Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009 Í Eurosko-Skóhöllinni í verslunar- kjarnanum Firðinum í Hafn- arfirði má sjá skýrt dæmi um hve vel getur tekist til þegar Íslendingar og Norðmenn taka höndum saman. Hafnfirsku hjónin Vigdís Grétarsdóttir og Helgi Rúnar Gunnarsson keyptu skóverslun ina fyrir um fjórum árum og bjóða þar upp á gæða- skó frá norsku skókeðjunni Eurosko, allt frá fyrstu sporum til þeirra síðustu. „Við höfum alltaf haft þægindin í fyrirrúmi,“ segir Vigdís. Sú full- yrðing á ekki aðeins við um þá áherslu þeirra hjóna á að skórnir fari sem best á fæti heldur einnig þá áherslu sem þau leggja á að verðið komi sér ekki óþægilega fyrir viðskiptavini þeirra. „Við leggjum áherslu á að bjóða upp á sem vandaðasta skó á sem viðráðan- legustu verði,“ segir Vigdís. Þar sem Norðmenn þekkja rysjótt veðurfar nokkuð vel líkt og Íslendingar henta skópörin í Eurosko-Skóhöllinni íslensku veður fari betur en oft er með skó sem framleiddir eru í hlýrri heimshlutum. Flestir eru skórnir úr leðri en Vigdís segir að ákveð- ið hafi verið að taka inn fleiri skó úr gerviefnum en tíðkast hefur. Lágt gengi krónunnar hafi spilað inn í þá ákvörðun en einnig sú stað- reynd að gerviefni sem notuð eru í skó eru allt önnur og betri en þau sem áður voru notuð. Oft á tíðum sé erfitt að átta sig á því hvort um leður eða gerviefni sé að ræða, svo mikil séu gæðin orðin. Eurosko-keðjan var stofnuð árið 1982 og er stærsta skókeðja á Norður löndum og ekki að ástæðu- lausu. Rekstur þar sem lögð er áhersla á klassík, þægindi, gæði og verð við hæfi venjulegs fólks gengur venjulega vel þótt kreppt geti að í erfiðu árferði. Segir Vigdís tískuna í ár einkennast af áherslu á að fólk geti notað skóna við sem flest tilefni. Fólk hafi ekki áhuga á því að kaupa sér skó sem það er ekki visst um að koma til með að nota mikið. Notagildi og smekkleg- heit séu einkunnarorð hversdagsins og það sé einmitt það sem Eurosko- Skóhöllin vilji bjóða upp á. Skór sem henta íslensku veðri og venjulegu fólki Súrrealísk stemning ríkti á sýningu kór- eska fatahönnuðarins Lie Sang Bong í París. Seint verður sagt að kóreski fatahönnuður- inn Lie Sang Bong feti troðnar slóðir, eins og bersýnilega kom í ljós þegar hann sýndi vor- og sumar línu sína í París fyrir skemmstu. Silfrað- ur og hvítur klæðnaður, framúrstefnuleg höfuð- föt og sérstæðir skór voru þar áberandi. - rve Skleggings gæti þessi sérstæða sam- blanda af skóm og leggings kallast. Á sýningunni mátti greina viss áhrif frá sjötta áratugnum eins og sést af þessum skemmtilegu skóm og veski í stíl. Hvítir og támjóir skór í stíl við topp og niðurþröngar buxur. Þessa skó sýndi Bong í París fyrr á árinu en þeir tilheyra haust- og vetrarlínu kappans. NORDICPHOTOS/GETTY Vigdís í Eurosko-Skóhöllinni leggur áherslu á klassík, gæði, þægindi og gott verð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fljúgandi furðuhlutir Bong notaði bronsaða og gyllta tóna í haust- og vetrarlínunni en hefur nú snúið blaðinu við með hvítum og silfruðum. E.T. go home. Þessi hattur minnir einna helst á fljúgandi furðuhlut. 2. 3. 4. 1. Chilli st. 36–41 Verð 13.995,- 2. Softwalk st. 36–41 Verð 15.995,- 3. Softwalk st. 36–41 Verð 14.995,- 4. Gino Venturi st. 36–41 Fást einnig í svörtu Verð 15.995,- 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.