Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 08.10.2009, Qupperneq 16
16 8. október 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Aðildarumsókn Íslands að Evrópu- sambandinu verður vafalítið eitt helsta átakamálið í íslenskum stjórn- málum á komandi árum. Baráttan verður þó ekki einungis háð í þing- sölum, með leiðaraskrifum, á borg- arafundum og bloggsíðum heldur líka í auglýsingum. Auglýsingastofan Fíton beið ekki boðanna; þar á bæ voru grafískir hönnuðir fengnir til að draga um afstöðu og hanna í framhaldinu áróðursspjöld með eða á móti inngöngu Íslands í ESB. Niður- stöðurnar birtust í nýútkomnu riti, Fítonblaðinu. Óhætt er að segja að að þær veiti áhugaverða nasasjón af því sem ef til vill koma skal, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Evrópumál full Fítonskrafti HVALFJÖRÐUR ÖRNEFNI ■ Nafn Hvalfjarðar, nafn hæsta foss landsins í firðinum, Glyms í Botnsá, fjallsins Hvalfells og Hvalvatns sem Botnsá rennur úr eru örnefni sem öll eru dregin af ferð illhvelisins „Rauðhöfða“ inn fjörðinn, upp Botnsá og Glym, allt upp í Hvalvatn, þar sem hann bar beinin, samkvæmt þjóðtrúnni. Má einnig geta þess að norðan í Hvalfelli er hellir, þar sem Arnes útileguþjófur bjó í tvö ár að talið er. „Ég er að ljúka mjög skrítnum mánuði eða mán- uðum í tónsmíðavinnu, þar sem ég var annars vegar að ljúka við tónlistina fyrir heimildarmynd- ina Guð blessi Ísland og hef þar fengið útrás fyrir reiði, vonbrigði og tortryggni, og hins vegar tónlist við heimildarmynd þar sem verið er að selja hina fallegu ímynd Íslands. Þar hef ég þurft að sækja í fegurðina, kærleikann og slíka hluti,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson, tónlistarmaður og allsherjargoði, og kveðst þannig vera að ná áttum eftir tímabil þar sem svart og hvítt hafi barist í kolli hans. Efniviðinn í Guð blessi Ísland þekkja sjálfsagt velflestir, en þar er fjallað um efnahags- hrunið. Hin myndin er Ultimate Journeys: Iceland fyrir National Geographic HD (háskerpusjón- varpsstöðina) og fer í dreifingu um heim allan. „Þetta er ógurlega falleg mynd þar sem landslag og náttúrufar fær að njóta sín í háskerpu. Ég hef því farið úr svartasta ömurleika í allt sem er bjart og upphafið og yndislegt,“ segir hann. Tónlistin er enda ólík í myndunum, en í Guð blessi Ísland segir Hilmar Örn tóninn hafa verið sleginn í kröftugum bumbu- slætti mótmælanna á Austurvelli sem svo endurómi í tónsmíðinni. Annars segist Hilmar Örn vera að fara að undirbúa allsherjarþing Ásatrúar- félagsins en á þeim vettvangi séu verkefni nóg. „Lítið hefur dregið úr brúðkaupum og veruleg aukning hefur verið í nafngiftum. Maður fær því að taka þátt í góðu og björtu stundunum í lífi fólks,“ segir Hilmar Örn. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: HILMAR ÖRN HILMARSSON Þjakaður af baráttu ljóss og myrkurs LITLI OG STÓRI Höfundur: Anna Karen Jörgens- dóttir. HVER VILL EKKI VERA Í BANDI MEÐ ÞESSUM? Höfundar: Arnar Geir Ómarsson og Bragi Valdi- mar Skúlason. ESB VILL LÁTA GREIPAR SÓPA Höfundur: Bobby Breiðholt. LÁTTU EKKI VERÐTRYGGINGUNA ÉTA BARNIÐ ÞITT Höfundur: Helga Valdís Árnadóttir. „Ætli maður sé ekki í sömu spor- um og flestir aðrir í að vilja helst geta verið laus við samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn [AGS],“ segir Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi í Þingvallasveit. „Mér finnst hins vegar ábyrgðarlaust að ætla að slíta samstarfinu núna. Allar okkar áætlanir hafa byggst á að fara í þetta samstarf.“ Þá segir Jóhannes augljóst að málefni Icesave og fyrirgreiðsla AGS verði ekki sundur slitin. „Alveg sama hvað menn reyna að telja sér trú um annað. Allt er þetta svo for- senda allrar annarrar fyrirgreiðslu,“ segir hann og bætir við að enn hafi ekki verið í umræðunni bent á aðrar leiðir sem sýna hafi mátt fram á að væru færar. „Ég hefði hins vegar verið rosalega ánægður ef hægt hefði verið að semja við Norðmenn, Rússa eða aðrar þjóðir til að losna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en það virðist vera fullreynt.“ Jóhannes áréttar að hann sé eng- inn aðdáandi AGS og er ósáttur við að þjóðin skuli þurfa að feta þessa slóð. Verði samstarfinu við sjóðinn slitið segist hann hafa áhyggjur af áhrifunum á gengi krónunnar og þar af leiðandi á verðbólgu og starfhæfi bæði atvinnulífs og þess sem eftir stendur af fjármálakerfinu. SJÓNARHÓLL Á AÐ ENDURSKOÐA SAMSTARFIÐ VIÐ ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐINN? JÓHANNES SVEINBJÖRNSSON Bóndi Sitjum uppi með AGS Hreinskilinn „Það var búið að vera langvarandi ósætti um það hvernig ætti að æfa og hvern- ig ætti að standa að tónleik- um og hvaða atriði skiptu máli hjá hljómsveitinni.“ VALLI Í FRÆBBLUNUM UM STEBBA TROMMARA SEM ER HÆTTUR. Fréttablaðið 7. október Hvað næst? UMFÍ? „Þegar lán sem við tókum upp á 16 milljónir var komið í um 40 milljónir neyddumst við til að fara í Landsbankann og óska eftir að klúbburinn yrði tekinn til gjaldþrota- skipta.“ ÓNEFNDUR STJÓRNARMAÐUR Í GOLFKLÚBBNUM Á ESKIFIRÐI. Morgunblaðið 7. október Gigtarganga - Gigtarfólk- Gigtarganga Verður í dag 8. október Gengið frá Lækjartorgi upp á Skólavörðuholt undir kjörorðinu “Vinnum saman” Við stöndum fyrir dugnað, einurð og útsjónarsemi. Úrræði við gigtarsjúkdómum er fjárfesting. 17:00 - Safnast verður saman á Lækjartorgi 17:20 - Upphitun fyrir gönguna 17:30 - Gengið upp Bankastr. og Skólavörðust.* 18:05 - Göngufólki er boðið að hlusta á stutt orgelverk í Hallgrímskirkju, Haukur Guðlaugsson spilar. * Hægt er að koma inn í gönguna við Bergstaðastræti. Verum sýnileg, tökum fjölskylduna með. Allar frekari upplýsingar er að fá á skrifstofu GÍ í síma 530 3600. www.gigt.is "Af stað". Kanilsnúðadagar voru haldnir í IKEA um helgina til styrktar Grensásdeild Landspítalans. Þar bökuðu nokkur bakarí kanilsnúða fyrir viðskiptavini að smakka, og máttu viðskiptavinir síðan velja besta snúðinn með því að stinga peningum í bauk merktum honum. Alls söfnuðust 432 þúsund krónur til styrktar Grensási, og raunar gott betur, því IKEA tvöfaldaði þá upphæð. Samtals runnu því 864 þúsund krónur til deildarinnar. Bakarar úr Mosfellsbakaríi urðu hlutskarpastir í keppninni um bestu snúðana. Þeir höfðu undir bakara frá Sandholti, Veislunni, Konditori Copenhagen og framkvæmdastjóra IKEA. Edda Heiðrún Backman tók á móti söfn- unarfénu fyrir hönd Grensáss í gær og veitti bökurunum verðlaun fyrir þátttökuna, og sigurliðinu sérstakt viðurkenningarskjal. - sh Grensásdeildin fær 864 þúsund krónur eftir söfnun í IKEA um helgina: Bökuðu snúða fyrir Grensás VERÐLAUN AFHENT Edda Heiðrún Backman tók við söfnunarfénu í gær og afhenti bökurunum viðurkenningar fyrir framlag sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.