Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 24
24 8. október 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 5 Velta: 14,7 milljónir OMX ÍSLAND 6 820 +0,94% MESTA HÆKKUN CENTURY ALU. +3,95% FØROYA BANKI +0,36% MESTA LÆKKUN ÖSSUR -0,41% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Airways 145,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 240,00 +0,00% ... Bakkavör 1,45 +0,00% ... Eik Banki 90,00 +0,00 ... Føroya Banki 139,00 +0,36% ... Icelandair Group 2,45 +0,00% ... Marel Food Systems 65,90 +0,00% ... Össur 122,50 -0,41% Auglýsingasími – Mest lesið Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri hefur ekki verið meiri en í nýliðnum mánuði frá því eftir hrun bankanna fyrir ári. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka í gær. Að jafnaði var veltan 380 milljónir króna á dag í september, eða 2,1 milljón evra. „Hlut- deild Seðlabankans í veltunni hefur einnig verið að minnka, en í september greip bankinn einungis tvisvar sinnum inn í markaðinn og keypti krónur fyrir 3 milljónir evra. Í ágúst greip bankinn hins vegar sex sinnum inn í markaðinn,“ segir Grein- ing Íslandsbanka. Bent er á að gengi krónunnar hafi verið nokkuð stöðugt þrátt fyrir minni inngrip Seðlabankans. Þá hafi afgangur á vöruskiptajöfnuði í september verið minni en síðustu mánuði og um leið dregið úr afganginum á þjónustujöfnuði vegna minni tekna af erlendum ferðamönnum. „Það er því styrkleikamerki að þrátt fyrir þetta hafi krónan ekki lækkað um meira en ríflega eitt prósent yfir mánuðinn. Í lok september var mið- gildi evrunnar 181,6 krónur en í lok ágúst var það 179,4 krónur,“ segir í umfjöllun bankans og um leið sagt styrkleikamerki að gengi krónunn- ar hafi hækkað erlendis. „Í lok ágúst var evran skráð á aflandsmarkaði á 214,5 krónur samkvæmt miðlunar kerfi Reuters en 190 krónur í lok september.“ - óká PENINGAR Það þykir styrkleikamerki að krónan hafi einungis veikst um eitt prósent í nýliðnum mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Krónan sýnir merki um styrk „Við þróuðum þetta til að leysa vandamál innanhúss hjá okkur. Nú er viðbótin fullbúin og notuð til að leysa vandamálin úti í hinum stóra heimi,“ segir Pétur Ágústs- son, hópstjóri hjá TM Software. Fyrirtækið hefur þróað viðbót við Jira-verkbeiðna- og þjónustu- kerfið sem gerir notendum kleift að tengja við tímaskráningar og koma í veg fyrir tvískráningar beiðna og reikninga. Pétur segir mikla ánægju með lausnina og sé hún í notkun víða, svo sem hjá Apple, Sony í Evrópu og bandaríska netrisanum Amer- ica Online og fleiri fyrirtækjum jafnt hérlendis sem erlendis. Markaðssetning á lausninni erlendis er hluti af viðbrögðum TM Software við áhrifum hremm- inganna hér eftir hrunið fyrir ári þegar innlend fyrirtæki drógu hratt saman seglin. Á vordögum sótti fyrirtækið á erlenda mark- aði af meiri krafti en áður. Það hefur skilað sér í því að þrjátíu prósent tekna TM Software koma nú erlendis frá. - jab TM Software sótti á erlend mið PÉTUR ÁGÚSTSSON Innanhússlausn hjá TM Software er orðin fullbúin vara fyrir erlendan markað. MARKAÐURINN/GVA Erlendir ferðamenn hér voru 3,3 prósentum færri í síðasta mánuði en á sama tíma í fyrra. Alls fóru ríf- lega 42 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð. Þrátt fyrir fækkunina er þetta annar stærsti septembermánuður frá upphafi talningar, samkvæmt tölum sem Ferðamálastofa birti í gærmorgun. Greining Íslandsbanka bendir á það í Morgunkorni sínu að á fyrstu níu mánuðum ársins hafi tæplega 396 þúsund erlendir gestir farið frá landinu og er það fjölgun upp á hálft prósent á milli ára. Ferðaþjónusta hafi því notið góðs af lágu gengi krónunnar á tímum alþjóðlegs samdráttar og bendi ýmsar tölur til að erlendir ferða- menn sem leggi leið sína hingað geri mun betur við sig en fyrri ár, svo sem í mat, drykk og afþreyingu. Svipuðu máli gegnir um íslenska ferðamenn en brottferðum þeirra héðan fækkaði um rúm átta pró- sent á milli ára í september. Frá áramótum hafa ferðirnar dregist saman um tæp 44 prósent. - jab Ferðamenn gera vel við sig í mat og drykk KEFLAVÍK Ferðaþjónustan hérlendis hefur notið góðs af lágu gengi og teikn eru um að ferðamenn eyði meiru en áður. FRÉTTABLAÐIÐ GVA VIÐSKIPTI „Eftirlitsstofnanir Evr- ópusambandsríkja ættu að hafa heimild til að takmarka starfsemi útibúa erlendra banka sem standa höllum fæti og sæta ekki nægilegu eftirliti heima fyrir,“ hefur Wall Street Journal eftir Adair Turner, stjórnarformanni Fjármálaeftir- lits Breta (FSA), í gær. Adair Turner segir betur fara á að eftirlitsstofnanir ættu rétt á að fá allar viðeigandi upplýsingar um erlenda banka sem reka útibú í landinu, þar á meðal nákvæm gögn um eigið fé, lausafjárstöðu og hvernig staðið er að áhættu- stýringu. Wall Street Journal segir eftir- litsstofnanir Evrópusambands- ríkja fást við þann vanda að eftir- litsstofnanir í heimaríkjum hafi engin formleg yfirráð yfir útibúum erlendra fjármálastofnana, sem þó kunni að vera að safna innlánum meðal þegna landsins. Reglur í Evrópusambandinu og á Evrópska efnahagssvæðinu kveða á um að banki eins ríkis geti stofnað útibú í öðru ríki, en lúti eingöngu eftirliti heima fyrir. Wall Street Journal segir að þessi „gloppa í kerfinu“ hafi komist í hámæli þegar bresk stjórnvöld þurftu að bæta eigendum innlána þar í landi tjón sem komið hafði til vegna hruns íslensku bankanna í fyrra. Formaður breska fjármálaeftir- litsins segir að líkt og alþjóðlegu reikningsskilareglurnar MIFID gefi löndum Evrópska efnahags- svæðisins verkfæri til að stýra því hvernig útibú erlendra banka selji fjárfestingarafurðir þá ætti að vera hægt að ná meiri stjórn á annarri fjár- málastarfsemi í hverju landi, svo sem söfnun innlána. Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), segir tillögu formanns breska fjármála- eftirlitsins um að gefa gistiríki víðtækar heimildir þegar eftir- liti heimaríkis fjármálastofnunar- innar sé ábótavant kalla á að svarað sé spurningunni um hverjum sé ætlað að meta hæfi eftirlitsstofn- ana í heimaríkinu. „Þetta er útfærsluatriði sem þarf að skilgreina betur, en auðvitað getur þetta verið vandamál og ekki bundið við Bretland,“ segir Gunnar og bendir á að sú staða gæti komið upp hvar sem er á Evr- ópska efnahagssvæðinu að erlend- ur banki vildi hefja störf þar sem vafi kynni að leika á getu fjármála- eftirlits í heimaríki hans. „Breyt- ingarnar þurfa hins vegar að vera innan ramma tilskipunar Evr- ópusambandsins,“ áréttar hann. olikr@frettabladid.is GUNNAR ANDERSEN PICCADILLY CIRCUS Íslenskar eftirlitsstofnanir áttu í vandkvæðum með að elta hraðan uppgang íslensks fjármálakerfis árin fyrir hrun. Meðal eftirlitsstofnana heimsins er umræða um hvernig koma megi í veg fyrir vandamál viðlíka þeim sem Icesave-reikningar Landsbankans hafa valdið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FME í Bretlandi vill auknar heimildir Reynslan af íslenskum bönkum endurspeglar galla í eftirlitskerfum. Formaður breska fjármálaeftirlitsins vill auka heimildir eftirlitsstofnana vegna ríkja þar sem eftirliti er ábótavant. Kallar á nákvæmari útfærslu segir forstjóri FME. Hollenska flugiðnaðarfyrirtækið Stork Aerospace hefur enn haft betur í útboði tengdu svonefndu JSF-herþotuverkefni, tengdu F- 35 orrustuþotum, frá Lockheed Martin. Útboðið sneri að framleiðslu á flapastýrum fyrir F-35 Lightning II þotuna allt til ársins 2014. Velta tengd verkinu er metin á 200 millj- ónir dala. Vefritið Defence Professi- onals segir að út tímabilið geti pant- anir numið allt að milljarði dala. Stork Aerospace er í eigu iðnsam- stæðunnar Stork B.V. í Hollandi, sem er að stórum hluta í íslenskri eigu, en Eyrir Invest fer þar með sautján prósenta eignarhlut. - óká Stork Fokker fær samning Öll innistæðubréf Seðla- bankans gengu út í útboði bankans í gær. Tilkynnt var um útgáf- una fyrir hálfum mán- uði samhliða vaxta- ákvörðun bankans en þá var ákveðið að gefa út bréf fyrir fimmtán til 24 milljarða króna í viku hverri. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunar- fundinum, spurður um ástæðu útgáfunnar, að ákvörðunarfælni bankastarfsmanna og minnkandi láns- fjáreftirspurn hefði valdið því að pening- ar söfnuðust fyrir í viðskiptabönkunum. Innlánsreikningar bankanna hefðu bólgn- að út eftir bankahrunið og lægju þeir nú á vel á annað þúsund millj- örðum króna. Því byði Seðlabankinn bönkunum að fjárfesta í innistæðu- bréfum. Í gær voru seld bréf fyrir 25 milljarða króna og bera þau 9,75 pró- senta nafnvexti. Fram kemur í Hagsjá Lands- bankans í gær að fyrir viku hafi vextir inni- stæðubréfanna numið 9,67 prósentum. Innistæðubréfaflokkurinn er nú kominn í 50 milljarða króna, sam- kvæmt upplýsingum Landsbankans. - jab Ásókn í innistæðubréf FRÁ VAXTAÁKVÖRÐUNARFUNDI Már Guð- mundsson, hér í miðjunni, segir innláns- reikninga bankanna hafa bólgnað út eftir bankahrunið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.