Design; eða tækni,
skemmtun og hönnun á íslensku.
Auk þess var örfyrirlestrum
varpað á skjá, svokölluðum TED-
TAlk, eftir hina ýmsu athafna-
menn og konur.
Nánar má fræðast um ráð-
stefnuna og efni hennar á http://
tedxreykjavik.com/# . Á síðunni
www.ted.com er að finna allar
upplýsingar um TED auk þess
sem hægt er að horfa á fyrir-
lestra þar.
Þeir fyrirlestrar sem notendur
síðunnar hafa sent oftast síðustu
viku í tölvupósti fjalla um fjöl-
breytileg efni á borð við sköpun-
argáfu, arkitektúr og innsæi.
- sbt
Fjölsótt ráðstefna
Fyrsta TEDx-ráðstefnan fjölsótt og vel heppnuð.
GLATT Á HJALLA Gestir skemmtu sér vel á ráðstefnunni eins og sjá má.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þeir sem eru forfallnir tækja-
dellumenn fá eitthvað fyrir sinn
snúð á næsta ári ef allt geng-
ur eftir. Stærstu raftækjafram-
leiðendur í Japan undirbúa nú
að setja á markað flatskjá sem
sýnir kvikmyndir og tölvuleiki í
háskerpu í þrívídd. Frumgerðir
af slíkum flatskjám voru meðal
sýningargripa á raftækjasýn-
ingu í grennd við Tókíó sem
hófst í gær.
Raftækjarisarnir Sony og
Panasonic ætla að ríða á vaðið
og setja sína þrívíddarflat-
skjái á markað strax á næsta
ári, jafnvel þótt kvikmyndir
og tölvuleikir, sem hægt er að
horfa á í þrívídd, séu af skorn-
um skammti. Að sögn tals-
manna fyrirtækjanna verður
þess skammt að bíða að úrval-
ið snaraukist.
Áhorfendur þurfa að setja
upp sérstök rafeindagleraugu
til þess að myndin á skjánum
birtist í þrívídd. Það er því enn
þó nokkur bið í að tæknin komi
að notum þegar horft er á dæg-
urefni í sjónvarpinu.
Flatskjár í þrívídd
Remake Electric