Fréttablaðið - 08.10.2009, Síða 28
28 8. október 2009 FIMMTUDAGUR
UMRÆÐAN
Njörður P. Njarðvík skrifar
Í þeirri fornu bók Konungs skugg-sjá (frá miðri 13du öld) er á
einum stað rætt um árgalla eða
óáran: „En árgalli verður með
mörgum háttum. Það er stundum
að óáran verður á korni og gefur
þó jörð gras og hálm en stundum
gefur hún hvorki“ (Kgs45, 51).
Síðan eru taldir upp ýmsir aðrir
árgallar og sagt að ef þeir komi
allir í senn og standi þrjá vetur þá geti það
nálega horft til landauðnar. En versti árgall-
inn er þó ótalinn: „Nú er sá einn ótaldur
árgalli er miklu er þyngri einn en allir þess-
ir er nú höfum vér talda, ef óáran kann að
koma í fólkið sjálft er byggir landið eða
enn heldur ef árgalli kemur í siðu þeirra og
manvit og meðferðir er gæta skulu stjórnar
landsins. ... En ef óáran verður á fólkinu
eða á siðum landsins þá standa þar miklu
stærstir skaðar af, því að þá má ei kaupa af
öðrum löndum með fé, hvorki siðu né manvit
ef það týnist eða spillist er áður var í land-
inu“ (Kgs45, 51).
Þessum orðum er slöngvað til okkar
gegnum aldir og hitta okkur í hjartastað
nú ári eftir efnahagshrun, því að einmitt
þetta hefur gerst. Árgalli hefur komið
í siðu þeirra og manvit og meðferðir er
gæta skulu stjórnar landsins – og
óáran hefur orðið á fólkinu, þjóð-
inni sjálfri. Efnahagshrunið má því
heita nánast rökrétt afleiðing af
öðru fyrra hruni sem ekki er eins
sýnilegt. Því að forsenda hrunsins
er siðferðisbrestur, dómgreindar-
skortur og tillitsleysi sem birtist í
taumlausri eigingirni, græðgi og
brengluðu verðmætamati. Leið-
sögumenn á þessum villigötum
þjóðarinnar voru bankamenn og
aðrir „athafnamenn“ (er svo eru
kallaðir) sem sýsluðu með „verð-
bréf“ (sem svo eru kölluð) og leituðust við
að halda uppi gerviverði þeirra með blekk-
ingum og lánum, enda raunverulegt fé ekki
fyrir hendi. Álengdar stóðu ráðherrar, þing-
menn og forseti – og forstöðumenn eftir-
litsstofnana - með gagnrýnislaust aðdáun-
arbros og lofsöngva – og fjölmiðlar sungu
bakraddir. Og svo smitaðist því miður fjöldi
landsmanna af frjálshyggjuveirunni og varð
helsjúkur. Allt skyldi keypt með lánum. Var
einna líkast því að kjörorðið væri: Sá er
mestur sem skuldar mest – þótt allir þætt-
ust eiga allt. Þessi eltingaleikur við óþarfa
lúxus bar auðvitað fyrst og fremst vott um
flottræfilshátt og sýndarmennsku. Forn er
þessi ábending Hávamála: Svo er auður /
sem augabragð / hann er valtastur vina – og
hefur nú ræst illilega sem oftar.
Eftir hrun kemur tómarúm, enda var
þjóðin nánast gáttuð og vissi vart sitt rjúk-
andi ráð. En raunveruleikinn blasir við und-
anbragðalaus eins og fyrri daginn. Og nú er
að horfast í augu við hann og taka afleið-
ingum afglapanna, hvort sem okkur líkar
betur eða verr. Og læra af mistökunum.
Því miður virðist það ekki ganga of vel.
Of margir hlaupa undan ábyrgð sinni. Það
gildir ekki aðeins um stjórnmálamenn sem
brugðust gersamlega upp til hópa, því að
endanleg ábyrgð hvíldi á Alþingi. Alþingis-
menn báru ábyrgð á ríkisstjórn sem bar
ábyrgð á eftirlitsstofnunum og seðlabanka
sem bar ábyrgð á fjármálafyrirtækjum. Það
gildir einnig um almenning. Hver og einn
ber ábyrgð á eigin gerðum og skuldbind-
ingum. Hafi menn látið glepjast af gylli-
boðum banka um lán til að sækjast eftir
lúxus sem menn hafa engin efni á, þá hljóta
þeir að bera sína ábyrgð. Eiga aðrir að sitja
uppi með skuldir þeirra? Saklaust fólk sem
hvergi lét glepjast? Er það hin nýja réttlætis-
kennd eftir hrunið?
Hvar er það þjóðfélag statt þar sem
menn geta keypt af sjálfum sér, selt sjálf-
um sér og lánað sjálfum sér – eins og enn
viðgengst? Hvers er að vænta af þjóð sem
ber ekki virðingu fyrir landi sínu, sögu eða
tungumáli?
Einna verst þótti mér þó að frétta af
fjölda háskólanema sem sótti fé í atvinnu-
leysissjóð á meðan þeir voru í námi.
Íslenska þjóðin gefur þessu fólki ókeypis
háskólanám, sem er fjarri því að vera regla
í öðrum löndum. Þessir nemendur launa þá
miklu gjöf með því að svíkja fé úr almanna-
sjóði ætluðum fólki sem hefur misst atvinnu
sína. Ég hlýt að spyrja: Hvers virði er
menntun fólks sem sýnir af sér þvílíka sið-
blindu? Hefur það ekki í raun fyrirgert rétti
sínum til ókeypis æðri menntunar?
Þjóðin stendur nú uppi skuldum vafin
sakir afglapa fjárglæframanna og vanhæfni
stjórnmálamanna. Árgalli hefur komið í
siðu þeirra og manvit og meðferðir er gæta
skulu stjórnar landsins – og óáran hefur
orðið á fólkinu – eins og segir í Konungs
skuggsjá. Þessi alvarlegi árgalli verður
ekki leystur með lánum frá öðrum þjóðum.
Þjóðin skuldar sjálfri sér endurskoðun á til-
veru sinni og tilgangi. Sú skuld verður ekki
greidd nema með endurheimtri siðferðis-
vitund.
Höfundur er rithöfundur og prófessor
emeritus við Háskóla Íslands.
Ef árgalli kemur í siðu
NJÖRÐUR P.
NJARÐVÍK
Hver og einn ber ábyrgð á eigin gerð-
um og skuldbindingum. Hafi menn
látið glepjast af gylliboðum banka um
lán til að sækjast eftir lúxus sem menn
hafa engin efni á, þá hljóta þeir að
bera sína ábyrgð.
UMRÆÐAN
Haukur Nikulásson
skrifar um efnahags-
mál
Það ætti nú að vera flest-um Íslendingum ljóst
að Ísland er gjaldþrota
land og Íslendingar gjald-
þrota þjóð.
Til að styðja þessa full-
yrðingu má nefna að
við, sem þjóð, getum ekki borgað
það sem alþjóðasamfélagið hefur
ætlað okkur með réttu eða röngu
að greiða. Enn fremur held ég að
flestum sé einnig ljóst að Íslending-
ar sem einstaklingar geta ekki gert
upp skuldir sínar vegna þeirrar ein-
földu staðreyndar að húseignir selj-
ast ekki. Húseignir sem ekki seljast
eru einfaldlega ekki raunveruleg-
ar eignir. Þær hafa bara virði fyrir
notandann en ekki aðra. Hjá bönk-
unum þýddi greiðsluþrot það sama
og gjaldþrot.
Þegar svo er komið er nauðsyn-
legt að átta sig á því að þessi staða
okkar er nákvæmlega sú sama
og bankanna sem hrundu. Það er
komið almennt greiðsluþrot og þess
vegna þarf að bregðast við ástand-
inu eins og það er núna en ekki eins
og það getur orðið hjá því bjartsýna
fólki sem stýrði landinu fyrir hrun-
ið og gerir það að stærstum hluta
ennþá eftir hrunið.
Ég tel einu leiðina út vera þá að
viðurkenna þessa ömurlegu stað-
reynd: Við erum gjaldþrota þjóð. Í
framhaldi af því er hægt að byrja
að vinna að uppbyggingu og endur-
skipulagningu frá þeim fasta sem
er raunverulegur en ekki ímyndað-
ur og því síður þeim sem fólginn er
í framtíðarvæntingum þeirra sem
styðja aðild að ESB, enn meiri lán-
tökur og því að hugsanlega muni
Icesave-skuldbindingarnar hverfa
á eftir sjö árin.
Hér eigum við að drepa niður
fæti og segja nei! Við borgum ekki
sem þjóð það sem við tókum ekki
að láni heldur óábyrg einkafyrir-
tæki sem við berum ekki ábyrgð á.
Ég hef á þessu stigi meiri áhyggj-
ur af okkur sem þjóð heldur en áliti
útlendinga, fyrirgefið mér slíka
sjálfmiðun. Í framhaldi af þessu
leiðréttum við skuldir almennings
og fyrirtækja án þeirrar kúgunar
sem felst í greiðslu erlendra skulda
sem voru okkur óviðkomandi.
Á sinn einfalda þátt þarf Ísland
að ganga í gegnum algera endur-
nýjun á rekstri síns samfélags.
Réttlæta þarf öll ríkisútgjöld upp
á nýtt og skilgreina hvað er í alvöru
nauðsynlegt að halda úti á kostnað
almennings. Í grófum dráttum tel
ég það vera heilbrigðis- og trygg-
ingakerfi, menntakerfi, samgöngu-
kerfi, löggæslu og stjórnkerfi.
Það þýðir þá að ég tel að skera
eigi niður og hætta rekstri
þjóðkirkju, ríkisútvarps,
sinfóníu, leikhúsa, utan-
ríkisþjónustu að mestu
(við getum notað aðkeypta
þjónustu sendiráða Norð-
urlandanna), varnarmála-
stofnunar og aðkeyptrar
loftrýmisgæslu. Þá eigum
við að hætta ríkisstyrkj-
um til landbúnaðar (sú
framleiðsla verður að
standa undir sér og aðlag-
ast breyttum tímum). Í
stuttu máli má segja að ég telji að
leggja beri niður öll þau dægur- og
dekurmál sem er ekki hægt að rétt-
læta sem þjóðarnauðsyn. Bruðlið í
þeim efnum var fyrir löngu komið
út fyrir allan þjófabálk.
Einnig er vert að huga að því að
breyta stjórnkerfinu. Það er tíma-
skekkja að vera með aðgreint vald
sveitarstjórna og landsstjórnar.
Flestir geta viðurkennt að togstreit-
an þarna á milli sé bæði kostnaðar-
söm og til óþurftar. Landið þarf að
verða eitt kjördæmi og eitt stjórn-
sýslustig þar sem hægt er að ganga
að því vísu hvert borgararnir sækja
sína þjónustu og einnig hvaða skyld-
um þeir hafa að gegna.
Það hlýtur að vera hugsandi fólki
löngu ljóst að við getum ekki verið
annað hvort ríkisstarfsmenn eða
atvinnuleysingjar á bótum eins og
nú stefnir í. Hvernig má það vera?
Jú, bankarnir, sem nú eru ríkis-
eign, eru sem óðast að leysa til sín
fjölda fyrirtækja og þar með fjölg-
ar þeim mjög hratt sem eru orðnir
ríkisstarfsmenn í raun.
Það er þjóðarnauðsyn að breyta
um hugsanagang varðandi verð-
mætasköpun. Við verðum að fram-
leiða meira og það meira að segja
svo mikið að það dugi til fram-
færslu heillar þjóðar. Við höfum
lifað í þeirri blekkingu undanfar-
in ár að Ísland hafi verið svo ríkt
land. Þessi blekking byggðist á því
að landsframleiðsla (GDP) væri svo
mikil. Kaldhæðnisleg staðreyndin
er hins vegar sú að inni í lands-
framleiðslu var allt lántökusukk
undanfarinna ára. Við vorum aldrei
rík. Við tókum þetta ríkidæmi allt
saman að láni.
Nú þurfum við breytt hugarfar.
Því fyrr sem við tökum ákvörðun
um að snúa af þeim vegi endurtek-
ins lánasukks frá útlendingum til
sjálfbærs þjóðfélags, þeim mun
fyrr mun okkur auðnast að kom-
ast út úr þeirri kreppu sem allt of
fáir fengu að koma yfir okkur með
óábyrgri fjármálastjórn og eftirliti
hjá stjórnmálamönnum og tiltölu-
lega fáum einkaaðilum.
Það eru ekki góðir kostir fram
undan en sá kostur að velja það
að standa á eigin fótum vitandi að
við erum sjálf okkar bestu vinir
verður örugglega besta leiðin út úr
kreppunni.
Höfundur er ráðgjafi.
Leiðin út úr kreppunni
HAUKUR
NIKULÁSSON
Grunnskólabörn kynnast
ferðamáta framtíðarinnar
UMRÆÐAN
Jórunn Frímanns-
dóttir skrifar um
grunnskólakort
Strætó
Stjórn Strætó bs samþykkti á fundi
sínum þann 1. októ-
ber að bjóða öllum
grunnskólum sveitar-
félaganna sem standa
að rekstri Strætó bs. svokölluð
grunnskólakort, sem eru sérstök
hópakort ætluð til vettvangs-
ferða kennara og nemenda.
Kortin gilda milli klukkan
9 og 15 virka daga, þ.e. utan
helstu annatíma strætó sem eru
snemma á morgnana og síðdegis.
Tilgangurinn er að kynna strætó
fyrir ungu fólki og þannig auka
líkurnar á að börn og unglingar
læri að nýta sér kosti almenn-
ingssamgangna. Um leið aukast
möguleikar kennara á að fara
í styttri vettvangsferðir með
nemendur sína. Þannig verður
auðveldara fyrir grunnskóla-
kennara og nemendur þeirra að
nýta t.a.m. listasöfn, almenn-
ingsgarða, útikennslustofur og
annað sem höfuðborgarsvæðið
hefur upp á að bjóða til
kennslu.
Aukin þekking og færni í
notkun strætó
Mikilvægt er að börn og
unglingar öðlist færni í
að nýta sér strætó við
sem flest tækifæri, því
þannig aukum við vit-
und yngstu kynslóðar-
innar um þennan val-
kost í samgöngum.
Aukin þekking og færni
skilar sér síðan í því að börn og
unglingar geta nýtt sér strætó
betur, bæði á skólatíma og í frí-
stundum.
Kortin verða útbúin með
skjaldarmerki þess sveitarfé-
lags sem hver skóli tilheyrir
og verður fjöldi korta mismun-
andi eftir skólum. Miðað verð-
ur við að aldrei séu færri en tvö
slík kort í skóla en annars er
miðað við að eitt kort sé gefið
út á hver hundrað börn. Kort-
in gilda einungis utan anna-
tíma strætó til að forðast það að
grunnskólahópar komi í vagn-
ana á þeim tímum sem flestir
farþegar eru í vögnunum. Engu
að síður er nauðsynlegt við notk-
un kortanna að fara ekki af stað
með stóra hópa án þess að láta
Strætó bs. vita fyrirfram að von
sé á stórum hópum á ákveðnum
tíma á ákveðnum leiðum. Jafn-
framt er nauðsynlegt að hafa í
huga að greiðandi farþegar hafa
alltaf forgang fram yfir hópa og
getur þurft að skipta hóp á fleiri
ferðir ef vagninn fyllist óþægi-
lega mikið.
Eykur fjölbreytni skólastarfsins
Það er von okkar í stjórn Strætó
bs. að þessi nýjung muni mælast
vel fyrir í grunnskólum höfuð-
borgarsvæðisins og verða til
þess að kennarar fari í auknum
mæli með nemendur í vettvangs-
ferðir. Það eykur fjölbreytni
skólastarfsins um leið og börn-
in læra á strætósamgöngur og
kynnast þannig ferðamáta til
framtíðar.
Höfundur er stjórnarformaður
Strætó bs.
JÓRUNN
FRÍMANNSDÓTTIR
Hollráð gegn innbrotum
oryggi.is
Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim!
Látið líta út fyrir að einhver sé heima
ef þið eruð fjarverandi af heimilinu í einhvern tíma.
Hafið einhver ljós kveikt eða útvarp í gangi.
Gætið þess að blöð og póstur safnist ekki upp.
Fáið nágranna eða ættingja til að líta eftir heimilinu.
Fleiri hollráð gegn innbrotum er að finna á oryggi.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
9
1
3
4
0
Tilgangurinn er að kynna
strætó fyrir ungu fólki og
þannig auka líkurnar á að
börn og unglingar læri að
nýta sér kosti almennings-
samgangna.