Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 8
20
MJÖLNIR
farnir að verða varir við hér á landi, það má
hver sjá.
Þegar rætt er um menningarástand þjóðarinn-
ar, er þýðingarlítið að einblína á alla skólana, út-
varpið, bókaútgáfuna, kvikmyndahúsin o. s. frv.
Þetta er alls ekki menningin sjálf. Þetta eru að-
eins menningartæki, sem auðvelt er að misnota
eins og svo margt fleira, og þau eru misnotuð
af óvönduðum mönnum.
Sannleikurinn um menningarástand þjóðarinn-
ar er sá, að hin íslenzka bændamenning, sem að
vísu var all-gölluð og úrelt orðin, er með öllu út-
dauð, en sorglegar leifar sjást þó hér og þar. I
þess stað hefir svo þjóðin tekið siðspillandi og
þjóðhættulega erlenda múgmenningu. Hún hefir
tekið það, sem að henni var rétt, án þess að velja
eða hafna, bæði gott og illt, og kannske öllu meira
af hinu illa. Þrátt fyrir það hefir þjóðin engan
veginn getað tileinkað sér hina erlendu ómenn-
ingarstrauma, til þess eru þeir eðli hennar og að-
stæðum of fjarskyldir. Aftur á móti eru það þeir,
sem eru að tilemka sér hana, sem eru að soga
þjóðina inn í hringiðu sína, sem eru að svínbeygja
hana undir ok sitt.
Ekki aðeins þrátt fyrir skólana og önnur menn-
ingartæki, heldur oft og tíðum blátt áfram í gegn-
um þau, hefir múgmenningin og marxisminn,
þessi viðurstyggilega villimennska nútímans,
streymt út um þjóðarlíkamann og eitrað hann.
Mikill hluti þjóðarinnar er orðinn gegnsýrður af
hinum alheimska hugsunarhætti stórborgarmúgs-
ins. Sjálfsbjargarhvötin og lífsbarátta alþýðunn-
ar er hædd og smáð, en aumingjaskapnum og vol-'
æðinu sungið lof og dýrð. Enginn má vera öðr-
um meiri. Einn dregur annan í svaðið. Göfug-
mennska og góðir siðir er fótum troðið, en lestir,
ódyggðir og hvers konar ruddamennska í háveg-
um höfð. Þjóðernið, saga þjóðarinnar, fáni henn-
ar og lofsöngur, allt er þetta svívirt og forsmáð
eins rækilega og unnt er. Þannig mætti lengi halda
áfram. Svona er menningin fótum troðin.
„Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og
dá“.
Ómenningin hefir þannig fengið óhindrað að
grafa um sig og þróast með þeirri þjóð, sem fyrr
á öldum hélt hæst á lofti merki norrænnar menn-
ingar. Það er vegna þess, að andlegir leiðtogar
íslenzku þjóðarinnar hafa sofnað á verðinum og
ekki séð, hvert stefndi, eða sjálfir verið sýktir
af ólyfjan hinnar erlendu múgmenningar. Hver,
sem árætt hefir að rísa upp gegn villimennskunni
og þeyta lúður þjóðlegrar viðreisnar menningar-
lífsins, hefir verið ofsóttur og hundeltur af hin-
um menningarsnauða marxistaskríl. Hann hefir
verið auri ataður og æran af honum rægð. Aftur-
haldsseggur fullur þjóðernishroka, geggjaður sér-
vitringur, auðvaldsbulla o. s. frv. eru nöfnin, sem
þeir menn fá, er byggja vilja menningarlífið á
þjóðlegum grundvelli, á alþýðunni í landinu.
Ýmsir beztu menn þjóðarinnar hafa orðið fyrir
þessum óþokkalegu árásum marxistanna, t. d.
Guðmundur Friðjónsson, Jón Leifs, Davíð Stefáns-
son, Einar Benediktsson o. fl., því að þeir hafa
haldið á lofti merki sannrar þjóðmenningar og
þannig staðið í vegi múgmenningunni. Geta menn
af því séð þær viðtökur, sem við þjóðernissinnar
höfum hlotið, lítilsmegnandi alþýðumenn, er ein-
beitt hafa tekið upp baráttuna gegn ómenningu
marxismans. En við látum slíkt ekki á okkur fá.
Sá, sem hefir einsett sér að bera málstað þjóðar-
innar fram til sigurs, verður að vera reiðubúinn
að þola ofsóknir og ofbeldi undirheimaaflanna. Við
þjóðernissinnar göngum djarfhuga og sigurviss-
ir út í baráttuna.
Menningarbarátta okkar þjóðernissinna er ekki
aðeins neikvæð. Hún er ekki eingöngu andþóf
gegn skrílmenningunni, gegn múgmenningu marx-
ismans. Hún er fyrst og fremst jákvæð. Hún er
barátta fyrir þjóðlegri menningu, fyrir sannri
þjóðmenningu. Við þjóðernissinnar berjumst fyrir
því, að gera þjóðina, alla alþýðuna í landinu, að
þátttakanda í menningarlífinu. Við viljum, að þjóð-
in skapi sjálf sína eigin menningu, sem beri hróð-
ur hennar um lönd öll.
Að hyggju okkar þjóðernissinna er full hæpið
að halda því fram, að liið vaxandi fé, sem þjóð-
in eyðir til uppfræðslu í landinu, beri nægan
ávöxt með meiri og betri þekkingu. Uppskeru-
brestur af fræðslustarfi þjóðarinnar er ekki langt
frá því, að vera almennur. Orsakir hans eru bæði
slæmir sáðmenn og vont sæði. Margir þeirra, er við
barnafræðslu fást, skoða. sig ekki sem kennara.
Sigurður Thorlacius, skólastjóri í Reykjavík, hefir
t. d. sagt, að það væri ekki skólanna, að kenna.
Þessir menn eru kostaðir af Kommúnistaflokkn-
um í Kennaraskólanum, til þess svo í stöðu sinni
að hafa áhrif á sálir barnanna, spýta stéttahatri,
fyrirlitningu á íslenzku þjóðerni og öðru eitri í