Fréttablaðið - 08.10.2009, Page 15

Fréttablaðið - 08.10.2009, Page 15
Þetta úrræði er sérstaklega ætlað þeim sem orðið hafa fyrir umtalsverðu tekjufalli. Greiðslubyrði láns verður sniðin að aðstæðum einstaklings og staðan endurmetin síðar. Sértæk aðgerð: Greiðslubyrði sniðin að aðstæðum Fyrir fólk í verulegum greiðsluvanda sem nægir ekki almenn leiðrétting eða önnur vægari greiðsluerfiðleikaúrræði. Skuldir og eignir verða lagaðar að greiðslugetu með langtímahag heimilis í huga. Skuldaaðlögun getur átt sér stað með sölu eða yfirtöku eigna, hlutfallslegri lækkun krafna, framlengingu lána eða tímabundnum gjaldfresti. Vinnubrögð lánastofnana samræmd. Miðað er við að skuldarinn haldi að hámarki hóflegu húsnæði og bíl og geti staðið undir afborgunum vegna þessara eigna. Sértæk aðgerð: Sértæk skuldaaðlögun fjármálastofnana Greiðslubyrði af íbúðalánum og bílasamningum lækkar umtalsvert og miðast við dagsetningar 2008: Greiðslubyrði vegna verðtryggðra lána miðast við 1. janúar 2008: Algeng lækkun 15-20% Greiðslubyrði vegna gengistryggðra lána miðast við 2. maí 2008: Algeng lækkun 20-35% Léttari byrðar Ríkisstjórnin hefur kynnt viðamiklar aðgerðir sem fela í sér umtalsverða leiðréttingu á greiðslubyrði af íbúða- og bílalánum og nýjar leiðir til að laga skuldir fólks að núverandi eignastöðu og greiðslugetu. Leiðréttingin felur m.a. í sér: - almennar aðgerðir sem létta greiðslubyrði fólks. - sértækar lausnir sem nýtast einstaklingum í alvarlegum greiðsluvanda. Úrræðin ná jafnt til verðtryggðra sem gengistryggðra íbúða- og bílalána. Greiðslur munu framvegis tengjast greiðslujöfnunarvísitölu sem fylgir launaþróun og atvinnustigi. Fjárhagslegar aðstæður fólks eru mismunandi. Ekki henta öllum sömu lausnir. Kynntu þér úrræðin nánar á island.is eða leitaðu ráða ef þú ert í vanda vegna skulda eða tekjumissis – úrræðin eru til staðar. Hjá viðskiptabanka/sparisjóði þínum, Íbúðalánasjóði og Ráðgjafarstofu um fjármál heimil- anna starfar fólk sem hefur það hlutverk að veita þér ráðgjöf um hvaða lausnir henta þér og aðstæðum þínum. Sjá nánar spurningar og svör á island.is Áætluð gildistaka aðgerðanna er 1. nóvember nk.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.