Fréttablaðið - 08.10.2009, Page 69

Fréttablaðið - 08.10.2009, Page 69
FIMMTUDAGUR 8. október 2009 53 „Mig hefur langað til að gera þetta í langan tíma og fæ kjörið tæki- færi til að kýla á þetta,“, segir upp- tökustjórinn og lagahöfundurinn Örlygur Smári. Örlygur lætur gamlan draum rætast annað kvöld þegar hann verður plötusnúður á 90‘s-kvöldi á skemmtistaðnum Spot. Hann hefur hingað til verið þekktari fyrir gæfuríkt samstarf þeirra poppkóngsins Páls Óskars ásamt því að hafa tvisvar samið framlag Íslands í Eurovision. „Ég hef aldrei unnið sem plötusnúður, en ég var í þessum bransa,“ segir Örlygur, spurður hvort hann ætli að rifja upp gamla takta. „Ég var í hljómsveit í gamla daga og spilaði á böllum. Þá sá ég um tónlistina í pásunni. Þannig að maður ætti að vita hvað fólkið vill heyra.“ Plötusnúðsferillinn náði aldrei svo langt að Örlygur fengi DJ- nafn. Undirritaður stingur upp á DJ Smári, en hann býst ekki við að nota það. „Nei, ætli það?“ segir hann og hlær. Spurður um framhaldið segir Örlygur að það sé aldrei að vita hvort plötusnúðsferillinn verði far- sæll. „Ég ætla að sjá hvernig þetta gengur og þróast,“ segir hann. „Ég er mikið að vinna dansmúsik. Það er gaman að sitja ekki bara heima í stúdíóinu og búa þetta til heldur spila þetta líka.“ Haffi Haff og Anna Hlín koma einnig fram á 90s-kvöldinu sem dúettinn A.K.A og þá mun Valli Sport einnig þeyta skífum. - afb Örlygur Smári gerist plötusnúður DJ SMÁRI? Örlygur Smári stígur á svið sem plötusnúður á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STE´FAN Fréttir af meintum sambands- slitum söngvarans Justins Timberlake og leikkonunnar Jess- icu Biel virðast lífseigar. Nýjustu fregnir herma að Biel eigi erfitt með að einbeita sér að vinnu þessa dagana, en hún er í Vancouver við tökur á kvikmyndinni A-Team. Á meðan Biel sást döpur og þreytt á matsölustað í Vancouver skemmti Timberlake sér í góðra vina hópi í Los Angeles. Haft var eftir ömmu söngvarans í viðtali við Cover að fjölskyldan liti á Timberlake sem einhleypan mann. „Jessica vill gifta sig en Justin finnst hann ekki tilbúinn að festa ráð sitt. Hann er of upp- tekinn við að sinna tónlistinni og vinnur hörðum höndum að því að halda sér á toppnum. Hvað okkur varðar, þá finnst okkur hann alltaf hafa verið einhleypur. Kærust- urnar koma og fara og samböndin hafa ekki verið alvar- leg. Justin fer sínar eigin leið- ir og hann er ekki tilbúinn að kvænast,“ sagði amman um barnabarn sitt. Biel döpur og þreytt EINHLEYPUR Amma Timber- lakes lítur á hann sem einhleypan mann. Fjórða ævisaga glamúrfyrirsæt- unnar Katie Price er nú í burðar- liðnum en breskar bókaútgáfur hafa lýst því yfir að þær hafi ekki áhuga á að gefa bókina út. Þetta er fjórða ævisaga Price á fimm árum og í þeirri nýjustu mun hún fjalla um skilnað sinn við Peter Andre. „Bóksalar vilja ekki ergja viðskiptavini sína með því að taka inn enn eina ævisöguna eftir Price, sem hefur nú þegar skrifað og gefið út þrjár slíkar á síðustu fimm árum. Svo virðist sem Price ætli sér að mjólka aðdáendur sína og hafa af þeim hvern ein- asta eyri,“ sagði starfsmaður bókaútgáfunnar Random House í viðtali við The Sun. Síðasta bók Price, Pushed to the Limit, kom út í febrú- ar á þessu ári. Ævisaga Peter Andre, fyrrverandi eiginmanns Katie Price, er væntan- leg í hillur breskra bóka- verslana fyrir jólin. Katie Price skrifar fjórðu ævisöguna SAGAN ÖLL? Katie Price hyggst skrifa fjórðu ævisöguna á fimm árum. Brad Pitt segist ekki hafa orku til að fara út að skemmta sér nú þegar hann er sex barna faðir. Þess í stað býður hann vinum sínum heim til sín þegar hann hefur þörf fyrir félagsskap. Samkvæmt heimildum hefur Pitt útbúið sérstakt „leikherbergi“ fyrir sig og vini sína og hefur ekk- ert verið til sparað. Pitt og sam- býliskona hans, Angelina Jolie, eiga þrjú heimili og er „leikher- bergi“ í hverju þeirra. Í herbergj- unum má meðal annars líta stóran bjórkæli og mótorhjól af ýmsum gerðum. Herbergið í New Orleans er ríkmannlegast. Þar geymir Pitt gömul Harley-Davidson-mótor- hjól og einstakt safn gamalla vínyl- platna með rokktónlist. Leikherbergi Brads Pitt UNGT OG LEIKUR SÉR Brad Pitt er of þreyttur til að fara út að skemmta sér og býður vinum sínum þess í stað heim. NORDICPHOTOS/GETTY Aðeins 8.-18. október Opið 12 - 18 alla daga Dúndur útsölumarkaður Skeifunni 17 Buxur 2.500,- Jakkar 5.000,- Bolir 1.500,- Toppar 1.500,- Fylgihlutir 500,- Kjólar 3.000,- Peysur 2.000,- Jólapappírog jólakort áklink!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.