Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 08.10.2009, Qupperneq 38
 8. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR Skór eru helsta ástríða Svövu Johansen, forstjóra NTC-versl- anakeðjunnar, og deilir hún henni með fjölmörgum íslensk- um kynsystrum sínum. „Mér finnst íslenskar konur hafa mikið vit á skóm og eiga margar það til að falla ítrekað fyrir fallegum pörum,“ segir Svava og telur skýringuna meðal annars að finna í íslensku veðurfari. „Hér er allra veðra von og við þurfum meira á „góðum“ skóm að halda en konur á suðlægari slóðum. Þeir eru því í mikilli notkun og stór hluti af heildar útliti okkar.“ Svava er sérstaklega ánægð með skótískuna í ár. „Leðrið er þykkara en oft áður og mikið er um hamrað leður þó að slétt leður sé líka á sínum stað. Eins er gaman að sjá að rúskinn er að koma sterkt inn aftur. Þá erum við með margar nýjar út- færslur af ökklaskóm, sem hafa átt vinsældum að fagna undan farin ár, og eru þeir bæði fínir og grófir.“ Svava segir talsvert um skó með spennum, ólum og öðrum áherslu- atriðum og minna sumir um margt á mótorhjólastígvél eða svokall- aða „bikera“. Eins eru hermanna- klossar afar heitir og eru þeir flat- ir eða jafnvel með kubbahæl. Svava segir tískuna líka henta mjög breið- um hópi en mikið er um lágbotna skó jafnt sem himin háa hæla auk þess sem fylltir skór eru enn mjög vinsælir. „Mér finnst skótískan fara mjög vel við fata tískuna og þá til dæmis við leður jakka, viðar harem buxur, niðurmjóar gallabux- ur eða leggings sem nú eru hafðar síðari en oft áður og eiga að detta niður á skóna.“ Svava segist finna fyrir því að konur leiti að skóm sem þær geti notað við ólík tilefni og þannig dressað sig bæði upp og niður. „Þá finnst mér íslenskar konur leggja mikið upp úr gæðum og þá kannski sérstaklega í ljósi veðurskilyrða. Það er meira um að þær kaupi sér ódýrari tískuskó sem einungis er ætlunin að nota yfir ákveðið tíma- bil en við bjóðum upp á skó á mjög á breiðu verðbili. Við tökum vandaðri og dýrari týpur inn í Evu, Kultur og Companys eins og Free lance, Strategia, Fruit, Nero Giardini og Moma en ódýrari inn í Focus auk þess sem við erum að keyra inn mjög breitt verðbil í GS-skóm. Við höfum lagt mikla áherslu á að finna viðráðanlegt verð en halda gæðum. Það er það sem viðskiptavinurinn á Íslandi vill sjá. Við höfum átt löng og traust viðskiptasambönd við mörg skófyrirtækjanna í gegnum árin og birgjarnir okkar eru bara þó nokkuð skilningsríkir hvað varð- ar efnahagsástandið á Íslandi og ég kann mjög vel að meta það. Dýrari skórnir eru yfirleitt frá ítölskum eða spænskum framleið- endum en Billi Bi, sem meðal ann- ars er selt í GS-Skóm, hefur um ára- bil án efa verið vinsælasta merkið. Þetta er dönsk hönnun, framleidd á Spáni og Ítalíu. Stígvélin frá Billi Bi eru meðal annars framleidd í mismunandi víddum yfir kálf- ann, en það hefur fallið sérstak- lega vel í kramið hjá viðskiptavin- um okkar.“ Svava fer ekki leynt með það að hún er alger skófíkill og hefur áhugi hennar á skóm bara aukist með árunum. „Skórnir setja punkt- inn yfir i-ið og er hægt að breyta öllu útlitinu með því að fara í lág- botna eða hæla.“ Af öllu því sem Svava gerir innan NTC finnst henni skemmtilegast að snúast í kringum skó. „Ég hlakka alltaf mest til að fara á skósýningar og gæti gleymt mér þar í marga daga.“ Svava hefur ekki tölu á þeim skópörum sem hún hefur átt. „Ég er voða dugleg að endurnýja enda fylgir það vinn- unni að vera í nýjum skóm. Það er þó eitt og eitt par sem situr eftir og ég tími ekki að láta og geymi ég þau á góðum stað í kjallaranum.“ - ve Við íslenskar konur elskum skó Skótískan fer vel við fatatískuna. Mikið er um ökklaskó með spennum og öðrum áhersluatriðum en þeir eru flottir við leðurjakka, þröngar buxur eða síðar leggings. Svava er ánægð með tískuna í ár en hún hentar mjög breiðum hópi. Mikið úrval er af lágbotna skóm en líka af konfektmolum með himinháum hælum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Steingrímsson hlynurf@365.is s. 512 5439 1. City Shoes, st. 36–41. Verð 14.990,-. Fást í GS skóm. 2. Bronx, st. 36–41. Verð 23.990,-. Fást í GS skóm. 3. City Shoes, st. 36–41. Verð 9.990,-. Fást í GS skóm. 4. Billibi, st. 36–41 Verð 42.990,-. Fást í GS skóm. 1. 2. 3. 4.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.