Fréttablaðið - 08.10.2009, Síða 64

Fréttablaðið - 08.10.2009, Síða 64
48 8. október 2009 FIMMTUDAGUR > HÁRIÐ BURT Pete Wentz, bassaleikari hljómsveitarinnar Fall Out Boy, leyfði Mark Hoppus úr hljóm- sveitinni Blink 182 að raka af sér hárið á tónleikum í New York. Wentz tilkynnti áhorf- endum að nú skyldi emo- greiðslan af og rakaði af sér allt hárið við mikinn fögnuð tónleikagesta. folk@frettabladid.is „Reyk Veek er samstarfsverkefni nokk- urra tónlistarmanna sem allir spila og semja teknótónlist. Við þekktumst lítið áður en samstarfið hófst en áttum það sameiginlegt að vilja spila gott teknó,“ segir plötusnúðurinn Heimir Héðins- son um tónlistarverkefnið Reyk Veek. Hann telur að samstarf sem þetta geri tónlistarmönnum kleift að koma ýmsu í framkvæmd sem erfiðara væri að gera einn síns liðs, líkt og útgáfu hljómdiska. „Þetta gerir líka sköpunar- ferlið skemmtilegra og í leiðinni kynnist maður nýju fólki og nýjum hugmynd- um.“ Heimir hefur unnið sem plötu- snúður frá árinu 2005 og hefur auk þess verið að vinna að eigin tónlist ásamt Raffaele Manna sem þeir hyggjast gefa út bráðlega undir merkjum Reyk Veek. „Mér finnst tónlist vera eitt það persónulegasta sem maður getur látið frá sér og þess vegna höfum við ekki verið að flýta okkur við að gefa efnið okkar út. Við spilum undir nafninu Karíus & Baktus og komumst nýlega á samning hjá umboðsskrifstofu sem sér um að bóka okkur erlendis, nú er bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast.“ Tvö danskvöld hafa verið haldin eftir að Reyk Veek var komið á laggirnar, þriðja kvöldið fer fram á Jacobsen hinn 17. október. Heimir segir kvöldin hafa verið vel sótt og leggja listamennirnir mikið kapp á að leika lifandi tónlist í bland við skífuþeytingar. „Það sem er heillandi við raftónlist er að þessi tón- listarstefna er enn að þróast og því eru engin takmörk fyrir því sem hægt er að gera,“ segir Heimir að lokum. - sm Teknóið er enn að þróast REYK VEEK Heimir Héðinsson og vinir hans spila teknó undir heitinu Reyk Veek. Heimi finnst tónlistarstefnan heillandi. Listamaðurinn Jóhannes Níels, eða Nilli eins og hann er betur þekktur, opnaði listasýningu á Kaffi Energiu í Smáralind á þriðjudaginn var. Jóhannes Níels hefur unnið að leikmyndagerð um nokkurt skeið og hefur mikið unnið með leikhópn- um Vestur port. Sýningin var vel sótt og lét Gísli Örn, leikari í Vestur porti, sig að sjálfsögðu ekki vanta. - sm Nilli sýnir í Smáralind Jóhannes Níels fyrir framan nokkur verka sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gísli Örn Garðarsson, leikari hjá Vestur- porti, lét sig ekki vanta á opnunina. Baggalúturinn Karl Sigurðsson, Haraldur Halldórsson og Tom Dugan, sem vinnur leikmyndina fyrir Faust sem Vesturport mun setja upp í Borgarleikhúsinu. Sýningargestir voru á öllum aldri. Hér er listamaðurinn ásamt syni sínum Agli Andra og Ritu Jóhannesdóttur. Guy Ritche, fyrrverandi eigin- maður Madonnu, hrósar og uppnefnir sína fyrr- verandi í viðtali í nýj- asta tölublaði banda- ríska tímaritsins Esquire. Hann byrj- ar á hrósinu og sagði Madonnu standa fullkom- lega jafnfætis konum sem eru tuttugu árum yngri en hún. „Madonna lætur hlutina ger- ast,“ sagði Ritchie. „Skelltu henni við hliðina á 23 ára skvísu og hún skilar meiri vinnu, betri dansi og flottari árangri. Konan er svaka- leg.“ Madonna og Ritchie skildu í október í fyrra. Hann hefur blendnar til- finningar í garð hennar. „Ég elska hana ennþá,“ sagði hann. „En hún er líka þroskaheft.“ Guy Ritchie segir Mad- onnu vera þroskahefta MADONNA Þroskaheft í augum fyrrverandi eigin- manns síns. GUY RITCHIE Hefur blendnar tilfinngar í garð sinnar fyrrver- andi. „Friðrik er eini viðskiptavinurinn enda er ég hættur í bili með skær- in,“ segir Jógvan Hansen, fyrr- verandi hárgreiðslumaður. Hann stundar nú nám við Keili, háskól- ann í Reykjanesbæ, á félagsfræði- braut og hefur tekið sér ársleyfi frá hárskerðingum og litun. Sam- starfsmaður hans í tónlistinni, Friðrik Ómar, nýtur hins vegar þess heiðurs að vera eini viðskipta- vinur Jógvans. Þeir félagar eru á leiðinni norður á land í dag, spila á Græna hattinum í kvöld og svo á Dalvík á morgun. Litun og klipping heima hjá Friðriki er liður í undir- búninginum. „Ég sé um kaffið og hann „sjænar“ á mér hárið,“ segir Friðrik en þeir félagar kynntust einmitt þegar Friðrik tók að venja komur sínar á hárgreiðslustofu Jógvans. Færeyingurinn og Birna á Akureyri eru þau einu sem fá að hafa hendur í hári Eurovision- stjörnunnar. Samstarf þeirra Friðriks og Jóg- vans er nú að geta af sér plötu. Þar syngur Jógvan íslensk dægurlög á færeysku og Friðrik færeysk lög á íslensku. Þeir félagar hyggjast leggja land undir fót síðar í þess- um mánuði, með fimm manna hljómsveit og leika lög af þessari plötu. Friðrik Ómar kveðst vera spenntur fyrir því að koma til Færeyja, þangað hafi hann aldrei komið áður. „Nei, býr ekki þarna hið vænsta fólk? Þeir lánuðu okkur allavega fyrstir pening eftir 6. október,“ segir Friðrik. Jógvan unir hag sínum vel í Reykjanesbæ þar sem hann býr ásamt konu sinni en hún er stærð- fræðikennari. Hann segir hátt bensínsverð hafa gert gæfumun- inn í þeirri ákvörðun sinni að leggja hárgreiðsludótið á hilluna í bili. „Já, það er ekkert sérstaklega hagstætt að keyra milli Reykja- nesbæjar og Reykjavíkur þrisvar í viku.“ - fgg Friðrik Ómar eini við- skiptavinur Jógvans HÁRGREIÐSLUMAÐUR Í HEIMSENDINGU Jógvan mundar sig við að lita hárið á Friðriki og klippa fyrir landsbyggðarferð þeirra félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.