Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 3
Mjölnir
KEYKJAVlK, 1. DES. 1937 IV. AR, 3.—I. TÖLUBLAÐ STÚDENTABLAÐ
Utgefandi: Félag þjóðernissinnaðra stúdenta. Ritstjórn: Lárus Pétursson stud. jur., Ólafur Einarsson stud. theol. Ragnar Sigurðsson stud. med. Afgr.m.: Hreiðarr Agústsson stud. med., Ingólfsstr. 3. Sími 4681. Abyrgðarm.: Sigurjón Sigurösson stud. jur. Utanáskrift er: Mjölnir, Reykjavílt, Pósth. 433. Verð: 1 lausasölu 75 aur. Askriftargjald 3 kr. árg.
Ólafur Einarssons 1. desemb hættur, sem þeir urðu að sigra, og allt það erfiði, sem þeir urðu að leggja á sig, áður en þeir höfðu __ reist sér nýtt heimili í framandi landi. En þeir I | j áttu þennan óbilandi kjark og þrótt, sem sífellt vex við hvern örðugleika, og þeim fylgdi sú gifta,
I dag er öllum sönnum íslendingum hátíð í huga.
Sérhver hátíð er í raun réttri í því fólgin, að
vér rifjum upp þá atburði, sem hátíðin er haldin
til minningar um, reynum að gera oss grein fyrir
orsökum þeirra, reynum að skilja samband þeirra
við fortíð og nútíð, leitumst við að meta gildi
þeirra fyrir menningu vora og reynum jafnframt
að geta oss til um áhrif þeirra á framtíðina.
Þannig köstum vér nú frá oss öllum áhyggjum
hversdagsleikans og helgum þennan dag þeim
söguminningum, þeirri frelsisbaráttu, þeim fram-
faradraumum og um fram allt þeim tilfinningum,
sem bundnar eru við 1. desember.
Saga þjóðar vorrar er saga ljóss og skugga,
elds og ísa, saga um ásókn og vörn, sigra og töp.
Hún er saga um glæsileik fornaldarinnar annars
vegar, en um dáðleysi miðaldanna íslenzku hins
vegar. Loks er hún saga um endurvakningu hins
forna anda í byrjun 19. aldar og um viðreisn ís-
lenzku þjóðarinnar í lok hennar.
Það er því eðlilegt, að oss, á slíkum degi sem
þessum, sé kært að láta hugann dvelja við minn-
ingar um fornöldina, gullöldina góðu, þangað sem
þjóðin hefir alltaf sótt nýtt þrek á þrautatímum.
Það er því eðlilegt, að stoltið rísi upp í brjóst-
um vorum, þegar vér hugsum til forfeðra vorra,
landnámsmannanna, sem yfirgáfu byggðir og ból-
festu í ættlandi sínu, til þess að geta lifað frjálsir
og óháðir vilja annarra, svo að þeir mættu þjóna
gyðju frelsisins, þeirri einu drottningu, er þeir
viðurkenndu yfir hinu unga ríki.
Vér getum vart gert oss í hugarlund allar þær
þrautir, sem þeir urðu að yfirstíga, allar þær
sem er vöggugjöf þeirra einna, sem aldrei hika
við að leggja allt í sölurnar fyrir hugsjónir sínar.
Hún varð líka glæsileg menningin, sem þróaðist
með niðjum þessara landnema. Um stjómarskip-
un, skáldskap og sagnaritun stóðu þeir fremstir
samtíðarmanna sinna í nálægum löndum.
Því sárar snertir það oss, hversu svipleg og
sorgleg urðu lok hins forna þjóðveldis. Rökin til
þess liggja djúpt og verða seint rakin til hlítar,
en mjög áberandi þáttur í þeirri raunasögu er þó
skorturinn á öruggu framkvæmdavaldi, sem
hindrað gæti pólitíska ofstopamenn í því, að leita
sér styrks erlendra höfðingja í taumlausri baráttu
sinni um lýðhylli, auð og völd í landinu. Það væri
heldur ekki úr vegi, einmitt nú, að hugleiða með
gaumgæfni, hver sómi(!) þjóðinni varð að utan-
stefnum íslenzkra mála á Sturlungaöld.
Þá má einnig rekja einn þátt þessa máls til
siðaskiptanna árið 1000, til þess glundroða, sem
þá komst á hugsunarhátt og trúarlíf þjóðarinnar.
Foringjar hennar gættu þess ekki, að stjórnskipu-
lagið var byggt á heiðnum grundvelli, miðað við
þann anda og þá menningu, sem ríkti með þjóð-
inni, þegar alríkið var stofnað, og vanræktu því
að gera nauðsynlegar ráðstafanir, til þess að sam-
ræma hvort tveggja. Kristnitakan var í fyrstu
aðeins nafnið tómt. Þjóðin var skírð, án þess að
fjöldi manna hefði nokkra fræðslu hlotið um þau
efni. Hjá þorra þjóðarinnar varð því engin hug-
arfarsbreyting, fyrst um sinn. Smám saman fór
hún þó að gera vart við sig, og hugsanir manna
komust á ringulreið. Hinni fornu heimsskoðun var
í burtu kippt og ný sett í staðinn, sem menn áttu
bágt með að átta sig á fyrst í stað, og sem að