Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 13
MJÖLNIR
25
Þjóðernissinnar hafa að öllu leyti, eins og þeirra
er venja, staðið við þær skuldbindingar, sem sam-
starfsgrundvöllurinn lagði þeim á herðar. En þeg-
ar til þess kom, að lýðræðissinnar ættu að efna
hann af sinni hálfu, svikust þeir undan merkjum.
Þeir þverneituðu að Standa við það, sem umboðs-
maður þeirra hafði þó lofað, og til þess að koma
í veg fyrir, að þeir semdu við marxistana um há-
tíðahöldin 1. des., eins og þeir gerðu nú í ár, varð
ég að fylgja þeirri skipun hátíðarhaldanna, sem
kunnug er.
Að svo komnu ætla ég ekki að rekja, hversu
treglega gekk að fá lýðræðissinna til að efna sam-
starfssamninginn að öðru leyti. Tilefni til þess
gefst mér eða öðrum e. t. v. síðar.
m.
Þegar því er svarað, hvers vegna þjóðernissinn-
ar gátu ekki samið við lýðræðissinna s. 1. haust
um stjórnarmyndun í stúdentaráðinu, er nauðsyn-
legt að hafa í huga samstarfið í fyrra og forsögu
þess. Við þjóðernissinnar munum ekki brenna okk-
ur margoft á sama soðinu, heldur læra af reynsl-
unni. Og reynslan hefur kennt okkur, að sumir
forráðamenn lýðræðissinna og það þeir, sem ekki
ráða hvað minnstu, eru svo óorðheldnir, að ekki
er hægt að treysta því, að þeir standi við sínar
skuldbindingar, ef þeir eru ekki látnir fullnægja
þeim um leið og þeir verða aðnjótandi þeirra
hlunninda, sem samningur við þá veitir þeim. Þjóð-
ernissinnar álíta vart þorandi að veita þeim
greiðslufrest.
Þetta var meginástæðan fyrir því, að samstarf
tókst ekki í haust milli þjóðernissinna og lýðræðis-
sinna. Þjóðernissinnar kröfðust afdráttarlaust, að
þeir fengju mann í stjórn stúdentaráðsins, en lýð-
ræðissinnar formanninn. Annar grundvöllur gat
naumast orðið fyrir samvinnu samkvæmt því, sem
á undan var gengið. Á þetta vildu lýðræðissinnar
ekki fallast, heldur létu velta á hlutkesti, hvort
marxistarnir ættu að fá meirihluta í stjórninni eða
ekki. Þó höfðu þeir áður boðið marxistunum tvö
sæti í stjórninni gegn því, að þeir fengju sjálfir
formanninn, sem þeir hefðu ekki síður fengið, þótt
þeir hefðu kosið þjóðernissinna. I fyrrahaust lýstu
lýðræðissinnar því yfir, að megin ástæðan fyrir
því, að þeir vildu ekki þjóðernissinna í stjórn
stúdentaráðsins, væri sú, að slíkt tryggði ekki
nægilega áhrif þeirra í ráðinu. Að sjálfsögðu telj-
um við þjóðernissinnar okkur sjálfa færasta til að
meta, hvað okkur sé fyrir beztu, og úr því við
vildum sætta okkur við stjórnarsæti, gátu lýð-
ræðissinnar látið sér það líka. Að minnsta kosti
er það ljóst, að áhrif okkar, sem lýðræðissinnar
þykjast bera svo mjög fyrir brjósti, urðu ekki
meiri fyrir það, að marxistar fengju tvo menn í
stjórnina.
Þessi tvöfalda og hörmulega framkoma lýðræð-
issinna, ásamt með þrákelkni þeirra og þumbara-
hætti, varð til þess, að samningar tókust ekki.
Þeirra verður því sökin að málalokin urðu þessi,
sem og á öllu öðru, sem miður hefir farið í starfi
stúdentaráðsins hingað til.
Ein allra ömurlegasta afleiðing þess, að áhrifa
þjóðernissinna í stúdentaráðinu gætti minna en
skyldi, kemur fram í dag, 1. des., er marxista-
foringinn Hermann Jónasson talar af svölum al-
þingishússins. Mér virðist sannarlega ekki úr vegi
að minnast í þessu sambandi á gang þess máls í
ráðinu. Fyrra hluta nóvembermánaðar átti ég og
einn af fulltrúum lýðræðissinna tal saman um
ræðumann 1. des., og sagði ég honum, að ég myndi
bera fram ákveðna tillögu á stúdentaráðsfundi,
tillögu, sem þeim væri innan handar að fylgja af-
dráttarlaust. Þar eð ég hafði heyrt, að lýðræðis-
sinnar væru í einhverju makki við rauðliða um
ræðumann, valdi ég þann mann, sem að allra dómi
er með ágætum og vænta mátti, að lýðræðissinnar
myndu meta að verðleikum með fylgi sínu, nefni-
lega Pétur Halldórsson, borgarstjóra. Marxistar,
sem upphaflega höfðu stungið upp á Pálma
Hannessyni, skákuðu þá Hermanni Jónassyni
fram sem miðlunartillögu við tillögu lýðræðis-
sinna, sem var Sigurður Norðdal, og virtist þá
sumum sem'gengið væri úr öskunni í eldinn. Lýð-
ræðissinnar fengu þá frest í nokkra daga til at-
hugunar og, eins og síðar kom fram, til samn-
inga við marxista. Með frestveitingunni féllu burtu
þær afsakanir, sem lýðræðissinnar sögðust hafa
við mótstöðunni gegn Pétri (að þeir hefðu ekki
fengið að heyra mína tillögu fyrr en á fundi), enda
höfðu þeir rúma viku til umhugsunar. Eftir mörg
og bróðurleg samtöl milli lýðræðissinna og marx-
ista, varð það að samkomulagi þeirra á milli, að
marxistaforinginn skyldi tala fyrir alþjóð af svöl-
um alþingishússins, sem aðalræðumaður dagsins,
en Thor Thors skyldi fá að halda ræðu yfir þeim
ca. 200 manns (að meðtöldum börnum og ungling-