Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 35

Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 35
FIMMTUDAGUR 8. október 2009 3 Harpa Jónsdóttir sigraði í keppn- inni 1000 Fabulous Knit Hats og mun verðlaunahúfan birtast í bók með sama nafni víða um heim. Keppnin ber nafnið Þúsund frábær- ar húfur eða „1000 Fabulous Knit Hats,“ og var haldin af útgáfufélag- inu Rockport Publishers sem sér- hæfir sig í útgáfu rita um arkitekt- úr og hönnun. „Þeir ætla að gefa út bók með sama nafni og keppnin og mun hönnuðurinn Annie Modesitt rit- týra henni,“ segir Harpa Jónsdóttir, sem sigraði í keppninni með undur- fagra útsaumaða húfu. En hvernig kom það til að hún tók þátt í keppninni? „Ég hafði misst af auglýsingunni en svo var kanadísk kona, sem ég þekki ekki neitt en vissi greinilega af mér og minni hönnun, sem sendi mér póst og hvatti mig til að taka þátt,“ svarar Harpa. Hú n send i því myndir a f n o k k r - um húfum út. „Síðan sendi A nnie mér póst um að ég hefði unnið með í raun hvaða húfu sem var,“ segir Harpa en ákveðið var að velja eina húfuna sem þótti auðveld í fram- kvæmd. Harpa útbjó síðan upp- skrift að henni til að birta í bókinni eftir að hún vann. Harpa segir að þó að verðlaun- in séu ekki mikil, aðeins um 500 dalir, fylgi þeim höfundarréttur að húfunni. „Og það sem er verð- mætast, auðvitað kynningin,“ segir hún. Rockport Publishers er enda stórt fyrirtæki með útibú bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Bókinni, sem áætlað er að komi út næsta haust, verður dreift mjög víða. „Þetta er mun stærra dæmi en mig óraði fyrir þegar ég ákvað að taka þátt,“ segir Harpa ánægð með árangurinn. Þeim sem vilja kynna sér útslit keppninnar nánar er bent á vefsíðuna http://1000 - fabulous knithats.com/ - sg Verðlaun fyrir bestu húfuna Vinningshúfan eftir Hörpu sem mun birtast í bók næsta haust sem dreift verður víða um heim. Harpa Jónsdóttir. Margt var að sjá á hönnunar- hátíð í London í september. Hönnunarhátíðin í London var haldin dagana 19. til 27. septem- ber. Hátíðin er haldin árlega til að koma London á framfæri sem höfuð borg hönnunar í heiminum. Yfir tvö hundruð uppákomur af ýmsum toga voru í boði þessa daga og því höfðu gestir úr nógu að velja. Á hátíðinni koma fram margir ungir og upprennandi hönnuð- ir í bland við víðfræga reynsl- ubolta. Unnið var með söfnum borgarinnar, verslunum, háskól- um og tímaritum til að gera hátíð- ina sem besta úr garði. - sg Hönnun í London Verk eftir Marc Newson. Hann hannaði stálmannvirki undir nafninu Supercell. Shigeru Ban, japanskur arkitekt, hannaði þennan turn úr pappa. Eitt meginverkefni hönnunarhátíðar var verk sem ber heitið The Tournament eftir hönnuðinn Jaime Hayon. Það er taflborð með 32 tveggja metra háum taflmönnum á Trafalgar-torgi. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. NÁM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.