Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 32
32 8. október 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Ágúst Guðmundsson skrifar um kvikmynda- gerð Það kemur verulega á óvart hve hart er gengið að kvikmyndagerðinni í landinu í nýframkomnu fjárlagafrumvarpi. Niður- skurður þar er tæp 34%. Það mætti halda að kvikmyndagerðin hafi verið meira til óþurftar en aðrar starfs- greinar. Til samanburðar má nefna að framlög til Sinfóníuhljómsveitar- innar lækka um 3,25%, til Listasafns Íslands um 2,25%, og nýendurráðinn þjóðleikhússtjóri fær sérstakt hrós fyrir að vita hvernig bregð- ast eigi við 5,41% niður- skurði til sinnar stofnunar. Hins vegar verður að fyrir- gefa íslensku kvikmynda- fólki það að hafa ekki hug- mynd um hvernig eigi að höndla þriðjungs niður- skurð. Öll skiljum við að þörf er á aðhaldi og niðurskurði. Þessi stefnubreyting gagn- vart kvikmyndaiðnaðinum er bara einum of brött og á eftir að hafa sérlega óheppileg áhrif. Íslenskar kvikmyndir draga fé að frá útlönd- um, framleiðendur fá aldrei meira en 50% af kostnaðinum frá því opinbera, hitt þarf að koma ann- ars staðar frá. Erlendir sjóðir hafa veitt milljónatugum í innlenda kvikmyndagerð – og á því verður hlé komi ekkert framlag frá hinu opinbera. Erlenda framlagið kemur ekki nema fyrst sé lagt í verkefnin á heimaslóð. Menn skyldu gæta að því að hér er verið að slátra mjólkurkú, ekki geldri kvígu. Niðurskurðurinn kemur ekki aðeins niður á bíómyndum og heim- ildarmyndum, heldur líka leiknu sjónvarpsefni. Allir leiknir sjón- varpsþættir fá verulegt fjármagn úr Sjónvarpssjóði Kvikmyndamið- stöðvar. Án þess framlags telja sjón- varpsstöðvarnar sig ekki geta staðið að slíkri framleiðslu. Efni á borð við Fangavaktina og Hamarinn mun þá heyra til liðinni tíð. Því skal svo haldið til haga að verðmætasköpunin í kvikmynda- gerðinni er tvenns konar: í beinum tekjum og í menningarauði. Íslensk- ar kvikmyndir eru hið raunveru- lega þjóðarleikhús – myndirnar eru teknar upp um land allt og þær fara auðveldlega fyrir augu allra, hvar á landinu sem fólk býr. Þær hafna gjarnan í sjónvarpinu, þar sem þær hafa löngum verið helsta leikna innlenda efnið, einkum á stórhátíð- um. Enn fremur eru þær fluttar til útlanda, sýndar í kvikmyndahúsum og í sjónvarpi víða um heim. Kunn- ugir telja að fátt selji Ísland betur en íslenskar kvikmyndir. Þær eru hin óbeina auglýsing sem gagnast betur en bein sölumennska. Á tímum niður lægingar Íslands er meiri þörf á slíku en nokkru sinni fyrr. Það er afar misráðið að setja þessa ákveðnu starfsstétt á ís um ófyrir- séða framtíð – og vitaskuld í hreinni þversögn við samning ríkisins við kvikmyndageirann, sem gerir ráð fyrir árlegri aukningu á fjárfest- ingu ríkisins í kvikmyndagerðinni. Í krafti samningsins fóru sprota- fyrirtæki á stúfana og fjárfestu m.a. í stafrænni tækni svo að nú má vinna hér mun fleiri þætti framleiðslunn- ar en á dögum filmunnar. Á erfiðum tímum má fyrirgefa hringl með pró- sentutölur, en öðru máli gildir um svo drastíska ráðagerð sem þessa, sem líkleg er til að kreista líftóruna úr þessum fyrirtækjum. Enn hafa ekki heyrst röksemdir fyrir því að þessi eina stétt eigi að þola meiri niðurskurð en aðrar á landinu. Á meðan ástæður þess eru í móðu verður að gera þá kröfu að þessi málsmeðferð, sem líklega má rekja til vankunnáttu eða flumbru- gangs, verði endurskoðuð svo að ekki verði búið verr að kvikmynda- gerðinni en að öðrum starfsgreinum landsins. Höfundur er forseti BÍL. Kvikmyndir skornar niður UMRÆÐAN Sigurður Magnússon skrifar um stjórnmál á Álftanesi Margrét Jónsdótt- ir, sem klauf sig frá Á-lista fyrir skömmu og gekk yfir til D-list- ans, hefur komið sér og sínum, Sveinskotsfjöl- skyldunni, vel fyrir í stjórn- sýslunni á Álfta- nesi. Margrét hefur raðað ætt- ingjum og venslafólki í nefndir og stjórnir. Sjálfstæðisfélagið á Álfta- nesi og D-listinn víla ekki fyrir sér að mynda meirihluta með þessum hætti og hafa fagnað samstarfi við Margréti. Margrét, sem er bæjarfulltrúi, er auk þess í eftirfarandi nefndum og stjórnum: formaður bæjarráðs, for- maður framkvæmdanefndar, for- maður skólanefndar, í stjórn Strætó, í stjórn Almannavarnanefndar höfuð borgarsvæðisins, varamaður í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, varamaður í stjórn Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, varamaður í samstarfs- nefnd lögreglu og sveitarfélaga og varamaður í stjórn Sorpu. Elín Jóhannesdóttir, móðir Mar- grétar, er varamaður fyrir dóttur sína í framkvæmdanefnd og aðal- fulltrúi í kjörstjórn vegna sveitar- stjórnarkosninga á næsta ári. Jón Höskuldsson, faðir Margrétar, er varaformaður byggingar- og skipulagsnefndar. Sigrún Jóhanns- dóttir, móðursystir Margrétar, er varamaður í félagsmálanefnd. Elín Jóhannsdóttir (yngri), bróður dóttir Margrétar, er varaformaður íþrótta- og tómstundanefndar og maki Elín- ar (yngri), Ólafur Ívar Baldvinsson, varamaður í tónlistar skólanefnd. Andrés J. Snorrason, sonur Snorra móðurbróður Margrétar, er vara- maður í búfjár eftirliti. Samtals eru sjö fjölskyldumeðlimir Sveinskots- fjölskyldunnar í stjórnum eða vara- stjórnum átján nefnda og stjórna og þar af situr Margrét sjálf í níu nefndum/stjórnum. Er nema von að Álftnesingar séu undrandi. Ætli nokkurt hliðstætt dæmi finnist í íslensku sveitar- félagi? Enda tala Álftnesingar um að yfirtakan í bæjarstjórn hafi fyrst og fremst snúist um völd fremur en málefni. Það er von að vel fari á með Margréti og Guðmundi G. Gunnars- syni, oddvita D-listans, en hann er þekktur af sérkennilegum áherslum í stjórnsýslu. En mér er spurn, hvernig ætli sómakæru fólki sem kosið hefur D-listann líði í svona bandalagi eða ættar samfélagi? Höfundur er oddviti Á-lista. Valda- stjórnmál ÁGÚST GUÐMUNDSSON SIGURÐUR MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.