Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 8. október 2009 33 UMRÆÐAN Birgir Rafn Þráinsson skrifar um ljósleiðara- væðingu Gagnaveita Reykja-víkur var stofnuð í ársbyrjun 2007 sem fjar- skiptafyrirtæki og starf- ar sem slíkt undir eftir- liti Póst- og fjarskiptastofnunar. Gagnaveitan er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og því veitufyrirtæki í almannaeigu. Gagnaveitan tók yfir alla fjar- skiptastarfsemi og tilsvarandi eignir Orkuveitunnar, þ.m.t. allt grunnnet ljósleiðaralagna sem lagt hefur verið frá árinu 1999. Í fyrstu var ljósleiðaranetið lagt til fyrir- tækja og stofnana á höfuðborgar- svæðinu en árið 2004 var ákveðið að bjóða heimilum að njóta þeirra gæða sem í ljósleiðaranum felst. Ljósleiðaranetið er nú notað af þúsundum heimila og hundruðum fyrirtækja dag hvern. Ljósleiðaravæðing heimila Fyrir framsýni Reykjavíkurborg- ar var Orkuveitu Reykjavíkur falið það verkefni að leggja ljósleiðara til allra heimila höfuðborgarinnar og víðar á þjónustusvæði Orkuveit- unnar. Með ljósleiðara inn í hvert heimili skapast gnægð bandvíddar með tilheyrandi lífsgæðum fyrir íbúa. Um ljósleiðarann skal rekið opið net aðgengilegt öllum þeim sem veitt geta þjónustu og þar með stuðlað að aukinni samkeppni í fjarskiptaþjónustu. Ljóst var strax í upphafi að framkvæmdir við uppbygginguna yrðu umfangsmiklar, verkefnið tæki nokkur ár og stofnkostnaður yrði talsverður. Langtíma ávinn- ingur yrði þó enn meiri. Þróun erlendis Nálgun Reykjavíkurborgar er ekk- ert einsdæmi. Þvert á móti hafa sveitarfélög víða um heim, ekki síst í nágrannalöndum okkar, áttað sig á að dreifikerfi fyrir háhraða gagnaflutninga eru jafn mikil- vægir innviðir í nútíma sam félagi og veitur á borð við rafmagns- veitu, vatnsveitu, hitaveitu og frá- veitu. Þau hafa því sjálf, eða veitu- fyrirtæki í þeirra eigu, byggt upp og hafið rekstur á gagna veitum. Mörg lönd, Norðurlönd þar á meðal, eru vel á veg komin með slíka uppbyggingu og hefur verk- efni Gagnaveitunnar komið Íslandi á kortið sem framsýnum braut- ryðjanda nýrra tíma hvað gagna- flutninga varðar. Heildsala á samkeppnismarkaði Það sem fáir virðast vita er að Gagnaveitan gegnir mikilvægu heildsöluhlutverki fyrir fjar- skipta- og gagnaflutningsmarkað- inn. Með heildsöluhlutverki sínu hefur Gagnaveitan haldið sam- keppni á fyrirtækjamarkaði lif- andi, enda er raunin sú að allir stærstu samkeppnisaðilar Sím- ans, s.s. Vodafone, Nova og Tal, nýta ljósleiðarakerfi Gagnaveit- unnar til að bjóða þjónustu sína, hvort heldur er um að ræða GSM, 3G, ADSL eða gagnaflutning til fyrirtækja. Í þessu ljósi er ekki skrítið þó að Síminn hafi horn í síðu Gagnaveitunnar. Fjarskiptamarkaðurinn er sam- keppnismarkaður. Gagnaveitan er þó ekki í samkeppni um sölu á not- endaþjónustu, heldur í uppbygg- ingu og rekstri á innviðum sem gera öðrum kleift að bjóða slíka þjónustu. Enginn annar aðili býður upp á eða hefur áform um að bjóða upp á ljósleiðaratengingar til tug- þúsunda heimila á þjónustusvæði Gagnaveitunnar. Þjónustuaðilar sem veita þjón- ustu sína um netið keppa um hylli viðskiptavina á grundvelli þjónustu sinnar á meðan Gagnaveitan sér aðeins um uppbyggingu og rekstur netsins. Lengi vel töldu fjarskipta- fyrirtæki nauðsynlegt að eiga sín eigin fjarskiptakerfi að öllu leyti, en það hefur nú breyst. Þau tengj- ast nú heimilum um samnýttan miðlægan netbúnað sem lágmark- ar fjárfestingar þeirra og áhættu í búnaði og tæknilausnum. Með þessu auðveldar Gagna- veitan innkomu nýrra aðila og lágmarkar upp- haflega fjárfestingu þeirra og aðrar aðgangshindran- ir. Hér er á ferðinni opið net fjarskipta sem stuðlar að aukinni og heilbrigðari samkeppni. Hvenær sér Síminn ljósið? Þrátt fyrir að Vodafone, Tal og Hringiðan sjái sér hag í að bjóða heimilum þjónustu sína um ljósleiðara Gagnaveitunnar kemst Síminn ekki að sömu niðurstöðu og leggur áfram áherslu á þjón- ustu um koparlínurnar. Heimili sem taka ljós leiðarann í notkun geta því ekki keypt þjónustu Sím- ans og er það miður. Gagnaveitan myndi fagna þjónustu Símans á ljós- leiðaranum. Ástæðuna segir forstjóri Sím- ans, í grein í Morgunblaðinu 24. september sl., vera þá að útreikn- ingar hans sýni að hagkvæmara sé að byggja á núverandi lausnum Símans og þeim framtíðarlausnum sem hann býr yfir. Hvernig getur það að fara í enn frekari fjárfest- ingar í ADSL-tækni um kopar línur sem duga í takmarkaðan tíma verið hagkvæmara en að leigja aðgang að framtíðarlausn? Staðreyndin er sú að kostnaður við að setja skamm- lífan búnað á úreltar koparlínur aftur og aftur er ekki lítill og getur orðið margfalt stofnverð ljósleiðar- ans þegar til lengri tíma er litið. Í sömu grein fullyrðir forstjóri Símans að „hinn almenni neytandi finnur í dag ekki mun á því hvers konar strengur tengir heimili hans við umheiminn“. Hafi hinn almenni neytandi haft tækifæri til að tengj- ast Internetinu um ljósleiðara á sama tíma og horft er á sjónvarpið og mynd af myndleigunni, fullyrði ég að hann mun aldrei snúa til baka í ADSL. En hafi hann aldrei haft tækifæri til þess veit hann ekki hvers hann fer á mis, ekki fremur en sá sem aðeins hefur keyrt gamla malarvegi og aldrei kynnst hrað- brautum. Síminn vill viðhalda gömlu malar- vegunum sem lengst og beita veg- heflinum á þá annað slagið til að bæta aðeins mögulegan hámarks- hraða. Síminn og Míla hafa engin áform um að leggja ljósleiðara í eldri hverfi og því myndu þau sitja uppi með koparlínur ef ekki væri fyrir ljósleiðara Gagnaveitunnar. Gagnrýni Símans á ljósleiðara Gagnaveitunnar snýst nefnilega ekki um eignarhald Gagnaveitunnar heldur fyrst og fremst um það að stöðva ljósleiðaravæðinguna til að viðhalda einokun þeirra á gamla grunnetinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Ljósleiðarinn − fyrri hluti BIRGIR RAFN ÞRÁINSSON Ljóst var strax í upphafi að framkvæmdir við uppbygg- inguna yrðu umfangsmiklar, verkefnið tæki nokkur ár og stofnkostnaður yrði talsverður. fyrir allar dætur ömmur - mömmur - systur - vinkonur - frænkur … 10% af hverri seldri bleikri Jónu og Jónínu peysu á timabilinu 8 okt til 15 okt rennur til stuðnings leitarstarfi Krabbameinsfélagsins SPJARAÐU ÞIG CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3 210 GARÐABÆ, S. 533 3805 CINTAMANI CENTER LAUGAVEGI 11 101 REYKJAVIK, S. 517 8088 CINTAMANI Og KRABBAMEINSFÉLAGIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.