Fréttablaðið - 08.10.2009, Page 66

Fréttablaðið - 08.10.2009, Page 66
50 8. október 2009 FIMMTUDAGUR Líney Inga Arnórsdóttir útskrifaðist í vor frá Miami- háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA- prófi í almannatengslum. Henni hefur verið boðið starf hjá Ketchum, sem er annað stærsta almanna- tengslafyrirtæki heims, en hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum gera henni ómögulegt að starfa hjá fyrir tækinu þegar tímabundið landvistarleyfi hennar rennur út. „Já, það er búið að herða lögin. Obama setti nýjar reglur um inn- flytjendur,“ segir Líney. „Þetta er samt skiljanlegt þar sem það er næstum því níu prósenta atvinnu- leysi hér úti og Bandaríkjamenn eru að reyna að halda störfum fyrir ríkisborgara. Eins og er, þá er ómögulegt fyrir mig að fá leyfi, en það verður hægt eftir nokkur ár. Þetta er allt mjög flókið og það tók lögfræðinga Ketchum nokkra daga að fara yfir alla pappírana mína til að komast að niðurstöðu. Ég var mjög spæld að frétta þetta þar sem ég hefði viljað hækka í tign innan fyrirtækisins. En ég held samt að þetta gæti verið fyrir bestu. Ég hef búið úti svo lengi og það er tími til kominn að flytja aftur til Íslands og reyna að gera eitthvað gott úr hlutunum þar.“ Tekin fram yfir 700 umsækjendur Líney hóf starfsþjálfun hjá Ketchum í New York í vor eftir að hún og átta aðrir voru valdir úr hópi 700 umsækjenda. „Þetta varð í raun tíu vikna keppni um eitt til tvö störf,“ segir hún. „Fyrstu fimm vikurnar unnum við í okkar eigin deildum. Ég var í rannsóknar- deildinni og skrifaði yfirlit um allt frá kjarnorkuiðnaðinum yfir í félags- og fjölmiðlagreiningu um snyrtivörur. Ég vann fyrir viðskiptavini eins og IBM, Ikea, Levis, McDonald‘s, Nokia, PepsiCo og Sony. Síðustu fimm vikurnar unnum við lærlingarnir saman að tillögu að markaðsherferð fyrir Hertz-bílaleiguna, sem við kynnt- um á síðasta degi starfsþjálfunar- innar. Forstjóri Hertz mætti ásamt forstjóra Ketchum og öllum starfs- mönnum höfuðstöðvarinnar hér í New York. Eftir 90 mínútna ræðu ákvað Hertz að kaupa herferðina á 300.000 dollara. Það var í fyrsta skipti sem viðskiptavinur kaupir herferð af sumarlærlingum. Þegar ég lýsti þessu fyrir fjölskyldunni minni spurði pabbi hvort ég væri nokkuð á vitlausum stað, hvort ég væri óvart í þáttunum The Apprentice. Mér leið að minnsta kosti þannig!“ Það er kreppa í almannatengsla- bransanum eins og annars staðar. Ketchum réði því engan af sumar- lærlingunum í fullt starf, en Lín- eyju var boðin tímabundin staða innan fyrirtækisins. „Ég er búin að vera að vinna þar síðan. Þeir buðu mér svo varanlega stöðu fyrir tveimur vikum, þannig að ég var sú sem fékk starfið eftir þó nokkra áreynslu!“ Á heimili Russells Simmons Líney hefur tekið að sér ýmis auka- verkefni á meðan hún hefur verið búsett í New York, meðal annars fyrir útgáfufyrirtækið Condé Nast. „Ég hjálpaði til við að skipuleggja ráðstefnu fyrir Condé Nast Travell- er þar sem öllum helstu fjölmiðlum er boðið að hlusta á sérfræðinga flytja fyrirlestra um ýmis mál- efni. Allir helstu blaðamenn New York Times og Wall Street Journal voru þarna. Til að auka spennu hjá almenningi mættu stjörnur á svæð- ið og voru talsmenn fyrir góðgerða- stofnanir. Edward Norton talaði um reynslu sína með Masaí-stríðs- mönnum, Wyclef Jean um fátækt á Haítí og Mandy Moore um börn í Afríku.“ Þrátt fyrir þétta dagskrá segir Líney að tími hafi gefist fyrir skemmtun inni á milli. Hún fór meðal annars í heimsókn í milla- hverfið Hamptons í tengslum við verkefni. Þar endaði hún á fjáröfl- unarsamkomu heima hjá hiphop- mógúlnum og milljarðamæringnum Russell Simmons. „Þeir sem hafa séð þættina með Russell og Kimoru Lee Simmons, Life in the Fab Lane, vita að húsið hans er nánast smíðað úr gulli,“ segir hún. „En þó að hann sé þriðji ríkasti maður rappiðnaðar- ins þá keyrir hann um á grænni blæju-bjöllu. Ég er líka búin að hitta aðra; Charlize Theron, stelpurnar úr The Hills, Gossip Girl, Kate Hud- son, Gerard Butler og fleiri. Lenny Kravitz býr líka hérna beint á móti mér og ég vildi að ég gæti njósnað um hann, en hann er búinn að setja þvílík gluggatjöld upp að ljósmynd- arar ná ekki myndum af honum. Ég held samt að flestir sem búa hérna í New York hafi upplifað það sama; fólk er ekkert að kippa sér upp við þetta enda eru stjörnur bara eins og allt annað fólk. Ég hef mun meiri áhuga á málefnum sem geta bætt heiminn. Þessi hluti starfsins er smá plús til að hrista upp í degin- um!“ Ísland þarf að taka ímyndina alvarlega Líney hyggst flytja til Íslands á næstu mánuðum og reyna fyrir sér í sínu fagi. „Vonandi eru tæki- færi fyrir fagmenn þar eins og annars staðar,“ segir hún. „Ég er líka búin að vera í viðræðum við starfmannastjóra Ketchum í London um að hoppa þangað ef hlutir ganga ekki upp. Ég vil vinna aftur hjá Ketchum. Þetta er næst- stærsta almannatengslafyrirtæki heims. Það eru endalausir mögu- leikar þarna. Þetta kann að hljóma skringilega fyrir þá sem eru fast- ir á Íslandi í kreppunni, en maður saknar alltaf landsins. Ég vil taka þátt í að hjálpa landsmönnum að snúa ástandinu við. Ég hef mikinn áhuga á alþjóðasamskiptum, bæði fyrir ríkistjórn og fyrirtæki. Von- andi get ég notað þekkinguna mína í að kynna landið með jákvæðum hætti. Mér finnst við ekki vera nógu dugleg í skipulagðri ímyndar- stjórnun og við þurfum að taka það alvarlega, sérstaklega í dag.“ atlifannar@frettabladid.is Flytur heim og gerir gott úr hlutunum Á HEIMLEIÐ Líney Ingu var boðið starf hjá öðru stærsta almannatengslafyrirtæki heims en hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum gera það að verkum að hún getur ekki ílengst í starfi þar. Ingó Veðurguð, Magnús Þór Sig- mundsson og Fjallabræður eru á meðal þeirra sem koma fram á styrktartónleikum fyrir Rebekku Maríu Jóhannes- dóttur í Ráðhúskaffi í Þor- lákshöfn í kvöld klukkan 20. Rebekka berst nú fyrir að fá forræði yfir bræðrum sínum tveimur, sem eru sjö og tveggja ára, en þau misstu föður sinn og móður með stuttu millibili. Hljómsveitirnar Hitakútur og Sirkuz koma einnig fram ásamt Jónasi úr Sólstrandargæjunum, Huldu Gestsdóttur og Sævari Helga Geirssyni. Kynnir kvölds- ins verður Magnús Hlynur Hreiðarsson. Aðgangseyrir er 2.000 kr og rennur hann óskiptur til Rebekku Maríu og bræðra henn- ar. Forsala verður sama dag í Ráðhúskaffi og hefst klukkan 13. Þeim sem vilja leggja söfnun- inni lið er bent á reikningsnúmerið 140-05-070155 og kennitöluna 160287- 2259. - afb Ingó á styrktartónleikum STYRKIR GOTT MÁL- EFNI Ingó lætur ekki sitt eftir liggja. Matt Groening, skapari Simpsons- þáttanna, segir að önnur kvikmynd sé ekki væntanleg á næstunni. „Það tók okkur átján ár að byrja á fyrstu myndinni. Svo héldum við að það tæki tvö ár að fram- leiða hana, en það tók fjögur ár. Við vorum mjög pirruð,“ sagði Groening. „Einhvern tíma gerum við nýja, en ekki halda niðri í ykkur andanum.“ Það er sem sagt möguleiki á nýrri mynd, þó að enginn geti sagt hvenær hún er væntanleg. Groening er með góðar útskýring- ar á því. „Við getum ekki spáð til um framtíðina vegna þess að við trúum ekki einu sinni að við séum ennþá að.“ Simpsons-framhald ekki væntanlegt SIMPSONS-FJÖLSKYLDAN Fjölskyldan gula er ekki væntanleg á hvita tjaldið. MAGNÚS HLYNUR Leggur sín lóð lá vogarskálarnar. Handritshöf- undurinn Marc Vorlander vinn- ur nú að fram- haldi á hinni æðislega lélegu Showgirls, sem gladdi drengi á öllum aldri árið 1995 með slæm- um söguþræði, afleitri fléttu og nóg af beru holdi. Showgirls: Story of Hope gerist í Þýskalandi. Fatafellan Hope úr fyrstu myndinni lætur lífið úr kókaíneitrun og bróðir hennar er staðráðinn í að hefna sín á þeim sem olli dauða hennar. Hvort hann ætli að hefna sín á kókaíninu sem slíku er með öllu óljóst. Rena Riffel snýr aftur sem Hope í framhaldinu, en hún hefur undanfarið leikið í myndum á borð við Trasharella og Dark Reel. Þá er Trasharella in Space í framleiðslu. Engum sögum fer af því hvort aðalleikkonurnar Gina Gershon og Elizabeth Berkl- ey snúi aftur sem komplexuðu strippararnir Kristal og Nomi. en hlutverkin voru hryðjuverk við ferilskrár þeirra. Þá hefur Kyle MacLachlan ekki stokkið um borð, en hann hefur gert góða hluti undanfarið í þáttunum Desperate Housewives. - afb Showgirls 2?! ELIZABETH BERKLEY Eftirminni- leg sem fatafellan Nomi í Showgirls. Sjónvarpsstöðin Spike TV, sem er sérstaklega ætluð ungum karl- mönnum, tók sig til og bjó til lista yfir leikkonur sem þykja hafa dalað hvað mest í vinsældum síð- ustu ár. Fyrsta sætið hreppti banda- ríska leikkonan Julia Roberts. Annað sætið vermdi fyrirsætan fyrrverandi Cameron Diaz og í þriðja sæti sat Meg Ryan. Leik- konurnar Teri Hatcher og Nicole Kidman voru svo í níunda og tíunda sæti. Það væri gaman að sjá hvaða karlleikar- ar kæmust á sam- bærilegan lista yfir leikara sem mega muna fífil sinn fegurri. Dalandi vin- sældir ALLT Í MÍNUS Stjarna Cameron Diaz og Juliu Roberts er á niðurleið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.