Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2009, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 08.10.2009, Qupperneq 39
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009 1. 2. 3. 4. 1. Cool Girl Design, st. 36–41 Verð 13.990,-. Fást í Focus. 2. City Shoes, st. 36–41 Verð 7.990,-. Fást í Focus. 3. Bronx, st. 36–41 Verð 34.990,-. Fást í Companys. 4. Cool Girl Design, st. 36–41 Verð 9.990,-. Fást í Focus. Að ganga á háum hælum er engum eðlislægt. Það tekur æfingu og tíma að komast upp á lag með að ganga á háum hælum eins og flestir vita sem horft hafa á leitina að næstu ofur- fyrirsætu Banda- ríkjanna. Hér eru nokkrar leiðbeiningar til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á háhæla skóm og annarra sem vilja bæta göngulagið. 1. Stígðu alltaf fyrst í hælinn og láttu sólann fylgja fljótt og lipurt á eftir. 2. Tærnar skulu ávallt vísa beint fram eða eins nálægt því og hægt er. 3. Sveiflaðu höndunum létt með til þess að fá sem best jafnvægi. 4. Hafðu fæturna beina og gakktu ekki gleiðfætt. 5. Taktu mjúk og jöfn skref. Jafnvel mætti stytta skrefið ör- lítið. 6. Reyndu að komast hjá því að ganga á ís, í krapa, drullu, grasi, sandi, möl eða á ójöfnu yfirborði. Hætta er á að skrika fótur eða að hællinn sökkvi niður. Ef þú ert í vafa er betra að fara úr skónum og halda á þeim yfir illfærar götur. Fyrirsætur þurfa góðan göngustíl. Horft aftur til fortíðar á tískusýningu Dior-tískuhússins. Augljós áhrif frá film noir eða rökkurmyndum mátti greina á sýningu Dior á tískuvikunni í París á dögunum. Brugðið var á leik með ljós og skugga þar sem sýningarstúlkur stigu fram úr skugganum eins og tálkvendi þessarar langlífu kvik- myndagreinar; leggjalangar, stífmálaðar og gjarnan í að- sniðnum klæðnaði og áberandi skóm til að undirstrika kynþokkann og um leið hættulegt eðlið. - rve Fyrirsæturnar liðu áfram eftir sýningarpallinum leyndardómsfullar á svip. NORDICPHOTOS/AFP Fagrir fótleggir fengu að njóta sín á sýningunni líkt og í noir- myndum. Tálkvendi noir-mynda eru oft óútreiknanleg í hegðun og það var undirstrikað á sýning- unni með ýmsu móti. Hvað skyldi til dæmis leynast í handtöskunni hjá þessari? Aðsniðnir kjólar og flegin hálsmál voru áberandi á sýning- unni þar sem Dior tefldi fram djörfum litum í bland við svart og grátt. Þessari snoppu- fríðu fyrirsætu svipar óneitan- lega til leikkon- unnar Veronicu Lake sem gerði garðinn frægan í rökkurmyndum á sínum tíma. NORDICPHOTOS/AFP Reglur þeirra sem vilja ganga á háum hælum Pan Asian Repertory-leikhúsið í New York frumsýndi í vikunni nýjan söngleik sem ber hinn æv- intýralega titil Imelda: A New Musical, eða Imelda: Nýr söng- leikur. Frá þessu er greint í Wall Street Journal. Söngleikurinn er byggður á sögu Imeldu Marcos, fyrrverandi forsetafrú á Filippseyjum og fræg- asta skósafnara sögunnar. Aðallagið í söngleiknum heitir „3.000 pör af skóm“, en það er sá fjöldi sem talið er að Imelda hafi keypt af skóm um ævina. Aðal- leikkonan Jaygee Macapugay, sem leikur Imeldu, notar einungis átta pör í sýningunni. Önnur tuttugu pör eru þó til taks ef ske kynni að eitthvað færi úrskeiðis. - kg Söngleikur um skósafnara Talið er að Imelda Marcos hafi eignast um 3.000 pör af skóm á lífsleiðinni. Hæfileikinn til að ganga á hælum er ekki meðfæddur. NORDICPHOTOS/GETTY Sumir skórnir voru óneitanlega litríkir. Gyðjur og glæponar í París
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.