Fréttablaðið - 08.10.2009, Síða 36

Fréttablaðið - 08.10.2009, Síða 36
 8. október 2009 FIMMTU- DAGUR 4 Mikil eftirvænting var fyrir vor- og sumartískusýningu Yves Saint Laurent sem haldin var í París fyrr í vikunni og voru flestir sammála um að ítalski hönnuðurinn Stefano Pilati hefði tekið meiri áhættu nú en oft áður. Hann steig þó engin feilspor og þótti hönnunin bera vott um náðargáfu. Pilati lék sér með hefðbundin form og fagrar litasamsetningar en tók þó upp á ýmsum óknyttum. Má þar nefna jarðarberjaeyrnalokka og hvítan flamenco-kjól alsettan jarðarberjum. Ekki er gott að segja til um hvort það er eitt- hvað sem koma skal en uppátæk- ið vakti þó mikla lukku. „Mig langar í þennan jarðarberja- kjól,“ sagði Kate Moss, andlit nýj- ustu auglýsinga- herferðar Yves Saint Laur- ent, bak- sviðs. - ve Jarðarber til skrauts Á NÝJUSTU TÍSKUSÝNINGU YVES SAINT LAURENT VAKTI JARÐARBERJASKRAUT NOKKRA ATHYGLI. Kate Moss lýsti hrifn- ingu sinni á jarðar- berjunum að sýningunni lokinni. NORDICPHOTOS/ GETTY LILY ALLEN vakti verðskuldaða athygli þegar hún söng á tískusýningu Chanel í París á dögunum. Fleiri frægir mættu á staðinn til að fylgjast með nýj- ustu tísku og má nefna Prince, Claudiu Schiffer, Sean Lennon og Rihönnu. Í Lykkjufalli á Laugavegi fást kápur sem er hægt að nota á tvo vegu. Þær eru ýmist munstraðar eða í lit öðrum megin og dökkar hinum megin og er hægt að velja hvaða hlið snýr út eftir því sem hentar. Sigrún Bald- ursdóttir, eigandi verslunarinnar, byrjaði að hanna kápurnar í sumar en þegar leið á ferlið datt henni í hug að búa þær þessum eiginleika. „Það voru í raun hagsýnissjónarmið sem réðu för enda er þarna hægt að eignast tvær kápur í einni. Eina dökka og klassíska og aðra munstraða eða í lit. Það eina sem þarf að gera er að snúa kápunni við og færa band- ið í mittinu yfir. Kragann má svo ýmist hafa opinn eða krækja saman í hálsinn,“ segir Sig- rún sem hefur mjög gaman af því að hanna föt sem er hægt að breyta og hefur einnig á boðstólum peysur sem má nota á marga vegu. Kápurnar, sem eru handgerðar, hafa rokið út og situr Sigrún því löngum stund- um við saumavélina en hún er með aðstöðu inn af búðinni. „Ég reyni að vera alltaf með eina kápu í hverri stærð í búðinni en legg mikið upp úr því að hafa ekki margar eins. Ég geri kannski eina til tvær úr sama efni og ef ég nota sama efnið oftar í aðra hliðina hef ég hina öðruvísi,“ útskýrir Sig- rún en þannig geta konur geng- ið að því vísu að þær séu að eignast sérstaka flík. Sigrún tekur einnig við pöntunum en þá er hægt að velja lit og munstur auk þess sem tekin eru mál. Sigrún tekur fram að Svandís Friðbjörnsdóttir, sem starfaði hjá henni í sumar, var með henni í upphafi hönnunarferlisins og á heiðurinn að skemmtilegri útfærslu á olnboganum. Í Lykkjufalli fæst nær eingöngu íslensk hönnun og framleiðir Sigrún stóran hluta hennar sjálf. „Eitthvað er síðan framleitt fyrir mig erlendis og er ég því með þetta svolítið í bland.“ Vetrarlínan er nú komin í hús en þar er meðal annars að finna bróder- aða barnaboli úr Merion-ull og ný peysusnið. Sigrún gerir mikið af barnafötunum sjálf og nú eru jólakjólarnir á teikniborðinu. vera@frettabladid.is Tvær kápur í einni Hagsýnissjónarmið réðu för þegar Sigrún Baldursdóttir byrjaði að hanna kápur sem má nota á tvo vegu. Önnur hliðin er dökk og klassísk en hin munstruð eða í lit. Hér má sjá klassísku útgáfuna en á einu augabragði er kápan orðin munstruð. Sigrún hefur gaman af því að hanna föt sem er hægt að breyta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sérverslun með FÁKAFENI 9 (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Skór & töskur www.gabor.is Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi System kr. 33.900,- Flex Max kr. 27.900,- Flex kr. 22.900,- FLOTT Í VETUR... MATUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.