Fréttablaðið - 08.10.2009, Síða 49

Fréttablaðið - 08.10.2009, Síða 49
FIMMTUDAGUR 8. október 2009 33 UMRÆÐAN Birgir Rafn Þráinsson skrifar um ljósleiðara- væðingu Gagnaveita Reykja-víkur var stofnuð í ársbyrjun 2007 sem fjar- skiptafyrirtæki og starf- ar sem slíkt undir eftir- liti Póst- og fjarskiptastofnunar. Gagnaveitan er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og því veitufyrirtæki í almannaeigu. Gagnaveitan tók yfir alla fjar- skiptastarfsemi og tilsvarandi eignir Orkuveitunnar, þ.m.t. allt grunnnet ljósleiðaralagna sem lagt hefur verið frá árinu 1999. Í fyrstu var ljósleiðaranetið lagt til fyrir- tækja og stofnana á höfuðborgar- svæðinu en árið 2004 var ákveðið að bjóða heimilum að njóta þeirra gæða sem í ljósleiðaranum felst. Ljósleiðaranetið er nú notað af þúsundum heimila og hundruðum fyrirtækja dag hvern. Ljósleiðaravæðing heimila Fyrir framsýni Reykjavíkurborg- ar var Orkuveitu Reykjavíkur falið það verkefni að leggja ljósleiðara til allra heimila höfuðborgarinnar og víðar á þjónustusvæði Orkuveit- unnar. Með ljósleiðara inn í hvert heimili skapast gnægð bandvíddar með tilheyrandi lífsgæðum fyrir íbúa. Um ljósleiðarann skal rekið opið net aðgengilegt öllum þeim sem veitt geta þjónustu og þar með stuðlað að aukinni samkeppni í fjarskiptaþjónustu. Ljóst var strax í upphafi að framkvæmdir við uppbygginguna yrðu umfangsmiklar, verkefnið tæki nokkur ár og stofnkostnaður yrði talsverður. Langtíma ávinn- ingur yrði þó enn meiri. Þróun erlendis Nálgun Reykjavíkurborgar er ekk- ert einsdæmi. Þvert á móti hafa sveitarfélög víða um heim, ekki síst í nágrannalöndum okkar, áttað sig á að dreifikerfi fyrir háhraða gagnaflutninga eru jafn mikil- vægir innviðir í nútíma sam félagi og veitur á borð við rafmagns- veitu, vatnsveitu, hitaveitu og frá- veitu. Þau hafa því sjálf, eða veitu- fyrirtæki í þeirra eigu, byggt upp og hafið rekstur á gagna veitum. Mörg lönd, Norðurlönd þar á meðal, eru vel á veg komin með slíka uppbyggingu og hefur verk- efni Gagnaveitunnar komið Íslandi á kortið sem framsýnum braut- ryðjanda nýrra tíma hvað gagna- flutninga varðar. Heildsala á samkeppnismarkaði Það sem fáir virðast vita er að Gagnaveitan gegnir mikilvægu heildsöluhlutverki fyrir fjar- skipta- og gagnaflutningsmarkað- inn. Með heildsöluhlutverki sínu hefur Gagnaveitan haldið sam- keppni á fyrirtækjamarkaði lif- andi, enda er raunin sú að allir stærstu samkeppnisaðilar Sím- ans, s.s. Vodafone, Nova og Tal, nýta ljósleiðarakerfi Gagnaveit- unnar til að bjóða þjónustu sína, hvort heldur er um að ræða GSM, 3G, ADSL eða gagnaflutning til fyrirtækja. Í þessu ljósi er ekki skrítið þó að Síminn hafi horn í síðu Gagnaveitunnar. Fjarskiptamarkaðurinn er sam- keppnismarkaður. Gagnaveitan er þó ekki í samkeppni um sölu á not- endaþjónustu, heldur í uppbygg- ingu og rekstri á innviðum sem gera öðrum kleift að bjóða slíka þjónustu. Enginn annar aðili býður upp á eða hefur áform um að bjóða upp á ljósleiðaratengingar til tug- þúsunda heimila á þjónustusvæði Gagnaveitunnar. Þjónustuaðilar sem veita þjón- ustu sína um netið keppa um hylli viðskiptavina á grundvelli þjónustu sinnar á meðan Gagnaveitan sér aðeins um uppbyggingu og rekstur netsins. Lengi vel töldu fjarskipta- fyrirtæki nauðsynlegt að eiga sín eigin fjarskiptakerfi að öllu leyti, en það hefur nú breyst. Þau tengj- ast nú heimilum um samnýttan miðlægan netbúnað sem lágmark- ar fjárfestingar þeirra og áhættu í búnaði og tæknilausnum. Með þessu auðveldar Gagna- veitan innkomu nýrra aðila og lágmarkar upp- haflega fjárfestingu þeirra og aðrar aðgangshindran- ir. Hér er á ferðinni opið net fjarskipta sem stuðlar að aukinni og heilbrigðari samkeppni. Hvenær sér Síminn ljósið? Þrátt fyrir að Vodafone, Tal og Hringiðan sjái sér hag í að bjóða heimilum þjónustu sína um ljósleiðara Gagnaveitunnar kemst Síminn ekki að sömu niðurstöðu og leggur áfram áherslu á þjón- ustu um koparlínurnar. Heimili sem taka ljós leiðarann í notkun geta því ekki keypt þjónustu Sím- ans og er það miður. Gagnaveitan myndi fagna þjónustu Símans á ljós- leiðaranum. Ástæðuna segir forstjóri Sím- ans, í grein í Morgunblaðinu 24. september sl., vera þá að útreikn- ingar hans sýni að hagkvæmara sé að byggja á núverandi lausnum Símans og þeim framtíðarlausnum sem hann býr yfir. Hvernig getur það að fara í enn frekari fjárfest- ingar í ADSL-tækni um kopar línur sem duga í takmarkaðan tíma verið hagkvæmara en að leigja aðgang að framtíðarlausn? Staðreyndin er sú að kostnaður við að setja skamm- lífan búnað á úreltar koparlínur aftur og aftur er ekki lítill og getur orðið margfalt stofnverð ljósleiðar- ans þegar til lengri tíma er litið. Í sömu grein fullyrðir forstjóri Símans að „hinn almenni neytandi finnur í dag ekki mun á því hvers konar strengur tengir heimili hans við umheiminn“. Hafi hinn almenni neytandi haft tækifæri til að tengj- ast Internetinu um ljósleiðara á sama tíma og horft er á sjónvarpið og mynd af myndleigunni, fullyrði ég að hann mun aldrei snúa til baka í ADSL. En hafi hann aldrei haft tækifæri til þess veit hann ekki hvers hann fer á mis, ekki fremur en sá sem aðeins hefur keyrt gamla malarvegi og aldrei kynnst hrað- brautum. Síminn vill viðhalda gömlu malar- vegunum sem lengst og beita veg- heflinum á þá annað slagið til að bæta aðeins mögulegan hámarks- hraða. Síminn og Míla hafa engin áform um að leggja ljósleiðara í eldri hverfi og því myndu þau sitja uppi með koparlínur ef ekki væri fyrir ljósleiðara Gagnaveitunnar. Gagnrýni Símans á ljósleiðara Gagnaveitunnar snýst nefnilega ekki um eignarhald Gagnaveitunnar heldur fyrst og fremst um það að stöðva ljósleiðaravæðinguna til að viðhalda einokun þeirra á gamla grunnetinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Ljósleiðarinn − fyrri hluti BIRGIR RAFN ÞRÁINSSON Ljóst var strax í upphafi að framkvæmdir við uppbygg- inguna yrðu umfangsmiklar, verkefnið tæki nokkur ár og stofnkostnaður yrði talsverður. fyrir allar dætur ömmur - mömmur - systur - vinkonur - frænkur … 10% af hverri seldri bleikri Jónu og Jónínu peysu á timabilinu 8 okt til 15 okt rennur til stuðnings leitarstarfi Krabbameinsfélagsins SPJARAÐU ÞIG CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3 210 GARÐABÆ, S. 533 3805 CINTAMANI CENTER LAUGAVEGI 11 101 REYKJAVIK, S. 517 8088 CINTAMANI Og KRABBAMEINSFÉLAGIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.