Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 40
 8. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR 1. Studio London, st. 36–41. Fást í gráu. Verð 10.995,- 2. Six Mix, st. 36–41. Fást í svörtu, fjólubláu, rauðu og bláu. Verð 15.995,- 3. Six Mix, st. 36–41 Fást í svörtu og rauðu. Verð 24.995,- 4. Nike, st. 36–41 Verð 21.995,- 1. 2. 3. 4. „Þetta er lífsstílsbúð fyrir alla aldurshópa,“ segir Áslaug Karlsdóttir, verslunarstjóri Skór.is í Kringlunni. Hún er bjartsýn fyrir jólavertíðina og segir uppháa strigaskó vera það vinsælasta í dag. „Það má segja að ungt fólk sé stærsti hópur viðskiptavina okkar, en samt verslar hér fólk úr öllum aldurshópum,“ segir Ás- laug Karlsdóttir, verslunarstjóri hjá Skór.is í Kringlunni. Verslun- in er einnig til húsa í Smáralind. Spurð um helstu áherslur í innkaupum segist Áslaug leggja mikið upp úr því að hafa á boð- stólum strigaskó frá öllum helstu merkjunum, til að mynda Adidas, Hummel og Puma. „Strigaskórnir eru alltaf jafn vinsælir. Núna eru uppháir strigaskór, svokallaðir „high-top“-skór, vinsælastir hjá unga fólkinu. Þegar viðskipta- vinir koma inn í búðina sjá þeir hreinlega heilu staflana af slíkum skóm og margir þeirra eru mjög litríkir,“ segir Áslaug. Skór.is bjóða einnig upp á mikið úrval af dömustígvélum. „SixMix, sem er portúgalskt fyrir- tæki, á sér stóran aðdáendahóp. Það framleiðir meðal annars afar vönduð leðurstígvél og eins loð- fóðruð stígvél. Hjá okkur er líka hægt að fá ódýrari stígvél frá Studio London og þau hafa notið aukinna vinsælda að undanförnu. Það segir sig sjálft að sumir leita í ódýrari vörur þessa dagana.“ Áslaug hefur verið verslunar- stjóri hjá Skóm.is í rúmlega eitt og hálft ár. Hún segir starfsfólkið bjart- sýnt fyrir jólavertíðina. „Við höfum tekið eftir því að fólk byrjar fyrr en áður að huga að jólainnkaupunum. Líklega skiptir meiru máli nú en áður að gera góð kaup.“ Að sögn Áslaugar ber að auki helst á því að ökklaskór og plat- form-hælaskór séu að slá í gegn hjá kvenþjóðinni. „Vandaðir götu- skór frá Skechers fyrir dömur og herra seljast líka vel. Svo eru alltaf einhverjir sem kaupa sér Crocs-skóna þægilegu. Til dæmis er upplagt að nota þá í innivinnu,“ segir Áslaug Karlsdóttir. Strigaskór frá öllum helstu merkjunum Áslaug, verslunarstjóri Skór.is í Kringlunni, segir viðskiptavini á öllum aldri sækja í verslunina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Litla stúlkan hún Suri Cruise er dæmalaust sæt og á foreldra sem þykir augljóslega sérlega gaman að klæða hana í falleg föt. Þótt hún sé aðeins þriggja ára hefur fatnað- ur hennar vakið eftirtekt um allan heim. Fyrir skömmu náðust myndir af litlu elskunni á búðarrölti ásamt móður sinni Katie Holmes. Það væri þó vart saga til næsta bæjar ef sú stutta hefði ekki verið á háum hælaskóm á göngunni en slíkur skófatnaður verður seint sagður kjörinn fyrir þriggja ára hnátur. Suri var þó ekki lengi í þeim því þegar mæðgurnar komu út úr leikfangabúð var sú yngri komin í strigaskó sem eru öllu hentugri á búðarrápi með mömmu. - kdk Suri Cruise á háum hælum á búðarrápi Lítil stjörnuhnáta á háum hælum. Suri Cruise sást nýverið í fylgd móður sinnar Katie Holmes og var þá í þessum skóm. Áhugasamir um tísku bíða sjálfsagt með öndina í hálsinum eftir frum- sýningu seinni Sex and the City- kvikmyndarinnar þar sem klæðn- aður Carrie, Miröndu, Charlotte og Samönthu virðist ætla að verða fyrirferðarmikill sem endranær. Ef marka má myndir á netinu virð- ast framleiðendurnir að minnsta kosti ekki ætla að svíkja áhorfend- ur um vænan skammt af hátísku. Þannig hefur sést til leikkonunnar Söruh Jessicu Parker, sem fer með hlutverk Carrie Bradshaw, í sand- ölum frá Dior og svo háhæla skóm frá Christian Louboutin. Nýjasta tíska í aðalhlutverki Vinkonurnar á góðri stundu en stílistinn Patricia Field hefur umsjón með fatnaði þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.