Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2009, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 08.10.2009, Qupperneq 44
 8. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● skór Konur hafa í gegnum tíðina grip- ið til ýmissa ráða til að huga að út- litinu. Í vöruskortinum sem fylgdi síðari heimsstyrjöldinni var til dæmis galdurinn að endurnýta sem mest. Sem dæmi um það voru gamlir skór málaðir, skór sólaðir með korki, tré eða bíldekkjum, stál- kantar voru settir á tá og hæla, skóáburður var notaður sem fót- leggjalitur, vasaklútar og gömul sængurver nýtt í undirfatnað og gömul gluggatjöld eða áklæði notuð í fatnað. Þá var herrafatn- aði oft breytt í dömufatnað. Frökkum v a r t i l dæmis breytt í hálfsíða kvenjakka, pils eða barna- kápur. Jakkar urðu að dragtarjökk- um, fóðruðum með dagblöðum og svo framvegis. Heimild: visindavefur.is Galdurinn var að endurnýta Mikill vöruskortur var í seinni heims- styrjöldinni og þá tóku konur upp á því að endurnýta fatnað og fylgihluti. Ekki gera ráð fyrir því að þú munir nota sama skónúmer ævina á enda. Meðganga, þyngdarbreyt- ingar og lífið sjálft getur valdið því að skóstærðin breytist. Fæt- urnir vaxa ekki eins og þeir gerðu þegar þú varst barn en þeir geta lengst vegna breytinga á liðbönd- um, ekki síst eftir að komið er yfir fertugt og fimmtugt. ● 1. Mundu svo að skóstærðir eru breytilegar. Þótt þú notir yfirleitt stærð 38 er oft mikill munur eftir því frá hvaða framleiðanda skórnir koma. ● 2. Börn vaxa hratt og því er gott að miða við að þú komir þumli aftan við hælinn eftir að barnið er komið í skóinn. ● 3. Best er að máta skó seinni part dags. Þá er fóturinn ögn þrútnari en hann er snemma dags og minni líkur eru á að þú kaupir skó sem þig á eftir að verkja undan. ● 4. Það er ekki ófrávíkjanleg regla að skór séu betri eftir því sem þeir kosta meira. Þú getur fengið góða skó á góðu verði. ● 5. Ef þér líður ekki vel í skóm sem þú mátar skaltu ekki kaupa þá. Góð ráð um skó ● VISSIR ÞÚ AÐ... Í Mið-Austurlöndum, sumum Afríkuríkjum, Kóreu og Taílandi þykir dónalegt að sýna iljarnar. Annars staðar, til dæmis á Indlandi, þykir skókast versti dónaskapur. Á Taílandi þykir það jafnframt mesta móðgun ef fótur, sokkur eða skór snertir höfuð. Skemmst er að minnast þess þegar blaðamaðurinn Muntadhar al- Zaidi henti skó sínum í George W. Bush Bandaríkjaforseta. Al-Zaidi var ákærður fyrir að vanvirða erlendan þjóðhöfð- ingja og dæmdur til þriggja ára fang- elsisvistar. Hann var hins vegar látinn laus í september vegna góðrar hegðunar. ● SKÓNOTKUN HÓFST FYRIR ÞÚSUNDUM ÁRA Elstu skór sem vitað er um eru frá 8.000 til 7.000 f.Kr. og fund- ust í Oregon í Banda- ríkjunum árið 1938. Þó telja sumir, og þeirra á meðal mannfræðing- urinn Erik Trinkaus, að skónotkun hafi hafist fyrr, jafnvel fyrir 40.000 árum. Helstu rök Trinkaus eru að á því tímabili hafi tábein manna þróast og minnkað, en sannanir eru fyrir því að hið gagnstæða gerist þegar menn ganga um berfættir. Dæmigerðir miðaldaskór.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.