Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 7
MJÖLNIE
19
öllum kringumstæðum að haga þannig, að kjör og
afkoma hins vinnandi fólks, þess fólks, sem verð-
mætin skapar, séu sem öruggast og bezt tryggð,
því að ella stendur þjóðfélagsheildin höllum fæti.
Og á þessum hinum sömu stoðum viljum við
þjóðernissinnar byggja menningarlíf þjóðarinnar.
Við viljum skapa í þessu landi sjálfstæða íslenzka
menningu, sem hvílir á eðli þjóðarinnar og eig-
inleikum og er I samræmi við sögu hennar og
staðháttu, hvatir og þrár, menningu, sem er hold
af hennar holdi og blcð af hennar blóði. Við vilj-
um skapa hér sanna þjóðmenningu.
I öllu því vesaldarbasli og volæði, sem þjóðin
hefir átt við að stríða undanfarin ár vegna kreppu,
vitfirringslegrar stjórnar og hverskyns óárans,
hefir henni að mestu yfirsézt hin mikla þýðing
blómlegs og fjölskrúðugs menningarlífs. I sjálfu
sér er það ekki nema skiljanlegt, þegar alþýða
manna verður að beita allri orku í baráttunni fyrir
daglegu brauði, fyrir brýnustu og frumstæðustu
þörfum mannlegs lífs, og hrekkur þó ekki alltaf
til. En foringjar stéttaflokkanna og aðrir núver-
andi leiðtogar þjóðarinnar eru flestir hverjir, þeg-
ar öllu er á botninn hvolft, menningarsnauðir og
fávísir loddarar, sem kunna þá eina list, að hafa
af þjóðinni stórfé, án þess að lögum verði yfir
þá komið. Og margir þeirra eru blátt áfram menn-
ingunni fjandsamlegir og vinna leynt og ljóst að
því, að sá í hjörtu æskulýðsins siðleysi, hatri og
öðrum eiturjurtum erlendrar skrílmenningar, og
hafa jafnvel óskammfeilni til þess að taka fyrir
það laun af almanna fé.
En lífið á að vera og verður að vera meira en
endalaust strit fyrir munn og maga. Andi manns-
'ins hefir sínar þrár og sínar þarfir, og hið æðra
gildi mannlífsins er fólgið í fullnægingu þeirra,
þ. e. að nálgast þá fullkomnun, sem viðleitm
mannkynsins hefir stefnt að frá upphafi vega.
Orðið menning er dregið af maður og táknar
tilhneigingu mannanna til þess að rækta með sér
og fullkomna þá eiginleika, sem aðgreina þá frá
öðrum dýrum jarðarinnar, viðleitni þeirra til þess,
að vera menn í þess orðs fyllstu og beztu merk-
ingu.
Menningin er ekki kyrrstæð. Hún er framsæk-
in. Hún krefst umbóta og framþróunar. Hin sanna
þjóðmenning krefst bættra lífsskilyrða, betra sið-
gæðis, aukinnar þekkingar, meiri líkamsræktar og
æðri listar.
En undirrót allrar þjóðmenningar er fyrst og
fremst sjálfsþekkingin. Sú þjóð, sem ætlar að
fóstra með sér sanna menningu, verður því um
fram allt að læra að þekkja sjálfa sig í nútíð og
fortíð og vera sér fyllilega meðvitandi, hvert stefn-
ir í framtíðinni.
Menningin er þannig í eðli sínu þjóðleg. Ef hún á
að bera ávöxt, verður hún að byggjast á eðli þjóð-
arinnar og séreinkennum, vera í samræmi við kjör
hennar og lífsskilyrði, og vera nátengd sögu þjóð-
arinnar og erfðavenjum. Hin erlenda stórborgar-
menning, ef menning skyldi kallast, sem flætt
hefir yfir landið hin síðustu ár, er ekkert af þessu.
Hún er í hreinni andstöðu við eðli íslenzku þjóð-
arinnar og í himinhrópandi ósamræmi við lands-
hætti alla. Þessi aðflutta múgmenning er sprott-
in upp úr skítugum og daunillum blökkumanna-
hverfum stórborganna og miðuð við lægstu og
dýrslegustu hvatir hins hálf-villta múgs milljóna-
þjóðanna. Glæpir, kynvilla, fjárhættuspil og aðrir
lestir eru ávextir og uppistöður þessarar skríl-
menningar, sem nú er að keyra mikinn hluta æsku-
lýðs þjóðarinnar í helgreipar sínar.
Verklega hlið stórborgarmenningarinnar, tækn-
in, er, eins og öll önnur mannanna verk, tvíeggj-
að sverð í höndum þeirra, eftir því hvernig á er
haldið. Tækninnar hlutverk á að vera að létta
fólkinu lífsbaráttuna. Hefir það tekizt hér? Mjög
misjafnlega, er víst óhætt að segja. Okkur hefir
ekki tekizt að læra að hagnýta okkur tæknina á
réttan hátt. Vélmenningin er vaxin upp í þétt-
býlum iðnaðarlöndum. Hér eru aðstæðurnar allt
aðrar, strjálbýlt landbúnaðar- og fiskveiðaland.
Ómenguð vélamenningin er íslenzkum búnaðar-
háttum andstæð. Ef það hvort tveggja á að fara
saman, verða þeir að sveigja hana til, eða hún
þá, eins og er að verða, því miður. Véltæknin er
nefnilega mjög varhugavert menningarfyrirbrigði.
Hún gerir vinnuna og verkið ópersónulegt, þurrk-
ar út þýðingu hvers einstaks verkamanns, gerir
hann aðeins að einum hlut tækisins, sem vinnur
jafn-hugsunarlaust og sjálfvirkt og vélin sjálf.
Véltæknin jafnar og lítillækkar (nivellerar). Hún
skapar andlegan öreigalýð, múginn, sem hefir
óendanlega háar hugmyndir um sjálfan sig, sem
ekkert skapar sjálfur, en krefst alls af öðrum
upp í hendurnar á sér, jafnvel skoðana af dag-
blöðunum, þessum skilgetnu afkvæmum vélmenn-
ingarinnar. Þennan ávöxt véltækninnar erum við