Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 67

Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 67
FIMMTUDAGUR 8. október 2009 51 Grínistinn Russell Brand sagði í viðtali við The Sun að hann væri ástfanginn af bandarísku söng- konunni Katy Perry, en þau hafa verið að stinga saman nefjum í nokkrar vikur. Vinur leikarans segir hann hafa lengi verið hrif- inn af Perry. „Russell hefur verið skotinn í Katy í langan tíma og var eins og lítill skóladrengur þegar þau fóru að hittast. Hann telur hana vera hina fullkomnu kærustu og er tilbúinn að hætta að hitta aðrar stúlkur,“ sagði vinur inn. Samkvæmt heimildarmanni veit Katy af glaumgosaorðspor- inu sem fer af Brand en henni finnst hann þó svo heill- andi og fynd- inn að hún er tilbúin að láta reyna á sambandið. Brand elskar Katy Perry HEILLUÐ Katy Perry er heilluð af glaum- gosanum Russell Brand. Fyrrverandi eiginkona leikarans Eddie Cibrian kvartar sáran undan nýrri kærustu hans, söng- konunni LeAnn Rimes. Brandi Glanville segir Rimes hafa sýnt mikið tillitsleysi þegar hún flutti í hverfið sem Glanville býr í ásamt börnum sínum og Cibrian, en hjónaband þeirra fór í súginn eftir að upp komst um framhjá- hald Cibrians og Rimes. „LeAnn Rimes flutti í næstu götu við mig og börnin. Hún er komin inn á mitt svæði og mér finnst það mjög óþægilegt. Mér finnst að hún hefði getað sýnt smá tillitssemi og haldið sig fjarri mér og börnun- um. Það er eins og hún þrái líf mitt. Hún vill börnin. Hún vill manninn minn. Hún má fá manninn en hún fær ekki börnin mín,“ sagði Glan- ville í nýlegu blaðaviðtali. LeAnn flutt í hverfið NÝR NÁGRANNI Fyrrverandi eiginkona Eddie Cibri- an vill LeAnn Rimes burt úr hverfinu. Fyrrverandi eiginmaður grínist- ans Matt Lucas fannst látinn á heimili sínu í fyrradag og telur lögreglan að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Lucas, sem skaust á stjörnuhimininn í kjölfar gaman- þáttanna Little Britain, er sagður miður sín vegna fréttanna. Lucas og Kevin McGee létu pússa sig saman árið 2006. Þeir skildu fyrir ári vegna erfiðleika í sambandinu, en McGee stríddi við eiturlyfjafíkn. Hinn 32 ára gamli McGee hafði skrifað á fésbókarsíðu sína stuttu áður en hann fannst látinn á heim- ili sínu að honum þætti dauðinn ákjósanlegri en lífið. „Kevin átti erfitt með að takast á við frægðarsól Matts og hann sökk dýpra í eiturlyfjaneyslu. Matt er aftur á móti mjög jarðbundinn og hefur aldrei snert eiturlyf. Brest- ir komu í sambandið í kjölfarið því Matt gat einfaldlega ekki sætt sig við þetta,“ sagði sameiginlegur vinur þeirra tveggja. Matt Lucas í sárum MIÐUR SÍN Matt Lucas, til hægri, er miður sín yfir fréttum um andlát Kevins McGee. NORDICPHOTOS/GETTY Á föstudaginn, sem hefði orðið 69 ára afmælisdagur Johns Lennon, verður Friðarsúlan í Viðey tendruð í þriðja sinn. Yoko Ono kemur enn og aftur til lands- ins og býður ókeypis ferðir til Viðeyjar á föstudag- inn og um næstu helgi. Einnig býður hún á tónleika til heiðurs John Lennon í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi sem hefjast kl. 22 á föstudagskvöld. Dagskráin hefst hins vegar klukkan 20, þegar sýnt verður beint frá tendrun Friðarsúlunnar. Því næst verður sýnd myndin The Bed-In, um friðarbaráttu þeirra hjóna, og svo sýndar stiklur úr væntanlegri heimildarmynd Ara Alexanders Ergis um tilurð Friðarsúlunnar, Imagine Peace Tower. Íslenska stórskotaliðið tekur þátt í minningartón- leikunum. Þarna munu söngvarar eins og Krummi, KK, Egill Ólafsson, Páll Rósinkranz og Björg- vin Halldórsson syngja lög úr söngbók Lennons, bæði Bítlalög og sólóefni. Yoko og Sean Lennon verða á svæðinu, svo Bítlaaðdáendur ættu ekki að missa af þessu kvöldi. Nú er bara að vona að fleiri hörmungar dynji ekki yfir þjóðina samfara Friðarsúlutendruninni, því fyrst logaði borgarstjórn og svo hrundi fjármálakerfið. Varla er þó við Yoko að sakast og hún hvetur fólk til að koma við í Naust- inu í Viðey og skrifa á óskatré sitt. - drg Lennon-veisla í boði Yoko Ono FRIÐARSÚLUÁFORMIN KYNNT 2006 Yoko, Sean, Stefán og Alfreð kynna Viðeyjarverkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.