Mjölnir - 01.12.1937, Blaðsíða 12
2á
MJÖLNIR
Sigurjón Sigurðsson:
A hverju strandaði?
I.
Það vakti töluverða athygli, a. m. k. innan há-
skólans, að þjóðernissinnar og lýðræðissinnar
skyldu ekki standa saman í stjórnar- og nefnda-
kosningum í stúdentaráðinu í haust og fer það að
vonum. Þessir tveir flokkar unnu sem sé saman
síðastliðinn vetur, og á yfirborðinu virtist allt
ganga ákjósanlega með þá samvinnu, nema hvað
litlu og lélegustu spámenn lýðræðissinna voru öðru
hvoru að þjóna lund sinni með níði um mig per-
sónulega og þjóðernissinna yfirleitt. Sá skæting-
ur spillti, eins og vænta mátti, aðeins fyrir þeim
sjálfum. Kosningaáróður lýðræðissinna s.l. haust
gekk einvörðungu út á það, að öruggasta leiðin
til að útiloka marxista frá meirihluta í stúdenta-
ráði væri sú, að koma f jórum lýðræðissinnum inn.
Gengu líka allir andmarxistar út frá því sem
gefnu, að samstarf tækist með sömu flokkum og
í fyrra, og áhrif marxistanna yrðu þannig rýrð
eftir fremsta megni.
En þessu samstarfi tókst ekki að koma á. Þar
sem lýðræðissinnar nota öll sín tál til að slengja
á þjóðernissinna sökinni á því, að þannig fór, skal
sýnt fram á í grein þessari, að það er með öllu
tilhæfulaust. Aðaltilgangur greinar þessarar er
því að hnekkja þeim áburði, og þar eð þeim
tilgangi verður naumast náð á annan hátt en þann,
að segja frá ýmsu, sem við þjóðernissinnar höfum
þagað yfir hingað til af einskærri hlífð við lýð-
ræðissinna, samstarfsmenn okkar, þá skal það nú
gert. Lýðræðissinnar mega þá sjálfum sér um
kenna, ef þessi atriði koma illyrmislega við kaun
þeirra.
II.
Samstarf tveggja ólíkra flokka um stjórnar-
myndun getur gerzt með ýmsu móti. Aðallega er
þó um tvær leiðir að velja: 1. Að báðir flokkar
taki beinlínis þátt í stjórnarmynduninni, þannig
að hvor um sig hafi fulltrúa í stjórninni. 2. Að
áhrif þess flokksins, sem ekki tekur beinlínis þátt
í stjórnarmynduninni, séu tryggð á einhvern ann-
an hátt, sem samkomulag næst um.
I umræðum þeim, sem fram fóru milli þjóðernis-
sinna og lýðræðissinna um stjómarmyndun í
stúdentaráðinu, voru báðar þessar leiðir ítarlega
ræddar. Lýðræðissinnar börðust á móti því, að ég
tæki sæti í stjórninni. Þau rök, er þeir báru fram
vegna þeirrar afstöðu sinnar, voru hin hjákátleg-
ustu. Veigamesta ástæðan kemur fram í þessari
setningu í bréfi einu, sem þeir skrifuðu mér 3.
nóv. 1936: „En það, sem mestu skiptir, er, að hún
(þ. e. sú leið, að ég tæki þátt í stjórninni beinlínis)
getur ekki orðið grundvöllur undir aukin áhrif þín
í ráðinu.“ Hins vegar töldu þeir sig geta á ýmsan
annan hátt tryggt áhrif þjóðernissinna og vera
reiðubúnir til þess.
Frá samningi um stjórnarmyndun í fyrra gengu
svo endanlega þeir Guttormur Erlendsson fyrir
þjóðernissinna og Arnljótur Guðmundsson fyrir
lýðræðissinna. Hafði hvor um sig ótakmarkað um-
boð af hálfu síns flokks til að gera út um málið.
Niðurstaðan af samningum þeirra varð sú, að ég
tæki ekki sæti í stjórninni, heldur var farin sú
leið, að tryggja áhrif mín á úrlausn ákveðinna
mála, sem fyrirfram var vitað, að fyrir ráðið
kæmu. Hefir sumt af því þegar verið birt, en hing-
að til þagað yfir því, sem mestu máli skiptir. Var
það þó gert skriflega og undirritað af fyrrnefnd-
um umboðsmönnum flokkanna. Sá samningur var
svo hljóðandi:
„Við undirritaðir umboðsmenn þjóðernissinna
og lýðræðissinna í stúdentaráðinu samþykkjum
hvor fyrir sitt leyti, að Knútur Arngrímsson tali
af Alþingishússsvölunum 1. des. og að grein eftir
Guttorm Erlendsson um sjálfstæði íslands fái að-
gang að Stúdentablaðinu og sé ætlaður staður sem
fyrstri grein með lesmáli. I>ó skal hún vera innan
þeirra takmarka, sem stúdentaráðið kann að setja
um efni blaðsins.
Reykjavík, 4. nóv. 1936.
F. h. þjóðernissinna F. h. lýðræðissinna
Guttormur Erlendsson Arnljótur Guðmundsson
(sign.). (sign.).
Þau tvö atriði, sem þarna eru tekin fram, voru
meginástæðurnar fyrir því, að samkomulag náð-
ist. Lýðræðissinnar áttu að velja milli þeirra og
stjórnarsætis handa þjóðernissinnum. Þeir völdu
það fyrra og tóku þar þann kostinn, sem við vild-
um heldur.