Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 11

Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 11
MJÖLNIR 23 Spurningar Mjölnis: Waldemar Brögger hefir orðið. (Mjölnir hefir skrifað ýmsum rithöfundum, innan lands og utan, og beðið þá að svara nokkrum spumingum, menningarlegs eðlis. Blaðinu hefir enn ekki borizt svar, nema frá W. Brögger, hinum unga, norska rithöfundi, sem frægur er orðinn um öll Norðurlönd fyrir rithöfundarhæfileika sína. — Fara spurningamar og svör hans við þeim hér á eftir.) Hvert er, að yðar dómi, gildi þjóðlegra bókmennta? Ætlunarverk bókmenntanna er — við hlið trú- arbragða, vísinda og lista — að vera hin æðsta tjáning, sem nokkurt mannfélagsform (kynþáttur eða þjóð) getur fundið. I þessum bókmenntum, hinum þjóðlegu bókmenntum í rýmsta skilningi þess orðs, talar höfundurinn ekki sem einstak- lingur eingöngu, heldur sem tjáning hinna fíngerð- ustu og djúpstæðustu af byggjandi og skapandi kröftum þjóðarinnar. Hið einstaka rit getur ver- ið háðrit — eins og Don Quijote — sálrænt eins og Raskolnikoff — heimspekilegt — eins og Faust — eða sagnrænt — eins og íslendingasögurnar — en mælikvarðinn á mikilleik þess er, að hægt er, svo að segja ósjálfrátt, að finna hina sérkenn- andi þjóðlegu krafta, sem bera það uppi. Gildi þessara bókmennta er í því fólgið, að þær eru sem sístreymandi uppsprettulind, þangað sem þjóðin getur sótt frjósamt, andlegt sólskin yfir in sá grundvöllur, sem byggja má á sanna þjóð- menningu í þessu landi. Þá er ekki byggt á sandi, heldur á bjargi, svo að hin íslenzka þjóðfélags- bygging stenzt storma og steypiregn erlendrar ómenningar, umbrot og byltingar umheimsins. Þannig er hið samvirka þjóðríki. Þjóðernisstefnan ein megnar að leiða þjóðina fram til betri og bjartari tíma. Islandi allt! Styrmir Víglundarson. hversdagslíf sitt. Það eru þessi víxl-áhrif milli fólksins sjálfs og hinna ágætu, sérkennandi bók- mennta, skapaðra af fíngerðustu kröftum þjóðar- innar, sem gefa andlega lífinu kraft og stíganda. Hvert er álit yðar á klækikommúnismanum (kulturbolsjevismen) og í liverju teljið þér hann birtast? Klækikommúnisminn birtist alstaðar og í öllu, allt frá ræðum stjórnmálamannanna til hinna helgustu einkamála hjónabandsins, allt frá upp- eldi brjóstmylkingsins til heimsbókmenntanna. Mín skoðun er, að hann, sumpart vísvitandi, en talsvert óafvitandi, reyni að rífa einstaklinginn og hug hans lausan úr hinum þjóðernislegu tengsl- um, fyrir sakir „frelsisins", og að hann ennfrem- ur vísvitandi, en talsvert óafvitandi, reyni að dvelja, kúga eða leiða afvega þau öfl með þjóð- inni, sem aðeins geta fengið framrás í þjóðern- istengslunum og þjóðarkenndinni, einmitt þau öfl, sem skapa bókmenntir, andlegt líf og visindi. Klækikommúnisminn er eðlileg afleiðing efnis- hyggjunnar og hinnar yfir-einstaklingslegu (sup- erindividualistiske) skoðunar á frelsinu. Klæki- kommúnisminn hefir sundrandi og uppleysandi áhrif, vegna þess að hann leitast við að losa ein- staklingana við öll tengsli, allar erfðavenjur, alla saman-safnaða reynslu og allt siðgæði, þannig að þeir að lokum svífa „frjálst" í andlegu tómrúmi, án þess að hlíta þyngdarlögmálinu. Hver er skoðun yðar á sambandi stjórnmála og bókmennta? Það er tvennt mjög ólíkt. Bókmenntirnar geta — og hljóta — að hafa áhrif á stjórnmálin, og stjórnmálin geta — og eiga — að hafa áhrif á bókmenntirnar. En sem verkfæri stjórnmálanna missa bókmenntirnar marks. Til þess að segja það sem hversdagslegast og á sem einfaldastan hátt: „man merkt die Absicht und wird verstimmt!“ (Fólk skilur, hvar fiskur liggur undir steini!) Bókmenntir og stjórnmál skulu lýsa, hvort á sinn hátt, hinum sömu uppistöðu-öflum þjóðarinnar, og að því marki skulu beinast draumar sérhvers rit- höfundar með áhuga fyrir stjórnmálum. W. Brögger.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.